Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 3I. MARS 2006 Fréttir DV Tekinn á 194 kílómetra hraða Lögreglan í Reykjavík stoppaði tvítugan ökumann aðfaranótt fimmtudags sem ók á 194 kílómetra hraða á klukkustund. ökumaðurinn var stöðvaður á Vesturlands- vegi á móts við Hafravatns- afleggjarann. Lögreglan í Reykjavík segir að mikið sé um hraðakstur upp á síð- kastið og á einum sólarhring stöðvaði lögreglan 18 öku- menn fyrir of hraðan akstur. Af þeim voru 14 á yfir 100 kílómetra hraða á klukku- stund í þéttbýli. Þrjú innbrotí Austurbænum Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um þrjú innbrot í Austurbæ borgarinnar aðfara- nótt fimmtudagsins. Brotist var inn í fyrir- tæki og iðnaðarhús- næði og virðast sömu innbrotsþjófamir hafa verið að verki í öllum tfifellunum þar sem samskonar innbrots- aðferðir voru notaðar. Inn- brotsþjófurinn eða þjófamir hafa enn ekld náðst en málið er í rannsókn. Vestfirðingar gefa smáfuglum Náttúrustofa Vestfjarða minnir Vestfirðinga á hag smáfugla í vetrarhörkunni sem geisar þessa daganna, að sögn bb.is. Hefur stof- an sent út leiðbeining- ar hvernig best sé að fóðra fuglana og má finna þær hjá Fuglavemdarfélagi íslands. Nokkuð er um að fuglar hrekist vestur yfir vetrar- hörkurnar og því tilvalið að létta þeim lífið með því að gefa þeim brauð eða fleira sem finna má á vef fugla- verndunarfélagsins. Verkstæði illa séðíhesthúsi „Vegna ítrekaðra at- hugasemda við notkun húsnæðisins að Stekkjar- vaði 9 bendir nefndin á að notkunin samrýmist ekki gildandi skipulagi svæðis- ins," segir í bókun skipu- lagsnefndar Árborgar sem er ósátt við að eitt hetshús- anna í hesthúsabyggðinni í Stekkjarvaði sé notað sem trésmíðaverkstæði. Kópavogskaupstaður hélt 1400 manna árshátíð í Fífunni á laugardagskvöldið. Þar söng Bubbi Morthens sex lög og Örn Árnason var veislustjóri. Kostnaður setur nú svip á allar samræður bæjarstarfsmanna á kaffistofum bæjarskrifstofanna. Bubbi söng sex lög lyrir 400 púsimd kpónur Kostnaður vegna skemmtikrafta á árshátíð Kópavogskaupstaðar sem haldin var í Fífunni síðasdiðið laugardagskvöld skekur nú kaffistofur og afdrep starfsmanna á bæjarskrifstofunum. Altalað er, og um fátt annað rætt, en að Bubbi Morthens hafi tekið 400 þúsund krónur fyrir að syngja sex lög á árshátíðinni og Örn Árna- son leikari þegið 250 þúsund krónur fyrir veislustjórn. „Ég man ekki hvaða lög Bubbisöng en mig minnir að hann hafi tekið Rómeó og Júlía" Bubbi Morthens Fékk 66 þúsund krónur fyrirhvert lag sem harm söng fyrir bæjarstarfsmenn f Kópavogi á árshátíð þeirra á laugardagskvöldið. „Ég gef engar upplýsingar um kostnað vegna þessa en vissulega kem- ur allt fé vegna verka á vegum bæjar- ins úr sameiginlegum sjóðum bæjar- búa," segir Linda Udengaard, sem sat í skemmtinefnd vegna árshátíðarinn- ar. „Þetta tókst allt vel og tfi þess verð- ur að líta að Bubbi er svo sannarlega Kim Larsen íslands," bætir hún við en vísar að öðru leyti á formann árshátíð- amefiidar, Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóraíKópavogi. Fluttur í bæinn „Þessar tölur eru fjarri lagi og ég gef ekkert upp um samninga við lista- mennina enda kom ég ekki nálægt þeim. Þeir áttu það hins vegar all- ir sammerkt að vera Kópavogsbúar," segir Gunnar bæjarstjóri og vísar þá tfi þess að eftir skilnaðinn við Brynju flutti Bubbi af Seltjamamesinu í nýja hverfið ofan við Elliðavatn sem tfi- heyrirKópavogi. Fékk lóð en ekki pening „Og hvað veislustjóm Amar Áma- sonar viðvíkur þá fékk hann ekkert greitt vegna þess að hann er nbýbúinn að fá lóð hjá okkur. Ég borga honum kannski aukalega með konfektkassa fyrir næstu jól," segir Gunnar I. Birg- Rómeó og Júlía Þrátt fyrir þetta hefur DV áreiðan- legar heimfidir fyrir þeim upphæðum sem að framan greinir. Fjögur hundr- uð þúsund krónur fym sex lög þýðir að Bubbi hafi fengið um 66 þúsund krón- ur fyrir hvert lag sem hann söng á árs- hátíðinni í Fífunni. „Ég man ekki hvaða lög Bubbi söng en mig minnir að hann hafi tek- ið Rómeó og Júlía," segir bæjarstjórinn sem eins og aðrir skemmti sér vel á árshátíðinni í Fífunni. 1400manns „Þetta var flott árshátíð og hér vom um 1400 manns," segir Ásta B. Gunn- laugsdóttir, umsjónarkona Fífunn- ar, sem sjálf komst ekki á ársháti'ðina þar sem hún þurfti að fylgja eigin- manni sínum, Samúel Emi Erlingssyni íþróttafréttamanni, á árshátíð Rfldsút- varpsins sem haldin var sama kvöld. „En ég leit héma við en sá ekki Bubba. Því miður," segir Ásta í Fífunni. Gunnar Birgisson Gefur ekkert upp um samninga við listamenn nemaþað að þeir hafí allir verið Kópavogsbúar - þar á meðal Bubbi sem er fluttur íbæinn. Sopinn góður í Skagafirði Svarthöfði á rætur að rekja tfi Skagafjarðar og þykir sín heima- sveit að sjálfsögðu mest og best allra á landinu. Það gladdi hans hjarta ósegjanlega að sjá hér í blað- inu að Skagfirðingar geta bætt enn einni skrautfjöðurinni í hatt sinn. Þeir eiga orðið óumdeilanlega þrek- mestu stúlku landsins þegar kem- ur að drykkju áfengis. Eldra viský og yngri konur var eitt sinn sungið um en þessi stúlka sameinar þetta tvennt í eitt svo um munar. Lét sig ekki muna um að sporðrenna 34 staupum af sterku áfengi í nær ein- um rykk og fór svo á barinn tfi að Hvernig hefur þú þaö Svarthöföi 1 skola þessu niður með einum eða þremur bjórum. Og stóð á löppun- um það sem eftir var kvöldsins þegar aðrir vom löngu sofhaðir eða komn- ir á sjúkrahús með áfengiseitrun. En okkar stúlka varð ekki einu sinni timbruð á eftir. Það er leitun að hörkugellum sem þessum á landinu. Nú þegar allir dýrka heilalausar blondínur af báðum kynjum sem hafa h'tið fram „Ég hefaldrel haft það betra“segir Þorsteinn Stephensen hjá Herra Örlygi. „Égá litla þriggja og hálfs mánaðar dóttur sem hefur breytt lífinu og gert þaö enn stórkostlegra. Svo erum við að byrja með nýtt frábærlega skemmtilegt festival sem heitir Vorblót, eða Rite of Spring á ensku. Skemmtilegir tónlistarmenn, meðal annars frá Brasillu, Balkanlöndunum, Svlþjóö og Skotlandi koma til landsins dagana 27. til 30. aprtl og verða með tónleika ásamt íslenskum tónlistarmönn- um vlða um borgina. Ég á von á að þetta festival verði afsvipaðri stærðargráöu og lceland Airwaves I náinni framtlö." að færa annað en „gasseigirðu" eða „skillirðu" í mislélegum sjónvarps- þáttum um andlaust skemmtanalíf- ið í höfuðborginni er gott að vita af raunverulegum beibum í Blöndu- hlíðinni. Beibum sem geta drukkið hvaða sjómann sem er undir borðið áður en viðkomandi hefur svo mikið sem stunið upp úr sér „gassegirðu". Svarthöfði vonar að þetta sé upp- hafið að útrásinni úr innsveitum Skagafjarðar inn í skemmtanalífið hér fyrir sunnan. Það væri fengur að þessari stúlku sem innslag í einn af þessum sjónvarpsþáttum. Hún gæti lagt blondínuna Gillzenegger í sjó- mann, andað áfengiseitrun fram- an í Áma Kolbeins eða rutt barinn á Oliver í einum rykk. Það væri sjón- varpsefni af viti. Skagfirðingar hafa æti'ð haft orð á sér sem gleði- og hestamenn og nú bæta þeir enn einni skrautfjöðurinni í hatt sinn. Við bíðum spenntir eftir að Skjárinn eða Sirkus setji á kopp- inn raunveruleikaþátt beint af Bam- um á Sauðárkrók þar sem klámkyn- slóðin að sunnan reynir að drekka skagfirskar meyjar undir borðið. Áfram Skagafjörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.