Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRlL 2006
Sport DV
Spilar LeBron
allan tímann
Svo gæti farið að LeBron
James, leikmaður Cleveland
Cavaliers, spili 48 mínútur
að meðaltali á leik í úrslita-
keppni NBA-deildarinnar í
körftibolta en annar leikur
Cleveland og Washington í
fyrstu umferð verður í beinni
útsendingu á NBATV á Digi-
tal íslandi klukkan 23 í kvöld.
Hinn 21 árs gamli James var
með þrefalda tvennu í íyrsta
leiknum (32 stig, 11 ftáköst,
11 stoðsendingar) ogþar sem
hann hvíldi í svo mikið sem
0,3 sekúndur í lok fyrsta leik-
hluta. Þjálfari liðsins, Mike
Brown, játar að LeBron verði
nánast ekkert hvíldur en það
lið kemst álfam sem fyrr vinn-
urfjóraleiki.
Unnufimmta
áriðíröð
Unglingaflokkur Hauka
varð íslandsmeistari fimmta
árið í röð eftir 69-60 sigur á
Keflavík í úrslitaleik um helg-
ina en Haukaliðið er sldpað
að stórum hluta leikmönn-
um meistaraflokks félags-
ins sem varð íslandsmeist-
ari í fyrsta sinn á dögunum.
Þrír leikmenn Hauka hafa
verið með í öll fimm skipt-
in, Helena Sverrisdóttir, Pál-
ína Gunnlaugsdóttir og Bára
Fanney Hálfdanardóttir. Hel-
ena, sem var með þrefalda
tvennu (25 stig, 13 firáköst,
11 stoðsendingar) í leiknum
um helgina, hefur skorað
26,8 stig, tekið 13,4 fráköst og
gefið 7,8 stoðsendingar að
meðaltali í úrslitaleik ungl-
ingaflokks kvenna undanfar-
in fimm ár. Helena á enn eftir
eitt ár í flokknum.
Skiptu um
dómara
Enska knatt-
spyrnusam-
bandið hef-
ur ákveðið að
skipta um dóm-
ara á komandi
bikarúrslita-
leik Liverpool
og West Ham
þar sem Mike
Dean, sem átti
að dæma leik-
inn, býr á Mer-
seyside-svæðinu og óttuð-
ust menn að hann yrði fyrir
vikið fyrir miklu ónæði frá
nágrönnum sínum sem eru
stuðningsmenn Liverpool.
Úrslitaleikurinn fer fram í
Cardiff 13. maí næstkom-
andi og mun Alan Wiley
dæma leikinn í stað Dean.
Enska knattspyrnusam-
bandið lýsti yfir fullum
stuðningi við Dean í frétta-
tilkynningu og sagði að
þessi ákvörðun hafi verið
tekin með hagsmuni hans
og keppninnar í huga.
Frábær helgi Steven
Gerrard haföi nóg að fagna
um slöustu helgi.
NordicPhotos/Getty
1996: Robbie Fowler (Liverpool)
1997: David Beckham (Man Utd)
1998: Michael Owen (Liverpool)
1999: Nicolas Anelka (Arsenal)
'2000: Harry Kewell (Leeds Utd)
2001: Steven Gerrard (Liverpool)
2002: Craig Bellamy (Newcastle)
2003: Jermaine Jenas (Newcastle)
2004: Scott Parker (Chelsea)
2005: Wayne Rooney (Man Utd)
2006: Wayne Rooney (Man Utd)
1996: Les Ferdinand (Newcastle)
1997: Alan Shearer (Newcastle)
1998: Dennis Bergkamp (Arsenal)
1999: David Ginola (Tottenham)
2000: Roy Keane (Man Utd)
2001:Teddy Sheringham (Man Utd)
2002: Ruud van Nistelrooy (Man Utd)
2003:Thierry Henry (Arsenal)
2004:Thierry Henry (Arsenal)
2005: Johníerry (Chelsea)
2006: Steven Gerrard (Liverpool)
Steven Gerrard átti frábæra helgi þvi hann leiddi sína menn i Liverpool inn i bikarúr-
slitaleikinn eftir sigur á Chelsea á laugardaginn og var siðan kosinn leikmaður ársins
af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudagskvöldið.
BESTI UNGI LEIKMAÐUR
INN SÍÐUSTU ÁR:
BESTI LEIKMAÐURINN
SÍÐUSTU ÁR:
Steven Gerrard sló við þeim Thierry Henry hjá Arsenal, Wayne
Rooney hjá Manchester United og Chelsea-mönnunum Joe Cole,
Frank Lampard og John Terry í kosningunni en þessir fimm voru
efstir í kjöri leikmanna á þeirra besta manni í ensku úrvalsdeild-
inni í vetur. Wayne Rooney var valinn besti ungi leikmaður deild-
arinnar í annað sinn.
Steven Gerrard hefur spilað frá-
bærlega með Liverpool í vetur en
fyrir tímabilið stefndi allt í að hann
yfirgæfi félagið. Úr því varð ekki og
hann hefur spilað lykilhlutverk í
uppkomu Liverpool á nýjan leik.
Það verður líka búist við miklu
af Steven Gerrard á HM í Þýska-
landi í sumar en þessi 25 ára
miðjumaður er algjör drifjöður í
leik Liverpool-liðsins. Gerrard var
þriðji í kjörinu í fyrra en hann var
valinn besti ungi leikmaðurinn
fyrir fimm árum.
Kaus Henry bestan
„Ég er ennþá að ná þessu. Að
komast í bikarúrslitaleikinn á ný og
hljóta síðan þessi verðlaun er frábær
tilfinning. Ef maður lítur yfir listann
eru þar fimm frábærir knattspyrnu-
menn og svo má ekki gleyma þeim
leikmönnum sem komust ekki á
þennan lista því það eru svo marg-
ir leikmenn sem koma til greina fyr-
ir þessi verðlaun," sagði Gerrard eftir
að hafa fengið viðurkenninguna en
hann gaf það einnig upp við sama
tækifæri að hann sjálfur hefði kosið
Thierry Henry bestan en fyrir kjörið
bjuggust líklega flestir við að Frakk-
inn snjalli fengi verðlaunin.
Fyrsti Liverpool-maðurinn í 18
ár
Gerrard er fyrsti Liverpool-leik-
maðurinn í 18 ár til þess að hljóta
þessi verðlaun, eða síðan John Bar-
nes var kosinn bestur 1988. Aðeins
þrír aðrir Liverpool-menn hafa feng-
ið þessi verðlaun, Ian Rush (1984),
Kenny Dalglish (1983) og Terry
McDermott (1980).
Hefur mikla trú á Rooney
Steven Gerrard hrósaði Wayne
Rooney, sem var valinn besti ungi
leikmaðurinn. „Wayne er mjöghæfi-
leikaríkur og ég er viss um að það á
ekki eftir að líða langur tími þar til
að hann stendur í þessum sporum,"
sagði Gerrard. Rooney var mjög sátt-
ur með að fá verðlaunin og viður-
kenndi að hann hefði kosið Fabre-
gas besta unga leikmanninn en eftir
harða samkeppni frá Darren Bent.
Chelsea á flesta menn
Chelsea á flesta leikmenn í úr-
valsliðinu, eða alls fjóra en í mark-
inu stendur þó írski markvörðurinn,
Shay Given, hjá Newcastle. Varn-
armenirnir John Terry og Williams
Gallas eru í liðinu ásamt þeim Frank
Lampard og Joe Cole. Liverpool og
Manchester United eiga einnig tvo
leikmenn í iiðinu, Jamie Carragher
er auk Gerrard og frá United eru í
liðinu unglingarnir Cristíano Ron-
aldo og Wayne Rooney. Þeir Pascal
Chimbonda frá Wigan og Thierry
Henry hjá Arsenal eru síðan tveir
síðustu mennirnir í úrvalsliði ensku
úrvalsdeildarinnar tímabilið 2005 til
2006.
ooj@dv.is
Islandsmót yngri flokka í körfubolta fór fram
Urðu tvisvar Islandsmeistarar á fjórum tímum
KR-ingar eignuðust tvö íslands-
meistaralið á fyrri helgi Islandsmóts
yngri flokkanna í körfubolta sem fram
fór í Laugardalshöllinni um helgina
en bæði 10. flokkur karla og drengja-
flokkur KR urðu þá meistarar. Það
sem vekur mesta athygli er að þjálf-
arinn Ingi Þór Steinþórsson þjálfar
báða flokkana og að þrír leilanenn
spila með báðum þessum flokkum
og urðu því ásamt Inga Þór tvisvar
sinnum fslandsmeistarar á aðeins
fjórum klukkutímum. 10. flokkur KR
vann Breiðablik, 67-48, í úrslitaleikn-
um í 10. flokki sem hófst klukkan 12
á hádegi. Pétur Þór Jakobsson gerði
út um leikinn með íjórum þriggja
stíga körfum á sex mínútum í seinni
hálfleik og var stígahæstur í KR-lið-
inu með 17 stig. Snorri Páll Sigurðs-
son var með 14 stíg og 11 fráköst og
þá var Davíð Birgisson með 10 stíg
og 9 stoðsendingar. Þeir Pétur Þór og
Snorri Páll léku einnig með drengja-
flokknum ásamt Víkingi Ólafssyni.
ICR vann íslandsmeistarartítilinn
í drengjaflokki þriðja árið í röð þeg-
ar liðið vann eins stígs sigur, 88-87,
á Fjölni í úrslitaleiknum sem hófst
klukkan 16. Brynjar Þór Björnsson
var með 27 stig, 10 fráköst og 5 stoð-
sendingar hjá KR en hann hefur unn-
ið þennan flokk með KR þrjú ár í röð.
Snorri Páll Sigurðsson skoraði 19 stíg
og tók 11 fráköst með drengjaflokki
þrátt fyrir að vera að spila þrjú ár upp
fyrir sig og var því með tvennu í báð-
um úrslitaleiknum. Eliert Arnarson
skoraði 17 stig og gaf 6 stoðsendingar
fyrir KR í leiknum og þá var fyrirlið-
inn Darri Hilmarsson með 10 stíg, 12
fráköst og 5 stoðsendingar en líkt og
Brynjar hafa þeir tveir unnið drengja-
flokkinn þrjú ár í röð.
Gerði tvö lið að meisturum sama
daginn Ingi Þór Steinþórsson gerði bæði
10. flokk og drengjaflokk að íslandsmeist-
urum á sunnudaginn.
DV-mynd Robert