Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 Menning XXV Þegar ég fór til Bandarflcjanna haföi ég tvo einkaritara. Annar sá um eiginhand- aráritanir, hinn sendi hárlokka. Eftir sex mánuöi haföi annar einkaritarinn dáið úr skrifkrampa og hinn varð algerlega sköllóttur. Epo-555 kynnir Mafíu Danska sveimrokk-sveitin Epo-555 heldur tvenna tónleika í Reykjavík í dag. Hljómsveitin er um þessar mundir að gefa út aðra plötu sína, sem ber heitið Mafia. I tilefni þessa og ferðar þeirra yfir hafið til að leika á South By Southwest (Austin ÍTexas mun sveitin spila á Grand Rokki í kvöld kl. 22.30.Til að kynda uppfyrir kvöldið leikur sveitin nokkur lög í Smekkleysubúðinni, eða„Galleríi Humar eða frægð" kl. 17. „Unnendur sveita á borð við My Bloody Valentine, Slowdive, Raveon- ettes og M83 ættu að tékka á EPO- 555," eins og segir (tilkynningu. Epo- 555 er meðal fremstu ind(-sveita Dana um þessar mundir og hefur nýja platan fengið góða dóma ( dönsku mús(kpressunni. Harry Mam- bourg,fyrsta lagið sem fór (spilun, hefur setið á toppnum á óháða danska vinsældalistanum„den el- ektriske barometer" hjá Danmarks Radio. Epo hefur leikið hér á landi áður, síð- ast á Airwaves-hátíðinni (haust þar sem sveitin lék með Junior Senior, Powersolo og Danfel Ágúst á skemmtistaðnum NASA. Komust þá færri að en vildu. Á Grand Rokks-tónleikana kostar 500 krónur.en ekkert á upphitunina í Galleríi humar eða frægð. Hann hefur bæöi fengið íslensku fálkaorðuna og dönsku Dannebrogsorðuna fyrir tónsmíðar sínar, enda eitt þekktasta tónskáld íslendinga. *^on/ iÁoý€c/al áttFHewif^ Epo-555 Hljómsveitin leikur á Grand Rokki I kvöld, en I Smekkleysubúðinni I dag. Handrits- höfundur kennir I boði Kvikmyndamiðstöðvar (slands mun bandariski handritshöfundur- inn Mick Casale á næstunni halda námskeið fyrir handritshöfunda og kvikmyndagerðarmenn. Á námskeið- inu mun hann fara yfir helstu þætti handritsgerðar og hvernig á að gera úrdrátt úr verki. Námskeiðið verður tvíþætt. Annars vegar verður boðið upp á fyrir- lestra opna öllum þátt- takendum og hins veg- ar verður 10 handritshöf- undum boð- iðuppáráð- gjöf Micks Casale auk fyrirlestra, 14.-19. mars. Fyrirlestrarnir 14.-16. mars verða haldnir á milli klukkan 19.30 og 22.30 og helgina 18.-19.mars,frá klukkan 10-13. Hver fyrirlestur verð- ur þrír klukkutfmar (senn. Þessi hluti námskeiðsins er opinn öllum kvik- myndagerðarmönnum, en aðeins takmarkaðurfjöldi kemst að.Skrán- ingargjald er 7.500 krónur.Tekið er við skráningum á netfanginu info@kvikmyndamidstod.is og (dag eru stðustu forvöð að greiða þátt- tökugjaldið. Fyrirlestrarnir fara fram í bíósal Hótel Loftleiða. Nánari upplýs- ingar má finna á vef Kvikmynda miðstöðvar. Jón Nordal fæddist í Reykjavík 6. mars árið 1926 og varð hann því áttræður á mánudaginn. Foreldr- ar Jóns voru Ólöf Jónsdóttir Nor- dal húsmóðir og Sigurður Nordal prófessor. Hann stundaði nám í píanóleik og tónsmíðum við Tón- listarskólann og lagði stund á fr ekara tónlistamám í Ziirich á ár- unum 1949-51, aukþess að dvelja um skeið í Kaupmannahöfn, París og Róm. Jón var skólastjóri Tón- listarskólans í Reykjavík frá 1959-1992. Jón Nordal hefur sett sterkan svip á íslenskt tónlistarlíf sem tón- skáld, píanóleikari, kennari og skólastjóri. Hann var einn stofn- enda Musica Nova, félagsskapar um nútímatónlist, árið 1959 og jafnframt fyrsti formaðurinn. Hann hefur síðan tekið virkan þátt í samtökum tónlistarmanna og tónskálda. Jón hefur samið fjölda tónverka, einkum stór hljómsveit- arverk og konserta. Hann hefur ekki gengið neinni ákveðinni listastefnu á hönd, en í verkum hans gætir ýmissa strauma sam- tímatónlistar. Verk Jóns bera samt sem áður sterk höfundareinkenni. Af nýjustu verkum hans má nefna: Sólhjartarljóð (2000) fyrir sópran, kontratenór, blandaðan kór, orgel og hljómsveit, Haustvísu (2001) fyrir klarinett og hljómsveit, Grímu (2002) fyrir hljómsveit og Venite ad me (2003) fyrir barnakór og hljómsveit sem flutt var á íslensku menningarhátíðinni í Frakklandi og á Myrkum músík- dögum 2005. Jón Nordal hefur hlotið fjöl- margar viðurkenningar á löngum ferli. Hann er í heiðursflokki Alþingis og handhafi stórriddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu. Jón hlaut heiðursfé Tónvakans, tónlistarverðlauna Ríkisútvarpsins 1992, í fyrsta sinn sem þau voru veitt, fyrir áralangt starf sitt í þágu íslenskrar tónmenningar. Jón var sæmdur dönsku Dannebrogsorð- unni árið 1956 og var kjörinn félagi í Konunglegu sænsku tónlistara- dademíunni árið 1968. Jón er kvæntur Solveigu Jóns- dóttur framhaldsskólakennara og eiga þau þrjú börn; Hjálm, Ólöfu og Sigurð. Margir heiðra tónskáldið í kvöld heldur Sinfóníuhljóm- sveit íslands afmælistónleika Jóns Nordal í Háskólabíói. Á efnisskrá tónleikanna verður að finna rjómann af konsertum Jóns og mun fjöldi einleikara heiðra hann við þetta tækifæri. Fram koma þau Guðný Guðmunds- dóttir, Einar Jóhannesson, Víking- ur Heiðar Ólafsson, Ásdís Valdi- marsdóttir og Erling Blöndal Bengtsson. Á sunnudaginn kl. 20 leikur Tríó Reykjavíkur til heiðurs Jóni í Haíriarborg. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Tón- skáldafélag íslands, en á dagskrá verða eingöngu verk eftir áttræða afmælisbarn- ið. Uppistað- an er kamm- erverk fyrir fiðlu, selló og píanó sem spanna allan feril Jóns. Flest verk- anna eru meðaf þekktustu kamm- erverka Jóns sem hafa fyrir löngu náð hylli íslenskra flytjenda og tónlistarunnenda. Elst verkanna er Systur í Garðshorni fyrir fiðlu og píanó frá árinu 1944 en þar á eftir verður leikin Fiðlusónata frá 1952. Þá verða flutt Dúó fyrir fiðlu og selló frá 1983, Myndir á þili fyr- , ir selló og píanó frá 1992 og loks ' r\ tríóið Andað á sofinn streng ?í, fyrir fiðlu, selló og píanó sem f samið var 1998. : ti. Af menningarsíðu DV eru 0 ' Jóni Nordal og ijölskyldu hans sendar ámaðaróskir í tilefni afmælisins. rWp: Jón Nordal Mikið um dýrðir i tilefni afmælisins. Árni Heimir Ingólfsson segir að það sé enginn gusugangur i verkum afmælis- barnsins, heldur allt unnið af ýtrustu yfirvegun. Tónlist Jóns bæði safarík og jarðbundin Mick Casale Handrits- höfundurinn mun halda námskeið I biósal Hótel Loftleiða. Árni Heimir Ingólfsson tónlist- arfræðingur er afar fróður um ævi og verk Jóns Nordal. Fyrir tónleika Sinfóníunnar í kvöld mun hann fjalla um tónlist afmælisbarnsins, en tónleikakynning sú er haldin á vegum Vinafélags Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Árni Heimir mun einkum veita gestum innsýn í þau fimm verk eftir Jón sem flutt verða á tónleikunum og meðal annars ræða um það hvaðan tónskáldið sækir innblástur sinn. Þegar Árni er spurður að því hvað honum þyki einkenna verk tónskáldsins, þá segir hann að tón- list Jóns byggist mikið upp á hljóm- um. „Hann hefur áhuga á krydduð- um hljómum með mörgum nótum og því er tónlist hans bæði safarík og jarðbundin. Ef maður hugsar út í hugarheiminn að baki verkum Jóns, þá er hann svolítið tregafullur og innhverfur. Tónlistin er líka svo vönduð að maður finnur fyrir því að það hefur verið setið yfir hverj- um einasta takti. Það er enginn gusugangur í verkunum, heldur allt gert af ýtrustu yfirvegun." Þarf að kunna tvö hundruð prósent Árni segist hafa fengið áhuga á verkum Jóns Nordal þegar hann var unglingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð og söng verkin hans í skólakórnum. Hann segir að það hafi verið ótrúleg lífsreynsla að fá að kynnast músík Jóns innan frá. „Sum af þessum lögum voru lítil og létt, eins og Smávinir fagrir, en oft þurftum við að leggja talsvert á okkur við að læra. Þetta eru stór verk eins og Kveðið í bjargi og Um- hverfi, sem má segja að séu „atónal" eða ekki í neinni tónteg- und. Því þarf maður að kunna þau tvö hundruð prósent til þess að geta sungið þau og það var líka sér- lega eftirminnilegt þegar það tókst." Árni Heimir segir aðspurður að af verkum Nordals sé Umhverfi, sem samið er við yfirmáta fagurt ljóð Hannesar Péturssonar, hans helsta uppáhald, þó að erfitt sé að gera upp á milli. „Það kemur mjög oft fyrir að ég leita í það, enda er það mjög falleg hugleiðing um lífið Árni Heimir Ingólfsson Fyrir Sinfóníu- tónleikana i kvöldætlar hann að fræða gesti Vinafélags Sinfóniunnar um verkJóns Nordal. og Guð og það sem er á bakvið þetta allt saman. „Hve lengi get ég lofsungið þessi fjöll" er upphafslín- an og tónlist Jóns stígur svo vel við þá hugsun. Þetta verk er eitt það eftirminnilegasta sem ég get hugs- að mér," segir Árni Heimir að lok- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.