Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 31
IJV Sviðsljós FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 31 Flott gella Berg- lind lceyeralltaf jafn flott og heldur uppi skemmtilegri Myspace-síðu. .sundlaugin á ísafirði? Eric Benet Góður R&B-söngvari og vinur Berglindar lcey á Myspace. „Þetta er alveg yndisleg inniiaug. Við fórum þarna á sunnudags- morgni fyrir rúmri viku, ég, Arnar trommari og Óttar Proppé. Þetta var mjög óvenjulegur tími til að vera með þessum strákum og hvað þá nöktum." 3LARSHI5 FUN Hárvörur fyrir ráuti Vertti eftirminnilegS Eric hefur aldrei náð að verða heimsfrægur fyrir tón- list sína er er þó með mjúka og kynæsandi rödd. Ekki er verra að hann þykir afar myndarlegur maður. Eric skrifar skilaboð á síðu Berglindar þar sem hann segir: Ein flottasta kona landsins, Berg- lind Ólafsdóttir, hefur útbúið sér heimasíðu á myspace.com, eins og helmingurinn af jarðarbúum. Berg- lind er með 340 vini á síðunni, sem telst vera ansi mikið. Helling af karl- kyns fyrirsætum og aðdáendum, bæði íslenskum og erlendum. Á síð- unni kemur einnig í ljós að R&B- söngvarinn Eric Benet er einn af vin- um hennar. vertu 4 geislandi Kisses on top of kisses... and then some more! Much love and light to you! Kvensemin fór með hjónabandið Fyrir þá sem ekld vita er Eric einna frægastur fyrir hjónaband sitt við leikkonuna glæsilegu Halle Berry. Hún gafst hins vegar upp á honum eftir nokkurn tíma, enda þykir Eric kvensamur með eindæmum. Fyrrverandi eiginmaður Halle Berry EricBenetog Halle Berry voru gift f nokkur ár. Ekki er annað hægt að lesa út úr þessu en að Eric þyki mik- ið koma til Berglindar Icey Ólafsdóttur. Bæði eru þau á lausu og myndu eflaust taka sig vel út saman. vertu kynþokkafii Frænka Inu í Idolinu vann Söngvakeppni félagsmiðstöðva um síðustu helgi Ætlar ekki að taka þátt í Idol „Ég held að langömmur okkar hafi verið systur og foreldrar okkar þekkjast vel,“ segir Kristjana Arnardótt- ir, sem vann söngvakeppni Samfés um síðustu helgi. Hún og fna, keppandi í Idol - Stjörnuleit, eru frænk- ur og er greinilegt að söngurinn er í genunum. Kristjana tók lagið Daughters eftir John Mayer ásamt vinkonu sinni Kristínu Ingu Jónsdóttur og sungu þær fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Ekkó í Kópavogi. „Ég er búin að vera í skólakór Kársnesskóla síðan ég var átta ára gömul. Við vinkonurnar voru alltaf að tala um að taka þátt en hættum alitaf við. Ég hef aldrei sung- ið ein áður. Svo núna ákváðum við að taka þátt því þetta er síðasta árið okkar og við ætluðum ekki að beila á þessu,“ segir Kristjana sem skemmti sér konungalega á sviðinu. Hún segist pottþétt halda með frænku sinni ínu í Idol- keppninni enda ekki annað hægt. En ína hefur stað- ið sig rosalega vel í keppninni undanfarið og á góða möguleika á að verða næsta Idol-stjarna íslands. En tekur þú þátt íIdol á næsta ári? „Nei, ég hugsa ekki. Ég er að æfa fót- bolta með Breiðabliki. Fótboltinn gengur fyrir söngnum." I Flottar söngkonur Kristjana og Kristín stóðu sig með prýði í söngva- keppni Samfés, en Kristjana segist þó ekki viljg taka þáttíldol. Guðni Finnsson, bassaleikari í Dr. Spock Hljómsveitin Brain Police er þessa dagana að vakna úr dvala og boðar nokkra tónleika. Þeir fyrstu eru á Selfossi í kvöld. Þar troða strákarnir upp í Pakkhús- inu með hinni ungu og efhilegu hljómsveit Nilfisk. Húsið opnar klukkan 22 (glaðningur fyrir fyrstu gesti) og inn kostar þúsund kall. PERSONULEG ÞJONUSTA I 25 AR GELNEGLUR HANDSNYRTING FÓTSNYRTING VAXMEÐFERÐIR ANDLITSBÖÐ LITUN OG PLOKKUN BRÚNKUMEÐFE RÐIR HÚÐSLÍPUN SÝRUMEÐFERÐIR LAUGAVEGI 66 • SIMAPANTANIR: 552 2460

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.