Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 15
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRlL 2006 15
Við skorum
hjá Arsenal
Argentínumaðurinn
Juan Roman Riquelme er
sannfærður um að honum
og félögum hans í Villarreal
takist að skora hjá Arsenal
í kvöld en enska liðið hefur
haldið heinu í níu leikjum
í röð. Leikurinn fer fram í
köld og til þess að komast
áfram þurfa Spánverjarnir
að skora. „Við fengum trúna
í fyrri leiknum að við getum
skorað hjá Arsenal. Ef við
vinnum vel, mætum fullir
sjálfstrausts og spilum ag-
aðan bolta á þetta eftir að
ganga upp hjá okkur. Ars-
enal hefur veikleika sem við
ætlum að nýta okkur og það
er ljóst að á endanum verð-
ur skorað hjá þeim og af
hverju ekki í þessum leik,"
sagði Riquelme.
Tveir nýliðar
hjá Lúkasi
Lúkas Kostic hefur valið
átján manna leikmannahóp
sem skipar U21 landslið ís-
lands sem mætir Andorra
ytra þann 3. maí næstkom-
andi. Er um að ræða fyrri
leik liðanna í forkeppni
undankeppni EM 21 árs
landsliða sem hefst í haust.
Tveir nýliðar eru í hópnum,
Hrafn Davíðsson, ÍBV og
Heiðar Geir Júlíusson, Fram
en aðeins tveir leikmenn
eiga meira en þrjá leiki að
baki með U21 landsliðinu.
Brann vann
íslendinga-
slaginn
Kristján Örn
Sigurðsson og Ól-
afur Örn Bjarna-
son fögnuðu sigri
ásamt félögum sín-
um í Brann gegn Jóhann-
esi Harðarsyni og félögum í
Start. Lauk leiknum með 1-
0 sigri Brann en bæði Kristj-
án og Ólafur voru í byrjun-
arliðinu. Jóhannes kom inn
á sem varamaður í síðari
hálfleik.
Enn hélt
Djurgárden
hreinu
Svíþjóðarmeistarar
Djurgárden héldu hreinu í
fjórða leiknum í röð í sænsku
úrvalsdeildinni í gær er
liðið vann 1-0 sigur á IFK
Gautaborg. Kári Ámason
og Sölvi Geir Ottesen voru
ekki með Djurgárden vegna
meiðsla og Hjálmar Jónsson
var heldur ekki í hópi IFK.
Þetta var þó aðeins annað
mark Djurgárden á tímabil-
inu sem er með sex stig eftir
fjóra leiki.
Arsenal getur tryggt sér sæti í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu
félagsins þegar liðiö sækir spænska liðið
Villarreal heim í seinni undanúrslitaleik
liðanna í Meistaradeildinni.
Það hefur ekkert lið skorað hjá Arsenal í Meistaradeildinni í níu
leikjum og í alls 829 mínútur en ætli spænska spútnikliðið Villar-
real sér í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sínu fyrsta ári í keppn-
inni, þá þurfa þeir að finna leið framhjá hinni geysisterku vörn
Arsenal-liðsins.
Markvörður Arsenal, Jens Leh-
mann, vantar aðeins að halda
hreinu í fjórar mínútur til þess að
bæta met Hollendingsins Edwin
van der Sar sem hélt marki sínu
hreinu í 658 mínútur með Ajax
tímabilið 1995 til 1996. Lehmann
hefur ekki staðið í markinu all-
an tímann sem liðið hefur haldið
Alblóðugur Sol Campbell yfirgaf síöasta leik
sinn með Arsenal alblóðugur eftir aðhafa
nefbrotnað gegn Portsmouth 12. april.
Campbell verður í byrjunarliðinu i kvöld.
NordicPhotos/Getty
hreinu en hann hefur varið markið
í öllum úrsláttarleikjunum og það
eru komnar 655 mínútur síðan að
það var skorað hjá honum.
Hafa aðeins skorað 8 mörk
Liðsmenn Villarreal eru kannski
ekki líklegir til þess að ná því sem
stórstjörnum Juventus og Real
Madrid mistókst því spænska liðið
hefur aðeins skorað átta mörk í 11
leikjum í keppninni og aðeins einu
sinni skorað meira en eitt mark í
leik, í 2-2 jafntefli við Rangers á úti-
velli. Villarreal-liðið hefur slegið út
bæði Glasgow Rangers (16 liða úr-
slit) og Internazionale (8 liða úrslit)
á fleiri mörkum skoruðum á útivelli
en að þessi sinni er ekkert mark á
útivelli til þess að hjálpa þeim í úr-
slitaleikinn.
KoloToure með sigurmarkið
Arsenal vann fýrri leikinn 1-0 á
Highbury þar sem leiðtogi hinnar
frábæru varnar liðsins, Kolo Toure,
lét til sín taka í sókninni og skoraði
sigurmarkið. Arsenal hafði mikla
yfirburði í ieiknum en tókst þó ekki
að skora fleiri mörk og því er sæt-
ið í úrslitaleiknum allt annað en ör-
uggt þótt fáir spái því að Lundúna-
liðið klúðri þessu frábæra tækifæri
til þess að komast alla leið.
Sol Campbell byrjar
Arsene Wenger hefur ekki þurft
að breyta varnarlínu sinni í síðustu
Varnarmennirnir allt í öllu Kolo Toure skoraði eina markið i fyrri leiknum hjá Arsenal gegn
Villarreal. NordicPhotos/Getty
leikjum en meiðsli Svisslendings-
ins Philippe Senderos þýða að Sol
Campbell mun koma inn í liðið og
leika sinn fyrsta Evrópuleik síðan
síðasta haust. Campbell er búinn
að ná sér eftir að hafa nefbrotnað í
deildarleik á dögunum.
Einn sigur á átta leikjum
Gengi Villarreal heima fýrir hef-
ur ekki verið til þess að auka sjálfs-
traustið fyrir leikinn. Liðið hefur
aðeins unnið einn af síðustu átta
deildarleikjum sínum og tapaði 0-2
á heimavelli fyrir Real Sociedad um
síðustu helgi. Real Sociedad hef-
ur verið í neðri hluta deildarinnar
en vann góðan sigur á varaliði Vill-
arreal þar sem þjálfarinn Manuel
Pellegrini ákvað að hvíla sína lyk-
ilmenn.
Wenger hvíldi leikmenn
Hann er ekki einn um það því
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
hvíldi Freddie Ljungberg og Alex-
Arsenal vann fyrrí teik-
inn 1-0áHighburyþar
sem leiðtogi hinnar frá-
bæru varnar liðsins,
Kolo Toure, lét til sín
taka í sókninni og skor-
aði sigurmarkið.
ander Hleb gegn Tottenham um
helgina og byrjaði auk þess með þá
Thierry Henry, Francesc Fabregas
and Emmanuel Eboue á bekknum.
Arsenal gerði þá 1-1 jafntefli við
Tottenham í óopinberum úrslitaleik
um 4. sætið og er fyrir vikið fjórum
stigum á eftir nágrönnum sínum í
Spurs sem ættu að eiga meistara-
deildarsætið víst. Eina leið Arsenal
inn í Meistaradeildin á næsta ári er
þá að vinna keppnina í ár.
ooj@dv.is
Fram, Haukar, Valur og Fylkir í deildarbikar karla
Liðsskipan deildarbikarkeppni karla klár
Þó svo að enn sé ein umferð eft-
ir í DHL-deild karla er það nú orð-
ið ljóst hvaða fjögur lið skipa efstu
sæti deildarinnar og taka því þátt
í deildarbikarkeppni karla sem
hefst að keppninni lokinni. Fram
og Haukar eru enn að kljást um
fyrsta sætið en Valsmenn hafa þeg-
ar tryggt sér þriðja sætið og Fylkis-
menn það fjórða. Er það frábær ár-
angur hjá Árbæingum sem komu
til leiks sem nýliðar í haust en þeir
skutu Stjörnumönnum ref fyrir rass
en margir spáðu Garðbæingum sig-
ur í deildinni við upphaf móts.
Sigurður Sveinsson, þjálfari
Fylkismanna, sagðist vera mjög
ánægður með gengi sinna manna
í vetur. „Markmiðið var að vera
meðal átta efstu liðanna og deild-
arbikarinn er bara bónus. Ég býst
nú fastlega við því að við mætum
Fram í fyrstu umferð og má búast
við hörkuleikjum þar. Við unnum
þá einu sinni vetur og töpuðum
fyrir þeim í bikarnum í framleng-
ingu."
Fylkir á HK í lokaumferðinni um
helgina en Sigurður er gamall HK-
ingur. Kópavogsmenn þurfa helst
eitt stig úr leiknum til að tryggja
sæti sitt í úrvalsdeildinni næsta
vetur en Sigurður sagði sína menn
ætla ljúka mótinu með stæl. „Það
þýðir ekkert að hugsa um annað en
sigur í þessum leik."
eirikurst@dv.is
Mætast þeir aftur? Jóha
nn
Gunnar Einarsson Framari og Fylk
ismaðurinn Arnar Sæþórsson.
DV-mynd Stefán