Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2006 Menning DV Ég man þegar við gengum til spurninga í Neskirkju og sr. Jón Thorarensen rak Jóa út úr kirkjunni til að hrækja tyggjó- inu með þeim orðum að slíkt notuðu aðeins „glæpamenn, Ameríkanar og svoleiðis dót". Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is (Þórarinn Eldjárn, Ég man.) %k'.SÉ Magnús Magnússon kvikmyndageröarmaður Myndir hans verða sýndar i B æjarblói I kvöld. Náttúrumyndir Magnusar Kvikmynda- safn íslands hefurá vordagskrá sinni nokkrar íslenskar náttúrulífs- myndir þriggja höfunda, þeirra Magnúsar Magnús- sonar, Þorfinns Guönason- ar og Páls Steingrfmssonar sem allir eru þekktir fyrir kvikmyndagerð sína í þeim geira. Fyrstur ríöur á vaðið Magnús Magnússon en myndir hinna tveggja verða svo sýndará næstu tveimur vikum. Magnús Magnússon hefursterkar taugar til náttúrunnar og Iftur á kvikmyndagerð slna sem fræðslu fyrir almenning þar sem hann vill vekja fólk til umhugsunar um náttúru- vernd. Alls eru myndir Magnúsar orðnar 58 talsins og fjalla allar um Islenska náttúru. Hann er nú að Ijúka vinnu viö nýjustu mynd sína; um fálkann. I kvöld kl. 20 og á laugardaginn kl. 16 verða sýndar eftirtaldar myndir Magnúsar: Mývatn (1986). Mynd um fugla- og dýralífið viö Mývatn, bæði undir og ofan yfirborösins. 27 mln. Fuglabjörg (1986). öll helstu fuglabjörg landsins skoðuð og bent á mikilvægi þess að raska ekki llfrikinu. 45 mln. Hinn helgi örn (1997). Mynd til varnar erninum, sem var I útrýming- arhættu og hvernig hann kemst afí þessu harðbýla landi. 30 mln. Hvert fara þeir? (2001). Gerð I tilefni af 100 árra sögu fuglamerk- inga I heiminum og 75 ára afmæli merkinga á Islandi. 30 mín. Kvikmyndasýningar Kvikmyndasafns Islands eru I Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði alla þriðjudaga kl. 20 og laugardaga kl. 16. Erla um útrás kvenna Lokafyrirlestur fundaraðar Sagnfræð- ingafélags Islands „Hvað er útrás?" verður I Þjóðminjasafni Islands I hádeginu I dag. Fyrirlesari erErla Hulda Halldórsdótt- ir, doktorsnemi Isagnfræði, og hún ætlarað fjalla um Útrás kvenna. Þar áhún við útrás kvenna úr hefðbundnu hlutverki, úrþeim kvium sem þeim hafa verið ætlaöar um aldir. Þetta erstórsögulegtyfirlitþar sem gripið verður niðri hér og þar í útrásarsögu kvenna frá siðari hluta 19. aldar til merkilegs risaeðluteitis! Lundúnum snemma á þessu ári. Örvar Þóreyjarson Smárason er einn af Nýhil-genginu og hann sendi frá sér ljóða- bókina Gamall þrjótur, nýir tímar seint á síðasta ári. Bókin heillaði Davíð A. Stef- ánsson ekki við fyrsta lestur, en það átti eftir að breytast... Rómantíshar hrákaslummur Ljóðabókin Gamall þrjótur, nýir tímar eftir örvar Þóreyjar- son Smárason er nefnd hin fyrsta í ljóðaseríu Nýhils, Norrænar bók- menntir. Fyrri hluti seríunnar kom út í fyrra en síðari fimm ljóða- bækurnar af níu eru væntanlegar á vordögum. Serían er metnaðar- fullt útgáfuverkefni úr grasrótinni, bækurnar aðeins seldar allar níu saman, útlit er samræmt og vand- að í organískum og gamaldags stíl. Guðni fengi fiðring Gamall þrjótur, nýir tímar er ærslafull ljóðabók, stútfull af for- tíðarþrá. Draumurinn er að yfir- gefa bæði nútímann og alvarleik- ann sem honum fylgir og hverfa aftur inní náttúruna og barndóm- inn þar sem er meira en í lagi að elska fegurðina, leikinn og horið sem rennur úr nefinu. Upphafs- orð bókarinnar gefa þetta sterkt til kynna: „allar saumakerlingarnar/ eru horfnar/úr þorpinu//nýir tím- ar/ætla þeim aðra hnappa//væri ég örlítið yngri/myndi ég hrekja nútímann/í burtu með nagla- spýtu/eða priki/eða kekkjóttum hrákaslummum [...]“ (bls. 6-7). Bókin er gríðarlega rómantísk og afgerandi afturhvarf til náttúru- dýrkunar og persónulegrar skynj- unar einstaklingsins á lífi og til- veru. Jafnvel Guðni Ágústsson fengi fiðring í þjóðerniskenndina við lestur á eftirfarandi línum, þótt ekki sé sauðkindin dýrkuð hér sem úrvals hráefni í fínustu matargerð: „sauðkind prílandi//ást mín á þér/ gefur ull í munn/ef um ást er hægt að tala//aldrei myndi ég þó bíta/ þér á lær/en fýrir forvitnissakir/ leggjast á spena þína//líklega læt ég þó nægja/að dást að ullnri feg- urð þinni/úr fjarska/þegar þú príl- ar/í grjóti og klettum//og máske jarma á móti/ástarjátningum þín- um" (bls. 28-29). Inn á milli er svo að finna í bók- inni fjörug, músíkölsk ljóð, sem að sama skapi eru full af fortíðar- þrá. Eitt besta ljóð bókarinnar er af i þeim toga: Gamall þrjótur, nýir tímar Örvar Þóreyjarson Smárason Nýhil-útgáfa Úr Ijóðaseriunni Norrænar bókmenntir 2005 ★ ★★★☆ Ljóðlist mikið er égjjörugur mœnu spíttaður þörungur þrœði óra útfjörur baðkarinu ííííí í stafni stendur skipsdrjólinn það er ég með sjóhattinn baðhettuna, danshjálminn fiskeldiskerinu ííííí skransa ég uið fuglabjarg yfirgnœfl ástargarg ilma aflýsisropa, aööarg uilarhosumííííííííííííííííííííííííííí- íííííííííííííííiíííííí íííííííííííí (bls. 38) Gróteska og leikur Það verður að játast að ég heillaðist ekki við fyrsta lest- ur, ekki frekar en af nóvellu örv- ars, Úfin, strokin (2005). í báðum tilfellum gat ég í fyrstu ekki les- ið mig í gegnum krúttlegt mál- farið og barna- lega orðaleik- ina, ofurskreytt myndmálið og fjarstæðu- kenndar orða- samsetning- arnar. Báðar bækurnar end- uðu ólesnar uppi í hillu. Örvar Þóreyjarson Smárason Skáldið gælir meðal annars við það I Ijóði að hrekja nútímann | í burtu með naglaspýtu eða priki eða kekkjóttum hrákaslummum. Úfin, strokin er ólesin enn, en við þriðja lest- ur á bók- inni Gam- all þrjótur, nýir tímar rann upp fyrir mér það ljós að tilgerð- in (eða það seméghafði flokkað sem tilgerð) er einfald- lega eðlilegt flæði skálds- ins, eða ljóð- mælandans, eða hvers þess sem skrifaðiþessa bók og ber á henni efnislega ábyrgð. Leikurinn er ýktur án þess að vera rembing- ur, hann flæðir eðlilega en er ekki sprottinn úr meðvitund um að gera eitthvað öðruvísi. Leikurinn jaðrar vissulega stundum við ungl- ingaveiki: „ég faðma á þér haus- inn/og snerti á þér mánann//með augnatungubroddinum,/tungu- fingurgómunum,/tunguberinu" (bls. 17). En þráðurinn í gegnum ljóðabókina er óslitinn og það er tilgangur með leiknum og banalít- etinu - gróteskan og leikurinn eru notuð til að grafa undan textanum um leið og hann er lesinn. Horsl- ummur duga líka einkar vel til þess. Kannski var það gildran sem ég féll upprunalega í: að taka text- ann ekki nógu alvarlega sem skáld- verk af því að í honum var talað á barnalegan og einfaldan hátt um lífið, tilveruna og náttúruna? Davið A. Stefánsson í kvöld hefur Eysteinn Þorvaldsson valið efni ljóðadagskrárinnar í Leikhúskjallaran- um, en sérstakur gestur kvöldsins er Þórarinn Eldjárn. Kúnstin að yrkja á íslensku Fjórða og síðasta ljóðaskemmtun fræðsludeildar Þjóðleikhússins undir yiirskriftinni Ljóðs manns æði verður í Leikhúskjallaranum í kvöld. Yfirskrift dagskrárinnar að þessu sinni er Sótt og dauði íslenskunnar, en hún er tekin frá Eggerti Ólafssyni. Er hægt að forða móðurmálinu frá margboðuðum dauða? Hvemig tekur Jjóðið á málinu? íslensk skáld hafa frá upphafi ort um tungumálið; um við- horf sín til móðurmálsins og um við- skipti sín við það, um ást sína á því, um örðugleikana þegar klæða skal hugs- anir í búning þess. Málið hefur birst í ljóðum skálda í öllum sínum marg- breytileika, oft í hátíðlegu orðalagi en stundum í uppreisn gegn viðtekinni kveðskaparvenju. Þetta tvennt, kvæði skálda um tungumálið og málnotk- un þeirra í ljóðum, verður rakið með dæmum frá ýmsum tímum. Eysteinn Þorvaldsson hefur valið efiiið og flytur ásamt leikurum Þjóðleikhússins. Sérstakur gestur kvöldsins er Þórar- inn Eldjám sem les eigin ljóð og spjall- ar við Eystein um kúnstina að yrkja á íslensku og leikinn að tungumálinu. Húsið verður sem fyrr opnað kl. 20.30 og dagskráin hefst kl. 21. Eysteinn Þorvaldsson f Er manna fróðastur um I íslenskan kveðskap. DV-mynd: f. ól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.