Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 19
1 DV Lífsstíll ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2006 19 gnsHfli i HnMHHnHHnHHi & nHn| Sjálfsöruggur og agaður w mr *w *w ew Þröstur Leó Gunnarsson erfæddur 23.04.1961 ■ I ■ Lífstala Þrastar er 8 WWr Lífstala er reiknuð út frá fæðingardegi. Hún tekur til eiginleika sem eiga öðru fremur að móta llfviðkomandi. Eiginleikar sem tengjast áttunni eru: Framkvæmdir, fétagsieg staða, valda- sókn og efnisleg markmið - hættir til að vera miskunnarlaus og þá sér I lagi SSSií þegar hann berst fyrir málstað sem hann trúir sannarlega á. Árstala Þrastar fyrir árið 2006 er 8 Árstala er reiknuð út frá fæðingardegi og því ári sem við erum stödd á. Hún á að gefa vísbendingar um þau tækifæri og hindranir sem árið færir okkur. Rfkjandi þættir I áttunni er: Efnahags- legur árangur. Sjálfsöryggi, skipulag og agi einkennir Þröst .Hann mun vafa- laust virkja drauma sína samhliða gjörðum sínum árið framundan. Kaffibolli á morgnana Elsa Björnsdóttir táknmálsþula og leikkona „Kaffi,"svarar Eisa brosandi aðspurð um morgunmatinn en bætir við: „Það er ekkert ákveðið sem ég fæmérá morgnana. Bara eitthvað til- fallandi." Hvað ertu að brasa um þessar mundir? „Ég er að skipuleggja leiklistarhátfð I sumar. Allar upplýsingar eru að finna draumasmiðjan.is. Svo standa sýningar enn yfir í Hafnarfjarðar- leikhúsinu,"segir Elsa og geislar við frásögnina en hún fermeð eittað- alhlutverkið í Viðtalinu. Ingvar H. Guðmi undssonj Matur mu Kókostoppar Idag er tilvalið að huga að einhverju sem er fljótlegt og sætt. Kókostoppar eru tilvaldir þegar tíminn ernaumur og von á gestum I kaffi eða jafnvel barnaafmæli. Uppskrift fyrir fjóra til sex: 260 gr. sykur 200 gr. kókosmjöl 3 egg Forhitið ofninn í 150 C. Þeytið eggin fyrst, blandið svo sykrinum og kókosn- um saman við. Setjið kókostoppana á bökunarplötu, t.d. með skeið. Bakið i 20 mfn., eða þar til eru gylltir að lit. Kveöja, Ingvar Anna Margrét Eiíasdóttir garðyrkjufræðingur í Grasagarðinum „Mjög margir koma og skoða í Grasagarðinum og kynnast plönt- unum. Við erum mikið spurðar. Það er spjallað og við aðstoðum fólk ef við megum vera að. Annars var ég lengi vel að vinna í garð- plöntustöð," svarar Anna Margrét aðspurð um vinsæla blómaliti í sumar. „Þegar ég seldi sumarblóm þurfti ég að huga að því hvað ég pantaði inn því það lá hverja árs- tíð í loftinu hvaða liti fólk kaus. Þetta er voðalega misjafnt þegar litaval er annars vegar. Stundum voru tískulitirnir allsráðandi og þá gat maður sér til um hvað var vin- sælt í skreytingum og borðbúnaði. Lime og hvítt stóð upp úr en það var fyrir þremur árum.En það er mikið um fólk sem eltist ekki við tísku. Þá eru bæði rauð og hvít blóm vinsæl og jafnvel blá. Hérna áður fyrr grautaði fólk öllu saman. Fólk var ekkert að spá í samsetn- ingu. Núna vill fólk einn lit,“ segir hún hugsar sig um og bætir við : „Mesta lagi tvo liti. Massa af plöntum og síðan einn ráðandi lit. Það róar fólk." Blóm eins og amma „Svo fer þetta líka eftir því hvað bæjarfélögin planta. Fólk átti það til að koma og velja liti út frá því. Fyrir 17. júni planta bæjarfélögin út blómum og það hefur áhrif á val fólks. Bleiki liturinn er alltaf vinsæll líka. Það er stór hópur ís- lendinga sem vill alltaf bleikt," segir hún og brosir fallega og heldur áfram: „Þetta er allavega. Svo er líka svolítið um það að fólk er farið að spyrja um gamaldags plöntur. Þá biður það um plöntur eins og amma var með í garðin- um. Þá er leitað eftir fjölærum plöntum." Við spyrjum önnu Margréti einnig hvort hún ráðleggi okkur að tala við blómin. Hún jánkar „Svo fer þetta líka eft- irþví hvað bæjarfé- lögin planta. Fólk átti það til að koma og velja liti út frá því. Fyrir 17. júni planta bæjarfélögin út blómum og það hefur áhrifað valfólks. því. „Engin spurning. Ef manni líður vel af því að tala við plönt- urnar. Það er líka ofsalega gott að róta í mold. Okkur líður flestum vel við það. Svo er gott að gefa sér tíma og njóta þess að vinna úti í náttúrunni. Það er ekki síst gott fyrir plönturnar," segirAnna bros- andi og bætir við: „Það er hægt að treysta þeim." Eiiy@dv.is NJÓTTU LÍFSINS með HflLBRIGÐUM LÍFSSTÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.