Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 40
r" y í í 0 i Viðtökumvið fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar |jnafnleyndar er gætt. _#-» r-> q j-> Q rj Q SKAFTAHLÍÐ24,105REYKJAVÍK [STOFNAÐ 7970] SÍMIS505000 690710 111117' Neil Gaiman Hefur komið hingað marg- sinnis og þekkir landið Stjörnuryk íslandsvmurinn Neil Gaiman hefur vafalítið átt sinn þátt í að ísland kom til greina sem landið handan landsins í kvikmyndun á sögu hans Stardust, eða Stjömuryki. En greint hefur verið frá að sú mynd verði kvik- mynduð hér á landi að hluta. Gaiman hefur komið hingað oft og dvalist sér til ánægju. Hann er nefndur sem framleiðandi að myndinni. Þeir Gaiman og Matthew Vaughn sem leikstýrir kvikmyndinni hafa ver- * ið vinir um árabil og lengi haft auga- stað á sögunni, en verið í vandræðum með að finna leikara í hlutverk ungrar konu í vanda, Yvaine. Vom margar af helstu leikkonum Hoilywood prófað- ar fyrir hlutverkið og á endanum hreppti Claire Danes hnossið. Handritið skrifar Vaughn ásamt handritshöfúndi sínum Jane Gold- man. Var ákveðið að ráðast í verkið eftir að leikstjórinn lauk við X-Men 3 í sumar sem leið. Eins og margar sögur Gaimans er þessi um hetju sem fer inn um glufu og kemur í annan heim. Tristan (Charlie Cox) vill vinna hjarta ungrar stúlku (Siennu Miller) og verður að leysa þá þraut að ná í hina hrapandi stjömu, Yvaine (Clare Danes). Sú þraut setur af stað atburða- rás. Brátt em hinar ungu hetjur komnar í stríð við iilan sjóræningja, Captain Shakespeare (Robert De Niro) og illa nom (Michelle Pfeiffer). Stjömuryk er enn eitt dæmið um að framleiðendur Hollywood halda áfram að leita fanga I í fantasíu-skáldskap. ’ Gaiman hefur reynt fyrir sér á komið út á ís- lensku, Kóra- lína, en í henni segir einnig ffá tveimur heim- um, hlið við hlið, og hetju sem gengur þeirra á milli. • Ekki er langt síðan fram- leiðandi danska spennuþátt- arins Arnarins kom hingað til lands til að undirbúa tök- ur á þriðju þáttaröð um ís- lensku ofurlögguna Hall- grím. Elva Ósk Ólafsdóttir hefur hingað til verið fulltrúi þjóðarinnar í þáttunum, auk Maríu Ellingsen, sem brá aðeins fyrir. En nú hafa tvær ungar íslenskar leikkonur gengið í gegnum heilmikla síu á leið sinni til að hreppa bitastætt hlutverk í þátta- röðinni. Talið er að Aníta Briem sé önnur þeirra en ekki er ljóst hvenær ákvörð- unin verður tekin... 1 • íþróttafréttamaðurinn góðkunni Valtýr Bjöm Valtýsson er hættur á Bfaðinu eftir stutta viðveru. Breytingar á starfs- högum Valtýs hafa verið örar á unda- nförnum ámm. Hann hefur eiginlega verið alls staðar ef svo má segja. Áður en hann byrjaði á Blaðinu var Valtýr á X-FM og er reyndar enn. Þar áður var kappinn á Sýn en hrökklaðist þaðan undan Snorra Sturlusyni að því er sagt er. Ekki er vitað hvað varð til þess að Valtýr hætti á Blaðinu... í góðu geimi með Gaiman! J? Ldeái Nokkrir nýjir Dodge Durango Limited á fáranlega lágu verSi. Aðeíns 3.990 þús. Algengt listaverð um 5.500 þús. Lánamöguleikar: Allt að 100% lán. Ábyrgð: Tveggja ára ábyrgS. þjónusuaðilli: Ræsir hf. Litir: Svartur - Dökkblár - Dökkgrár og Silfurgrár. Vél: 5,7 lítra Hemi. 335 hestöfl. Sjálfskipting: 5 þrepa með OD. Drifbúnaður: Sídrif með tölvustýrðum millikassa og háu og lágu drifi. Búnaður: 7 manna, leðurinnrétting, glertopplúga, rafknúin sæti með mjóbaksstuðningi, minni á bílstjórasæti, hiti í sessum og stólbaki frammí, rafknúnar rúður, fjarstýrðar samlæsingar, rafknúnir aðfellanlegir og upphitaðir útispeglar sem dökkna í mikilli birtu, sjálfvirk loftkæling, "17 álfelgur, króm stigbretti, hlífðarpanna undir vél og gírkassa, ABS bremsukerfi, líknarbelgir, hraðastillir ("Cruise Control"), leðurstýri, stokkur með geymsluhólfum í lofti og milli sæta, 3. sætaröð fellanleg niður í gólf, ofl.ofl. Hljómgræjur: 6 diska CD spilari í mælaborði með sjálfvirkum tónjafnara, magnara, MP3 spilara, 9 hátölurum og aðgerðarhnöppum í stýri. Sýningarbíll á staðnum. www.sparibill.is Skúlagötu 17 • Sími: 577 3344

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.