Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 31
DV Siðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 25. APRlL 2006 31 Spurning dagsins Lestu stjörnuspána í blöðunum? Ég trúiþeim ekki hundrað prósent „Ég les fyrst krossgátuna og svo stjörnuspána. Það oftréttsem fram kemurístjörnuspánni. Ég trúi þeim samtekki 700prósent" Systa Roesel, hætt störfum. „Égles '• hana ekki og tek ekki mark á henni." Guðný Klara Bjarnadóttir nemi. „Ég les '' hana ekki í blöðunum. En ég hefgaman af fræðilegum stjörnuspám." Bergsteinn Vigfússon smiður. „Nei, mér • finnstþær asnalegar. Ég trúi þeim ekki." Lára Heimisdóttir Nei, ég hef\ engan áhuga á þeim. Enginn tilgangur. Trúi þeim ekki." Sindri Kjartans- son nemi. Margir lesa stjörnuspár blaðanna sértil dægrastyttingar. Var settur múll á Orku-Jakob? Jakob Bjömsson fyrrverandi orku- málastjóri birti á sunnudaginn eina af hinum óviðjafn- anlegu greinum sínum um blessun virkj anastefnunn- ar fyrir hálendið. í grein sinni sýnir Jakob fram á það með óyggjandi sök- um að virkj anafram- kvæmdum á hálendinu hafi fylgt mikil vegagerð. íslendingar og ferðamenn eigi því auðveldara með að ferðast um hálendið en á öldum áður - enda séu allskyns firrur um þessar óbyggð- ir á undanhaldi í vit- und þjóðarinnar, svo sem sögur um útilegu- menn eða ótti við tröll. Með Morgunblaðsgreininni birt- ist mynd af stöðuvatni og höfundur spyr: Hver tekur sosem eftir því að þetta fallega vatn sé uppistöðulón? Hernaður gegn landinu Grein Jakobs Björnssonar orku- málastjóra fyrrverandi vek- ur athygli - fyrir það sem hún er ekki um - því einmitt núna hefði verið eðlilegt að Jakob Björnsson kvittaði fyrir kaflann um sjálfan sig í Draumalandinu eftir Andra Snæ Magnússon, sem nú mun hafa verið prentuð í ein- um sexþúsund eintökum. Þar lýs- ir Andri Snær því nefnilega einkar skýrt hver höfuð-hugmyndafræð- ingur Jakob Björnsson var þeirrar hreyfingar sem Halldór Laxness kenndi á sínum tíma við „hernað- inn gegn Iandinu“. Hershöfðingi herfarar gegn landinu Jakob er einn af helstu höfðingjum herferðar- innar gegn land- inu, sem Halldór kallaði. Hann skrifaði grund- vallargrein um þau áform í Samvinnuna 1970. Þar lagði hann til að landinu yrði skipt milli skiptingu „virkj- unarmanna" og „fiskiræktar- manna“ nokkurnveginn þannig að fiskiræktarmenn „fengju" allar ár um land- ið vestanvert austur að Ölfusá sunnan og Eyja- firði norðan en „virkjunar- menn“ allar aðrar ár nema Melrakkasléttu og spölinn suður í Vopnafjörð. Jakob vildi virkja „Jökulsár á Fjöllum, Brú og Fljótsdal, og Austfjarðaárnar yfir- leitt, Hverfisfljót, Skaftá, Mark- arfljót og Þjórsár-Hvítársvæð- ið“. Jakob vildi gera Þjórsárver að miðlunarlóni, virkja Gull- foss en þó þannig að hægt væri að hleypa á hann vatni yfir sumar- ið. Hann sagði það „barnaskap" að umhverfi á Mývatnssvæðinu gæti haldist óbreytt - en um þetta leyti voru uppi hugmyndir um að veita Skjálfandafljóti inn í Mývatn og virkja Fljótið ásamt Laxá í Laxárdal með 58 metra hárri stíflu. Frá þessu segir í bók Andra Snæs ábls. 155-167. Æviverkið undir Jakob er árið 1970 einlæg- ur vísindatrúaður framfara- sinni, og telur náttúruvernd barna- skap og tilfinningasemi - umfram það sem þarf til að reka hagkvæma ferðamannaþjónustu. Sem betur fer hafa áform hans hin stærstu enn ekki orðið að veruleika. Jak- ob hafði hinsvegar sem orkumála- stjóri á hendi forystu fyrir þvi fyrir- bæri sem Friðrik Sophusson ltallar nú „ál- og orkuiðnaðinn" í nær ald- arfjórðung, frá 1973 til 1996. Ekkert skilur maður í þvi að hinn ólati orkumálastjóri á eftirlaunum skuli ekki fyrir löngu vera búinn að svara Andra Snæ. Sagði einhver honum að gera það ekki? Eða er Jakob Björnsson í ellinni farinn að skammast sín fyrir æviverkið? Mörður Árnason alþingismaður skrifar á mordur.is msnuaekfciyia /^^\ akaupp konun- ^ \ u?^a til að J \ / o ^jjgWF Þegar sjónvarpið kom með augnakonfektið, skjáinn, var það sagt vera undratæki sem í höndum góðra manna gæti náð til allra og bjargað heiminum frá illgerðum með því að birta fólki ósviknar mynd- ir af þeim. Ekki munaði um minna. Að boða öll- um bjargráð er einkenni kristinna rnanna. Ef ekk- ert verður úr neinu, allt fer á annan veg en ætlað var og skrípamynd birt- ist á skjánum, er blaðinu snúið við og ný heims- væðing boðuð á vegum voldugrar gæsku. A þess- um tímum er svo komið að enginn tekur verulegt mark á skjánum og þeim vanda sem sagð- ur er steðja að einstaklingum og þjóðum heimsins. Margir líta á umræður ráð- herra og hagfræðinga um olíukreppuna sem eitthvað á borð við spurningaþátt þar sem enginn vinnur en allt leysist af sjálfu sér í lokin. All verði eins og það hefur alltaf verið. Fáir gera sér grein fyrir að málin hafa snúist við. Áður stöfuðu olíukreppur af of litlu fram- boði, núna af alltof mikilli eftirspurn. Efnahagurinn hefur orðið sjálfum sér / <,, , 'X \\ ofviða með gráðugri þörf. Allra meina bót- in, hagvöxturinn, hefur vaxið hvarvetna nema á Vesturlöndum þar sem hugmyndin um nauðsyn hans var sett fram í tengsl- um við heimsvæðingu fjár- magnsins. Þannig snýst allt upp í mótsögn sína. Hvernig á almenning- ur að skilja það þegar hann horflr á karlana í skjánum? Fólk segir í þessu eins og öðru: Ofbeldi, eituriyfjaneysla og hryðjuverk eru hvorki meiri né minni en áður, maður verður bara oftar vitni að þessu í sjónvarpinu. Svipað er að segja um líkin í þeim heimshluta þar sem olían er í jörð og átti að bjarga með aðgerðum hins góða gegn öxulveldi hins illa, þau eru bara sjónvarpsefni sem eng- inn skilur fremur en til dæmis af hverju Bandaríkin snúa ekki við blaðinu og taka upp kommún- isma til að bæta efnahaginn, sé rétt í fréttum að í Kína sé hálfu meiri hagvöxtur og uppgangur en hjá þeim. Með því móti kæmu þeir á sönnum kapítalisma af gamla skólanum í landi þar sem allir vinna og una glaðir við sitt uns guð bætir haginn á himnum og hellir úr allsnægtahorninu. Guðbergur Bergsson -fc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.