Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Qupperneq 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 J1 Popparará Raufarhöfn Tónlistarmenn- imir Karl Olgeirsson úr Milljónmæringun- um, Jón Rafnsson úr Guitar Islancio og Jó- hann Hjörleifsson úr Sálinni hans Jóns míns em væntanlegir í dag til Raufarhafhar. Að því er segir á vefsetri bæj- arins ætla þeir að setja upp tónleika með nemendum gmnnskólans: „Undirbún- ingur, sem hefur staðið síðan í haust, er í höndum gmnn- skólans og eiga nemendur að læra og æfa lögin." Tilgangur „Syngjandi skóla“ er að auka sönggleði hjá bömum og stuðla um leið að því að nemendur á grunnskólaaldri læri fleiri íslensk lög og ljóð." Bílvelta á Þrengslavegi Fólksbifreið valt á Þrengslavegi við gatnamót Krísuvíkurvegar í fyrrinótt. Lögreglan á Selfossi segir að mikil hálka hafi verið or- sök slyssins en ökumaður bifreiðarinnar meiddist ekki. Segir lögreglan að ökumaðurinn hafi verið í bflbelti og hafi þau bjargað honum frá meiðslum. Bif- reiðin er mikið skemmd. ökumaður bílsins var einn í bílnum þegar óhappið átti sér stað. Hreinn Garðabær Bæjarstjóm Garðabæjar ætlar sér að komast í fr emstu röð þeirra sveitarfélaga sem teljast snyrtileg og umhverf- isvæn. íbúar fengu tækifæri til þess að koma með ábend- ingar og hugmyndir hvemig hægt væri að ná þessu mark- miði og var sett könnun á vef bæjarins í kjölfarið. Til að fylgja þeirri vinnu eftir var haldin íbúafundur í Garðabæ fyrir tilstuðlan umhverfis- nefndar Garðabæjar og var hann vel sóttur af íbúum. Það má því leiða að því lík- umr að Garðabær verði óvenjuhreinn og umhverfis- vænn á næstu árum. Númer klippt afbflum Lögreglan í Kópavogi klippti númer af fimm bílum í fyrrinótt. Segir lögreglan að tryggingafélögin sendi til lögreglunnar skrá yfir þá bíla sem ekki er búið að borga tryggingar af og síðan fer lögreglan heim til fólks á nóttunni því þá em mestu líkur á að bílarnir séu fyrir framan heimili eigenda. Lögreglan klippir númerin af bílunum og kemur fyrir á framrúðu bílanna tilkyrm- ingu um að viðkomandi bílaeigandi þurfi að greiða tryggingagjöld til að geta ekið ökutæki sínu á ný. Stöðugt fjölgar þeim sem segjast eiga vangoldin laun inni hjá Arnóri Vikari Arnórs- syni eiganda Strawberrys-klúbbs ríka og fræga fólksins í Reykjavík. Sendibílstjóra var að sögn Jóns Steinars Ragnarssonar leikmyndahönnuðar hent á dyr þegar hann afhenti Arnóri reikning fyrir vinnu sína. Jens Hansson, saxafónleikari í Sál- inni hans Jóns míns, er einn kröfuhafa. Poppari í mál við kampavínskánginn Þeim sem telja sig eiga inni vangoldin laun hjá Amóri Vikari Arn- órssyni fjölgar stöðugt og nú munu sjö iðnaðarmenn hafa sent kröfur sínar í innheimtu hjá lögfræðingi. Einn þeirra er Jens Hans- son, saxafónleikari hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns, sem vann við að veggfóðra í Strawberry-klúbbnum í Lækjargötu. „Við tókum að okkur ákveðið verkefni fyrir Arnór Vikar en okkur var síðan skipt út fyrir einhverja Lit- háa," segir Jens Hansson. „Við höfúm fengið uppgert fyrir hluta af vinnu okkar en ætlum ekki að gefa eftir það sem hann skuldar okkur," bætir Jens við. í máli Jens kemur fram að ekki sé um stóra upphæð að ræða hjá sér og félaga sínum eða um 120 þúsund krónur. „Við höfum rætt um að mæta í klúbbinn og drekka fyrir þessa upp- hæð út í reikning. En miðað við það sem maður heyrir um verð á drykkj- um þarna dugir upphæðin varla fyr- ir einu fylleríi," segir Jens. Fáránlegur fyrirsláttur DV greindi frá stefnu þeirra Jóns Steinars Ragnarssonar leikmynda- hönnuðar og Viðars Þórarins veit- ingamanns á hendur Arnóri Vikari í síðasta helgarblaði. Vegna orða Arn- órs um að hann biði aðeins eftir reikningi frá sér vill Jón Steinar taka ffarn eftirfarandi: „Það að hann segist vera að bíða eftir löglegum reikningi frá mér er fáránlegur fyrirsláttur og kemur til af því að hann réði mig sem launa- mann en ekki verktaka í upphafi, enda get ég ekki verið með virðis- aukaskattsnúmer þar sem ég stend í samningum við skattinn." Hafði samband við skattinn Jón Steinar segir að Arnór hafi gengið svo langt að fara í skattinn að sér for spurðum og sækj um undanþágu fyrL sig til að gefa út verk takareikning í des Jens Hansson „ Við höfðum fengiö uppgert fyrir hluta af vinnu okkar en ætlum ekki aðgefa eftir það sem hann skuldarokkur Klúbburinn Stöðugt fjölgarþeim sem eiga inni vangoldin laun hjd Strawberrys - klúbbnum. ember. „Hann er sem sagt að reyna að lækka umsamin laun mín um 50 prósent. Hann er með skattkortið mitt og bað um það á sínum tíma er við sömdum. Ef ég hefði verið verk- taki, hefði slíkt að sjáfsögðu ekki þurft," segir Jón Steinar. Einnig nefnir Jón Steinar að flest- ir sem komið hafi að vinnu við upp- setningu á klúbbnum hafi lent í erf- iðleikum með að fá borgað. Þannig hafi sendibílstjóra verið hent út úr klúbbnum þegar hann dirfðist að koma með reikning fyrir vinnu sína. Erfitt samstarf Jens Hansson nefnir að samstarf- ið við Arnór Vikar hafi oft verið erfitt og Arnór ekki hikað við að skipta út fólki sem var að vinna fyrir hann. „Hann skipti um starfs- menn svona eins og aðr- ir skipta um sokka, segir Jens. Ung skytta á Miklubrautinni Skaut út um gluggann á bílnum Rúmlega tvítugur maður var handtekinn á Akranesi fyrir að skjóta úr loftbyssu út um bílglugga. Lögreglan í Reykjavík tilkynnti til allra lögreglustöðva landsins að á Miklubraut í Reykjavík hefði sést til einstaklings í bíl sem var að skjóta úr loftbyssu á umferðarskilti og út í loftið. Náði lögreglan bílnúmerinu og var bílinn síðan stoppaður á Akranesi og byssan tekin í gæslu lög- reglunnar. Játaði drengurinn að hann hafi verið að æfa skotfimi sína með því að skjóta úr byssunni út um bíl- gluggann. Lögreglan á Akranesi segir að um sé að ræða byssur sem skjóta litlum kúlum sem geta ver- ið skaðlegar mönn- um ef skotin fara í auga eða á aðra við- kvæma staði líkam- ans. Þessi leikföng eru bönnuð á ís- landi en í sumum Evrópulöndum er hægt að kaupa slíka gripi sem ætlaðir eru stálpuðum krökkum og full- orðnum. Segir lögreglan að þessum loftbyss- um sé smyglað til landsins. Ef eig- þær hér á landi séu þær gerðar upp- endur þeirra verði uppvísir að nota tækar. Mynd af alvöru skot- vopnum. Loftbyssurn ar sem smyglað er til landsins eru mjög svip- aðar alvöru byssum. Fjörutíu skulu í skoðun Lögreglan í Hafnarfirði stoppaði tæplega fjöru- tíu ökumenn sem ekki höfðu látið skoða bíla sína á síðasta ári. Lögreglan segir að allir þessir öku- menn hafi verið stoppaðir á bilinu sjö á þriðjudagskvöld til sjö á mið- vikudagsmorgun. Eigendur bfl- anna fá viku frest til að koma bíln- um í gegnum skoðun. Ef það er trassað þá er klippum brugðið á loft og skráningamúmerið hverfur af bílunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.