Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2006 Fréttir DV Flest bendir til þess að Leifur Björnsson, tiltölulega óþekktur 25 ára tónlistarmaður úr Reykjavík, sé á leið til LA þar sem hann mun keppa við 49 aðra unga tónlistarmenn víðs vegar að úr heiminum um að komast í súpergrúppuna Supernova. Þar fer fyrir slarkarinn Tommy Lee úr Mötley Crúe sem þekktastur er fyrir samband sitt við Pamelu Anderson. Fyrir ellefu árum Svarthöfði man eftir því þegar Hrafnhildur Hafsteinsdóttir var kjörin ungfrú ísland eins og gerst hafi í gær. í gær fyrir ellefu árum. Svarthöfði hélt alltaf með Hrafn- hildi í keppninni og steytti hnef- ann af ánægju þegar úrslitin voru kunn. Á öðrum stað á sama tíma var Bubbi iðinn við kolann líkt og venjulega. í sumarbyrjun 1995 gaf hann út plötuna Teika með fé- laga sínum Rúnari Júlíussyni und- ir merkjum GCD. Þeir tóku saman á ný eftir nokkurra missera hlé og voru í miklu stuði á plötunni, sem innihélt lög eins og Ég sé ljósið, Svarthöfði Konur og vín og Vímuefnahrað- lestin. Minning sem yljar Vestur- bæingum er síðan vordagurinn árið 1995 þegar Bubbi gaf KR-ing- um lagið Við erum KR, sem hann samdi í tilefni af 95 ára afmæli fé- lagsins. Allt eru þetta bautasteinar í nútímasögu íslendinga. Líkt og þegar Framsóknarflokk- urinn gekk til liðs við sjálfstæðis- menn vorið 1995. Sagði skilið við vinstra megin við miðju. Vorið Leifup á leið í Roch Star 1995 byrjaði efnahagurinn að rúlla á yfirferð, netsprengjan byrjaði að tútna út og þjóðfélag dagsins í dag var grunnað. Svarthöfði man líka eftir góðri mynd sem hann sá í bíó þetta vor, Ed Wood. Það var persóna Svart- höfða að skapi. Trúr sinni sann- færingu, jafnvel þegar að því kom að fara í bleikar angórupeysur. Það var Svarthöfða að skapi og hjálpaði. Jörðin snerist um möndul sinn og um sólu. Samfélagið iðaði. Hrafnhildur og Bubbi vissu af hvort öðru en náðu ekki saman. Til þess þurfti tímann. Og nú hefur hann séð um sitt. Svarthöfði „Ég hefþað mjög gott þessa dagana," segir Kristin Jóhannsdóttir ferðamála- fulltrúi Vestmannaeyja. „Við erum á fullu að undirbúa ferðamannatíðina í sumar. Ætium að byrja með hvelli næstu helgi er Hippaballið verður haldið hér. Stefnum á að það verði besta Hippaball frá upphafi." „Ég get ekki staðfest neitt í þeim efnum. Hef ekki fengið neitt skriflegt. Málið er að þeir hringdu og sögðu að ef ég fengi land- vistarleyfi kæmi flugmiði í pósti. Hringdu svo aftur og sögðu mig eiga von á FedEx-sendingu. Ég veit ekkert hvað er í pakkan- um," segir Leifur Björnsson pollrólegur. Supernova Slarkaralegirmeð hinn illræmda Tommy Lee, sem þekktastur er fyrir samband sitt við Pamelu Anderson, í broddi fylkingar. Kanónur í áheyrnarprófi Ýmsirþekktir tónlistarmenn reyndu sitt til að komast áfram í Rock Star og ekki er öll nótt úti enn Svo virðist sem Leifur sé kominn í fimmtíu manna úrtak fyrir sjón- varpsþáttinn Rock Star en tökuliö á vegum þáttanna var hér á landi í apr- íl og stóð fyrir áheyrnarprófi. Þætt- irnir voru fýrir skömmu á Skjá ein- um en þá var ástralska hljómsveitin INXS að leita eftir forsöngvara. Næsti þáttur snýst um hliðstæða leit súpergrúppunnar Supernova sem ekki skipa minni menn en Tommy Lee úr Mötley Crúe, Jason Newsted úr Metallicu og Gilby Clarke úr Guns N’ Roses. Þvílíkar kanónur í áheyrnarpróf Á Gauldnn í áheyrnarpróf voru mættar margar stjörnur íslensks tón- listarlífs: Jenni úr Brain Police, Krist- ófer úr Lights on the Highway, Matti og Pétur úr Dúndurfréttum, Magni úr Á móti sól, Hreimur úr Landi og sonum, Heiða úr Unun, Gunni Óla úr Skímó og Idol-stjarnan Davíð Smári. Og Leifur sem líklega fáir hafa reiknaö með. „Þetta voru náttúrlega þvílíkar kanónur," segir Leifur sem gerði sér engar sér- stakar væntingar. En þótti reyndar sérkennilegt hvað honum var hald- ið lengi í úrshtunum og látinn spila mörg lög. Leifur, sem er 25 ára og búsettur í Reykjavík ásamt unnustu sinni, er reyndar enginn nýgræðingur. Hann hefur spilað heilmikið til dæmis með hljómsveitinni Hoffmann og með vini sínum Smára Tarfi en það var einmitt fýrir áeggjan Smára sem Leifur fór í álieyrnarprófið. Leifur starfar í Tónastöðinni Skip- holti við að selja gítara og panta jafn- framt inn ýmsar græjur fyrir hljóðver. Hann segist reyndar fýrst og fremst vera gítarleikari og hefur síður en svo á móti því að lenda í hljómsveit með Gilby Clarke en Guns N' Ros- es hefúr frá barnæsku verið í miklu uppáhaldi hjá honum. Slarkaralegir í Supernova „Mér sýnist þetta harðara en INXS sem er meira popp," segir hann að- spurður um hina slarkaralegu ímynd þeirra sem í Supernova eru. Næsta skref í Rock Star er að til LA er boðið í sumar 50 manns víðs veg- ar að úr heiminum og úr þeim hópi eru valdir 15. „Já, komist maður í þann hóp er það þriggja mánaða prósess. Sem er soldið „heavy"," segir Leifur að- spurður hvernig honum lítist á ef allt gengur upp - með öllum hugsanlegum Æp fyrirvörum. H „Þettaleggstbara vel í mig. Eg hef alltaf verið að gera ^ÉI3 mína eig- jfif list. Leifur Björnsson Fiestbendir til þess að hann sé á leið til LA sem kandídat I Rockstar. „Ja, komist maður í þann hóp er það þriggja mánaða prósess. Sem er soldið „heavy'"' Væri gott að geta náð sér í einhverja kontakta. EkJd að ég sé að byggja neinar skýjaborgir. Er rólyndismað- ur. En svo setur maður spurningar- merki við, komist maður áfram, hvað þetta er langur tími, vont að missa úr vinnu og annað slfkt." jakob@dv.is 23? S? Ofsahraði á tíunda degi Sautján ára maður með 10 daga gamalt ökuskír- teini var stoppaður af Lög- reglunni í Kópavogi á 144 kílómetra hraða á klukku- stund aðfaranótt mánu- dags. Ungi maðurinn var að aka á Reykjanesbrautinni til móts við Smáralindina þeg- ar hann var stöðvaður. Lög- reglan í Kópavogi stöðvaði einnig sex aðra ökumenn á sama tíma fyrir of hraðan akstur. Fyrirmyndar- ökumenn á Akureyri Lögreglan á Akureyri tjáði blaðamanni DV að við hraðamælingar á Hjalteyr- argötu á Akureyri í gær hafi 160 ökumenn verið mæld- ir á tæpum tveimur tímum og einungis einn ökumaður mælst á of miklum hraða. Segir lögreglan að hugsan- lega sé stressið minna á Akureyri en í Reykjavík og þess vegna aki bæjarbúar frekar á löglegum hraða um bæinn. Sumardekk ekki tímabær Lögreglan úti á landi lít- ur framhjá því að ökumenn séu ekki komnir á sumar- dekk þrátt fyrir að lög segi til um að eftír 15. aprfl eigi allir að vera búnir að skipta um dekk. Lögreglan á fsa- firðisegirað ekkiséhægt að fara eftir dagatalinu hvað þetta varðar þar sem enn er snjór og hálka á vegum. Á Selfossi tekur lögreglan í sama streng og segir að mikil hálka hafi myndast á Hellisheiðinni og ekki stætt á því að sekta ökumenn sem eru enn á nagladekkj- um. Segir lögreglan að stundum réttlæti nauðsyn og skynsemi það að brjóta lög. Hvernig hefur þú það?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.