Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Side 10
7 0 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 Fréttir OV Kostir & Gallar Kostirnir eru að Birgir er skemmtiiegur, hreinskilinn og Ijúfur drengur. Ókostirnir eru helst þeir að hann er hræðilegur bar- þjónn og þrjóskur. •jL m „Kostirnir eru að hann erskemmtilegurog hugmyndarikur. Hann er líka með helvlti fín- an aulahúmor sem ég kann að meta. Hann er skemmtilegur tónlistarmaður og það er gaman að vinna með honum, svo er flott hvernig hann pródúsar hlutina. Varðandi ókosti þá myndi ég ekki mæla með honum sem barþjóni miðað við drykkinn sem hann var með í útgáfu- partíinu sínu. Það var algjör viðbjóður. Svo á hann það til að tala stundum ofhratt." Hildur Ingveldardóttir Guönadóttir tónlistarmaður. „Hann er ótrúlega hreinskilinn og Ijúfur drengur. Hann kemur sínum skoðunum og smekk í framkvæmd þrátt fyrir mótmæli og mótbyr. Það ergott að vinna með hon- um og hann er vel skipulagður. Ókostirnir eru þeir að hann er stundum ofþrjóskur og áttar sig ekki alltafá því sjálfur en með hjálp góðra vina kemst hann í gegnum þetta." Þorvaldur H. Gröndal, tónllstarmaður og vinur Curvers. „Kostirnir eru þeir að við Birgir komumst oft aðsömu niðurstöðu án þess að þurfa að fara i gegnum hvert skreffyr- ir sig. Hann hefur einnig mikinn og flottan stll, eiginlega svo mikinn að það er rosalegt. Það fer lltið fyrir ókostunum, eiginlega bara ekki neitt." Alex McNeil, söngvarl Klmono og vinur. Birgir örn Thoroddsen eða Curver er fæddur 1. febrúar 1976. Birgir hefur vakið mikla athygli sem pródúser og fyrir eins manns hljómsveit sína, Curver. Birgir hefur komið víða við í tónlist og unnið með fjöldamörgum þekktum tónlistarmönnum og hljómsveitum. Eln'nig hefur hann hald- ið listasýningar bæði I Klink og Bank og Listasafni íslands. Mannanafnanefnd hef- ur hafnað ósk Birgis um að fá að heita Curver. Glæsilegt úrval af handsmíðuðum íslenskum skartgripum (ÍÁR^) SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi sem heimilar þeim sem í erfiðleikum eiga með að kjósa að velja sér sjálfir aðstoðarmann í kjörklefa. Sævar Helgason, 1 Nýrri lífssjón, félagi þeirra sem misst hafa útlimi, telur að telja megi þá félags- menn á fingrum annarrar handar sem ný lög gagnast. Sævar Helgason Hérfyrir framan Alþingishúsið þar sem nýtt frumvarp hefur verið lagt fram sem auðvelda á handa- lausum og blindum að kjósa. DV-Mynd Valli m■■"■ ■ til hjalpar ÉfeW.; z... __• i æ-í v ' - •• • * >. Mffl Min Sfcip §r j* Ellefu þingmenn, með Sigurð Kára Kristjánsson í fararbroddi, hafa lagt fram frumvarp til laga sem auðvelda á fólki að kjósa sem fyrir á í erfiðleikum með það. Gengur frumvarpið út á að handalausir, blindir og aðrir sem vegna atgervis síns lenda í vandræðum í kjörklefanum, geti sjálfir tilnefnt aðstoðarmann en hingað til hafa þeir þurft að notast við einhvern úr viðkom- andi kjörstjórn. „Vissulega er þetta til bóta en ég held að telja megi félagsmenn okkar á fingrum annarrar handar sem þetta gagnast," segir Sævar Helgason, fé- lagsmaður í Nýrri lífssjón, en það eru samtök þeirra sem misst hafa útlimi. „Sjálfúr er ég einhentur en get kosið og reyndar gert næstum hvað sem er," segir hann. Missti hönd í New York Sævar telur að nýja frumvarpið komi frekar þeim til góða sem eru lamaðir og bundnir við hjólastól og geti sig vart hrært: „Auðvitað er gott að slíkt fólk geti valið einhvem til að aðstoða sig sem það treystir vel og h'ður vel með," seg- ir Sævar sem missti aðra höndina í vinnuslysi um borð í íslensku skipi í höfninni í New York fyrir 25 árum. Þar í landi kynntist hann samtökum þeirra sem misst hafa útiimi og stóð að stofnun þeirra hér á landi fyrir átta „Sjálfur er ég ein- hentur en get kosið og reyndar gert næst- um hvað sem er.“ árum: „Það er oft sem fólk vill ekki þiggja ráðleggingar nema frá þeim sem sjáifir hafa lent í sömu aðstæðum. f því felst styrkur samtaka okkar; Nýrrar lífssjónar," segir hann. 80 félagar Nú em félagsmenn í Nýrri lífssjón um 80 taisins og em aðstandendur þá taldir með: ,Ætii virkir félagar séu ekki um 40 til 50 taisins," segir Sævar sem nú starfar sem gagnastjóri hjá Fiski- fréttum. f fmmvarpi þingmannanna um nýjar aðstæður og aðstoð fyrir þá sem í vandræðum eiga með að kjósa, seg- ir meðal annars: Lagatextinn „Ef kjósandi skýrir kjörstjóm svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónieysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki ffá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoð- ina skal bóka í kjörbókina, að tif- greindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geú sjáifúr skýrt þeim er aðstoðina veitir frá því hvemig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar." Nýju vegabréfin koma um miðjan apríl Ófalsanleg vegabréf með örflögu „Við stefnum að því að nýju vegabréfin verði gefin út frá og með 12. apríl," segir Elín Arnþórs- dóttir, deildarstjóri vegabréfaút- gáfu hjá Útlendingastofnun, um ný vegabréf með örflögu. Nýju vegabréfin eru útlitslega í litlu frábrugðin þeim gömlu en tæknilega séð verða þau mun full- komnari. „Það á ekki að vera hægt að falsa nýju vegabréfin því í þeim er þykk plastsíða þar sem er að finna litla örflögu sem geymir allar upp- lýsingarnar sem eru á síðunum. Tölva les það sem örflagan geymir og það verður að stemma við það sem stendur í vegabréfinu," segir Elín. Sá misskilningur hefur ríkt meðai almennings að eftir að nýju bréfin verða gefin út, falli þau gömlu úr gildi. Elín segir að svo sé alls ekki, þau gömlu gildi áfram og menn þurfi ekki að fá sér ný fyrr en þau gömlu renna út. „Ekki þarf heldur sérstaka árit- un til Bandaríkjanna eftir að þau nýju taka gildi. Gömlu vegabréfin eru með segulrönd sem er tölvu- lesanleg en misskilnings hefur gætt meðal almennings að gömlu bréfin séu ekki tölvulesanleg. Þau eru það en nýju bréfin verða bara fullkomnari með tillitli til þess að ekki verður hægt að falsa þau," segir Elín. Nýju vegabréfin munu aðeins gilda í fimm ár í stað tíu. Elín segir það vera vegna þess að örflögurnar dugi ekki lengur. Til hefur staðið að inn í vega- bréfin verði sett fingraför manna. Þá verður hægt að bera saman fmgraför í vegabréfinu og þess sem á því heldur. Elín segir ekki hafa verið ákveðið enn hvenær af þess- ari breytingu verði sem ætti að tryggja að enginn komist í gegn um tollskoðun nema réttur handhafi vegabréfsins. Gömlu bréfin í fullu gildi Nýju bréfin verða tæknilega fullkomnari en þau gömlu gilda áfram hvert á land sem er, líka til BNA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.