Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006
Sport DV
Markús Máni Verðurlík-
legast ekki áfram hjá
Díisseldorfá næsta tíma-
bili. Erhérí leik með Is-
lenska landsliðinu.
19-25 Leiðin til Þýska-
lands á Sýn.
20.00 Keflavík-Skalla-
&=rrl grímur í undanúrslitum
úrslitakeppni Iceland
Express-deildar karla.
Leikurinn er í beinni á
Sýn.
20.00 Stuðnings-
mannaþátturinn Liðið
mitt á Sýn.
21.40 Saga HM á Sýn.
Keppnin árið 1958 í Sví-
þjóð.
Ólafur Páll
framlengdi
Ólafur Páll Snorrason fram-
lengdi í gær samning sinn við
FH en hann kom þangað til
liðsins í fyrra frá Fylkismönn-
um. Ólafur skrifaði undir nýj-
an tveggja ára samning í gær
og sagði Jón Rúnar Halldórs-
son, formaður knattspyrnu-
deildar FH, við það tilefni að
allir hjá félaginu væru í skýjun-
um vegna þessa. Við sama til-
efni framlengdi Tómas Leifs-
son sinn samning um tvö ár en
hann er sagður vera einn efni-
legasti leikmaður félagsins
sem það bindur miklar vonir
við í framtíðinni.
FH leikur gegn
Djurgárden
FH-ingar munu um helgina
halda til Portúgals þar sem lið-
ið verður við æfingar. Þar mun
liðið hitta fyrir Peter Matzen,
sem fyrir skömmu samdi við
félagið til eins árs. Áður en lið-
ið fer
út
mun
FH leika
æfmga-
leik við
norskt 2.
deildar-
lið sem
verður hér
á landi statt
í æfingaferð
en á þriðjudaginn mun liðið
leika við sænsku úrvalsdeildar-
og bikarmeistarana Djurgárd-
en. Með liðinu leika.tveir ís-
lendingar, þeir Kári Árnason
og Sölvi Geir Ottesen.
ISSA
Markús Máni Michaelsson Maute, handknattleiksmaður í Þýskalandi.
Sagði upp samningnum við Dusseldorf
„Mér finnst ég líka
vera klókur leikmaður
sem les leikinn vel, sér
ákveðna hluti í leikn-
um á undan öðrum."
illa Allan Borgvardt gekk að kom-
ast að hjá úrvalsdeildarliði á Norð-
urlöndunum þegar hann bar höf-
uð og herðar yfir flesta aðra leik-
menn í deildinni. Margir úr ís-
lensku úrvalsdeildinni hafa gert
það gott á Norðurlöndunum,
nýjasta dæmið er velgengni Bjarna
Ólafs Eiríkssonar og Harðar
Sveinssonar í Silkeborg.
„Nei, Allan (Borgvardt) vakti
aldrei mikla athygli í dönsku úr-
valsdeildinni. Þegar hann lék með
AGF var hann hafður á hægri kant-
inum, ekki frammi þar sem hon-
um líður best, og náði hann sér
aldrei almennilega á strik vegna
þessa."
Baksíðufrétt
Og Dyring segir að afrek
Borgvardts á íslandi hafi sjaldan vak-
ið sterk viðbrögð í sínu heimalandi.
„Þegar hann var valinn leikmaður
ársins í fyrra skiptið (2003) kom frétt
um það á baksíðu BT, einu stærsta
dagblaði Danmerkur, en mikið
meira hefur það ekki verið."
En þó svo að þeir nafnamir hafi
mikið rætt saman um fótbolta og FH
á undanfömum vikum þótti þeim
mun áhugaverðara að ræða um börn
en þeir em báðir nýbakaðir feður.
„Fyrir ári síðan töluðum við bara um
fótbolta en nú komst ekkert annað
að en bömin," sagði Dyring og hló.
Kærasta hans og bam em væntanleg
hingað þann 10. apríl og segir hann
að stefhan sé að búa hér á landi
næsta vetur.
„Við heimsækjum sjálfsagt fjöl-
skyldur okkar í fáeinar vikur en ann-
ars höfum við heyrt svo mikið um ís-
land að við verðum að sjá það með
eigin augum."
eirikurst@dv.is
Landsliðsmaðurinn Markús
Máni Michaelsson Maute hefur sagt
upp samningi sínum við þýska úr-
valsdeildarliðið Dússeldorf sem nú
stendur í ströngu í deildinni en liðið
er í mikilli fallhættu. Markús samdi á
sínum tíma til þriggja ára, með upp-
sagnarákvæði eftir tvö ár sem hann
hefur nú nýtt sér. Hann segir þó að
engin illindi búi að baki þessari
ákvörðun, eins og margur gæti hald-
ið.
„Það er alls ekki óvenjulegt að
menn geri þetta. Mér hefur gengið
mjög vel í Dússeldorf
og hef ég því
ákveðið að nýta /•
mér uppsagnará-
kvæðið og skoða
hvaða möguleikar ’
mér standa til boða,"
sagði Markús við DV sport
í gær. Hann sagðist ekki ein- M
ungis vera með tilboð frá þýsk-
um úrvalsdeildarliðum. „Það er
aldrei að vita hvað er í stöðunni eins
og er."
En fari svo að Dússeldorf bjargi
sér frá falli gæti vel farið svo að
Markús semji við liðið upp á nýtt.
„Ég ætla ekki að útiloka neitt og það
er alveg með í myndinni að ég verði
hér í eitt ár til viðbótar."
Markús missti af EM í Sviss vegna
meiðsla sem hann varð fyrir í leik
með Dússeldorf í haust en hann var
valinn í æfingahóp Alfreðs Gíslason-
ar, nýs landsliðsþjálfara, sem kemur
saman í Mag-
deburg yfir pásk-
ana.
eirikrust@dv.is
Allan Dyring hefur undanfarið eitt og hálft ár leikið með FC
Fredericia í dönsku 1. deildinni við góðan orðstír. Hann varð
markahæstur í fyrra og skoraði á fyrri hluta tímabilsins í ár
átta mörk í fimmtán leikjum. Sjálfur segist hann vera klókur
leikmaður sem er baráttuglaður en jafnframt markaskorari.
„Allan Borgvardt er leikmaður
sem ef til vill rekur boltann á und-
an sér en ég er baráttumikill leik-
maður sem skorar mikið og gefur
margar stoðsendingar," sagði All-
an Dyring í samtali við DV sport í
gær. „Mér finnst ég líka vera klók-
ur leikmaður sem les leikinn vel,
sér ákveðna hluti í leiknum á und-
an öðrum."
Dyring er 26 ára gamall og lék
með nokkrum félögum í Dan-
mörku áður en hann kom til
Fredericia. Þar var hann með
samning út tímabilið en þar sem
hann vildi ekki skrifa undir nýjan
samning ákvað stjórn Fredericia
að selja hann nú og fá þannig sem
mest fyrir hann, þótt þeir vildu
helst halda honum.
Góður andi
En hingað er hann kominn eftir
að hafa ráðfært sig við Tommy
Nielsen og Borgvardt, sem er
æskuvinur nafna síns. „Ég er að-
eins búinn að vera hérna í tvo
daga en það hefur komið mér
þægilega á óvart hversu góður
liðsandinn er og hversu vel strák-
arnir hafa tekið mér. Þeir eru mjög
opinskáir og hafa hjálpað mér
mikið. Ég hafði heyrt mikið um fé-
lagið og íslensku deildina, hvað
væri gott og slæmt, frá bæði Allan
og Tommy og ákvað að slá til þeg-
ar tækifærið bauðst."
Vakti aldrei athygli
fslenskir knattspyrnuáhuga-
menn hafa furðað sig á því hversu
sportbar.is.
BOLTINN I BEINNI
VEISLUSALUR
afmwll, r l gí»sir og c*ínka<u*mkv«mi-,
POOL & SNOKER,
Hverfisgata 46 s: 55 25 300
íslandsmeistarar FH tilkynntu í gær um að samið hafi verið við tvo danska
knattspyrnumenn sem munu leika með liðinu í sumar. Annar þeirra, Allan Dyr-
ing, skrifaði undir tveggja ára samning en hinn, Peter Matzen, samdi til eins árs.
Allan sagði i samtali við DV sport að hann væri klókur leikmaður sem skoraði
mörg mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar.
Eg skora mörg mörk