Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Side 31
DV Siðasten ekki síst FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 31 Spurning dagsins Hvervinnur Idolið? BríetSunnasigrar „Ég held að Bríet Sunna sigri þetta. Hún er „ best afþeim sem eftir eru." Lilja Ósk Diðriksdóttir nemi. „Snorri, því hann ergóður söngvari." Elva Þorsteins- dóttir nemi. „ína vinnur þetta, enda með bestu röddina." Thelma Þrastar- dóttir nemi. „Ég hef ekkert fylgst með þessu." Sigurbjörg M. Lárusdóttir „Ég hef voðaiega lítið fylgst með Idolinu." Haraldur Ari Stefánsson. Aðeins þrír keppendur eru eftir í Idol-Stjörnuleit og spennan magnast með hverjum föstudeginum. Ófáir landsmenn munu stilla sjónvarpið sitt á Stöð 2 í kvöld þegar keppendurnir sem eftir eru stíga á stokk. RÚV rifið úr nefnd í gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar rifið út úr mennta- málanefnd iilþíng- is þrátt fyrir ósk- ir nefndarmanna um ítarlegri umfjöllun og ábendingar um að veigamikl- um spurningum væri ósvarað. En menntamálaráð- herra og útvarps stjóra liggur á. Þorgerður Bátr- ín Gunnarsdótt- ir, ráðherra, og nýskipaður út- varpsstjóri, Páll Magnússon, hafa ákaft kallað eftir stuðningi við að hlutafélagavæða RÚV og hefur útvarpsstjórinn ekki látið sitt eftir liggja í áróðr- inum, innan stofn- ^ unar sem utan, síðustu daga og vikur. Hversu rétt ' það er að hann beiti sér í þessu efni á þennan hátt læt ég liggja á milli hluta i að sinni. Pólitískir síamstvíburar Efasemdir minar spretta m.a. af þvi að hlutafélagavæðing RÚV mun veita honum aukin völd og áhrif og að öllum likindum einn- ig hærri laun því hlutafélagavæð- ingu fylgja yfirleitt kjarabætur fyrir æðstráðendur. Hógværari aðkomu að málinu hefði ég tal- ið trúverðugri. Menntamálaráð- herrann og útvarpsstjórinn hafa komið fram nánast eins og pól- itískir síamstvíburar í málinu allar götur frá því þau kynntu frumvarpið um hlutafélagavæð- ingu RÚV sameiginlega í Kast- Ijósi Sjónvarpsins á dögunum. J>á fáranlegu uppákomu gagn- rýndi ég harðlega á Alþingi og saknaði ég þess óneitanlega mjög að sú gagn- rýni skyldi ekki fá viðeigandi umfjöllun i fréttum Sjónvarps. Þjóðareignin Ríkisútvarpið Nú kemur til kasta Alþingis. Á end- anum mun reyna á stjórn- armeirihlut- ann á þingi. Gæti krafta- verkið gerst? Gæti það gerst að stjórnarmeiri- hlutinn losaði sig úr viöjum ein- sýnnar hug- myndafræði og spyrði hvað skyn- samleg- ast og rétt- mætast sé aðgeraviðþá þjóðareign okk- ar sem Ríkisútvarpið er? Er það rétt og skynsamlegt að fjarlægja þessa eign eig- endum sinum, þjóðinni, eins og frumvarp ríkisstjórnarinn- ar gengur út á, eða á að styrkja tengslin við þjóðina? Auðvit- að á að gera hið síðarnefnda. Illa væri mér brugð- ið ef starfsmenn Rik- isútvarpsins sjá ekki að síðari kosurinn er ekki aðeins í þjóð- arhag, held- ur einnig þeim í hag. rfluqu þau ur hreiorinu eitt af t öðru, einsog gengur, og ég var em á minu heimili þangað til fyr- ir sex árum. Mér fannst gott að vera ein og hefur reyndar alltaf þott, ég hef alltaf haft nóg við k að vera, haft morg J \ áhugamál og ver- / \ iosjálfri mér / —nóg.“ öu Vigdís Grímsdóttir skrifar um orsök og afleiðingu Það segja margir að allt lífið sé orsökum og af- leiðingum bundið. Ég var svona um daginn að ræða þetta við vin- konu mína sem fædd er 1920 og er því orðin 86 ára gömul. Hún gaf lítið fyrir þessa yfirdrifnu heimspeki kenningu, einsog hún kallaði hana, og þótti hún reyndar argasta þvæla því lengur sem hún tal aði. Hún sagði: „Tökum bara lífshlaup mitt sem dæmi, ég kem ekki auga á að það lúti þessum lögmálum. Sjáðu til, ég el ein upp þrjú böm vegna þess að maðurinn minn fór í sjóinn þegar ég var þrítug. Ég vann einsog ég hafði mátt til og oft meira en ég hafði getu til. Ég borgaði mína skatta og skyldur og hélt heimili fyrir börnin mín. É var heppin með börn, lenti aldrei í neinum telj- andi vandræðum með þau; þau fengu sína mennt- un og fóru reyndar öll í háskóla og luku þaðan prófi; einn í lögfræði,.einn í læknisfræði, einn í kennslu. Eg var ánægð með það og styrkti þau á allan máta. Nú, svo flugu þau úr hreiðrinu eitt af öðru, eins- og gengur, og ég var ein á mínu heimili þangað til fyrir sex ámm. Mér fannst gott að vera ein og hef- reyndar alltaf þótt, ég hef alltaf haft nóg við að vera, haft mörg áhugamál og verið sjálfri mér nóg. Ég mat sem sé líf mitt að verðleikum og þótti auðvit- að gaman þegar ég fékk barnabörn og barnabarnabörn í heimsókn, fannst ljúft að sjá fjölskylduna mína stækka og koma sér vel fyrir í lífinu. Stundum var ég meira að segja nokkuð ánægð með sjálfa mig að hafa komið á legg svona stórri fjölskyldu sem gerði þjóðfélaginu gagn svo um munaði. En svo líður tíminn og eftir að hafa verið ein í öll þessi ár verð ég fyrir því að detta illilega á svelli og mjaðmagrindarbrotna. Hvað ég var að þvælast útí veit ég ekki enda skiptír það engu máli í dag. Ég náði mér aldrei alveg, einsog þú veist, og hef verið hölt og oft rúmliggjandi síðan. Nú voru auðvitað góð ráð dýr, börnin mín öll föst í vinnu, heilbrig^ og dugandi fólk sem kom því ekki við að hýsa mig. Ég skildi það, langaði reyndar ekki til að vera upp á þau komin og þóttí því ekki óvitlaust að fara á elliheimili. Ég fékk inni og var nokkuð sátt við það þangað til að mér var sagt að ég yrði að vera með annarri konu á herbergi. Önnur úrræði fyndust ekki. Mér var, sem sagt, nauðugur einn kostur að flytja inn á herbergi með annarri manneskju, eyða síðustu árunum með manneskju sem ég þekkti ekki neitt. Hefði mig grunað að ég ætti eftir að enda líf mitt á heimavist hefði ég ekld trúað því. Ég var einu sinni mað- ur með mönnum. En þar sem ég er núna haltur og gam- all einstaklingur hef ég engin mannréttindi lengur enda minnist ég þess ekki að ég sé spurð álits um eitt né annað. Og vittu til, þetta er bara blíðlegt dæmi, ég mátti nefnilega þakka fyrir að lenda ekki á fjögurra manna herbergi. Þú talaðir um orsakir og afleiðingar. Útskýrðu dæmi^* mitt fýrir mér og slepptu eðlisfræðinni." Ég gat auðvitað ekkert sagt annað en það sem ég sagði: Það er skítalykt af málinu og þeirri skíta- lykt þarf að eyða. Hvemig? Jú, með því að horfast í augu við brotalamir og blindu kerfisins og virða það fólk sem gerði okkur allt mögulegt. Það er einfaldlega skömm að því hvernig við búum að mörgu öldmðu fólki; skömm sem okkur er ekki sæ- mandi. Hefjumst handa strax. Fyrr getum við ekki talað um okkur sem stolta þjóð. Þangað til erum 'rið bara lífsins máttlausir aumingjar. j allari’ Sigurjón Kjartansson Ogmundur Jónasson alþingismaður skrifar á ogmundur.is hugleikur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.