Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRlL 2006
Fréttir DV
KB banki
missir menn
Fjórtán starfsmenn Sin-
ger & Friedlander (S&F) hafa
gengið í raðir eins keppi-
nauts bankans, hins breska
íjárfestingarbanka Close
Brothers. Ástæðan er, að
mati Financial Times, langt
óvissutímabil sem staðið
hefur hjá S&F frá því að nýr
eigandi, Kaupþing banki,
tók við stjómartaumum fé-
lagsins. Close Brothers hef-
ur staðið í bankarekstri allt
frá 1878 og hefur undanfar-
ið aukið vægi eignastýringar
í rekstri sínum, meðal ann-
ars með kaupum á nokkrum
sjóðum. Greining Lands-
bankans segir fr á.
Hver verður nœsti
borgarstjóri?
Hans Kristján Arnason
stofnandi Þjóðarhreyfingarinnar.
„EfBjörn Ingi kemst inn, þá
verðurhann valdamesti
maður borgarinnar og gæti
orðið næsti borgarstjóri. Þetta
gæti orðið tæpt á milli
Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingarinnar og Björn
gæti orðið lykilmaður að
borgarstjórnarmyndun. Ég er
hræddur umað Björn Ingi gæti
orðið næsti borgarstjóri þó ég
kysi mikið frekar að það yrði
Dagur Eggertsson. Ég hefheyrt
að Björn Ingi áætli að eyða 70
milljónum f kosningabarátt-
una og mér finnst að það ætti
að banna frambjóðendum að
auglýsa sig í Ijósvakamiðlum
því það er bannað annars
staðar í Evrópu."
Hann segir/Hún segir
„Ég vil segja að Dagur
Eggertsson verði næsti
borgarstjóri. Ég þekki til hans
og hann erungur, skemmti-
legur og frambærilegur. Við
þurfum að fá eitthvað vit í
þetta og peppa þetta upp og
fá ungan mann sem
borgarstjóra. Ég myndi kjósa
hann hikstalaustefég gæti
kosið I Reykjavik."
Guöný Halldórsdóttir
kvikmyndageröarkona.
Agnar Þórarinsson, rúmlega fimmtugur Reykvíkingur, hefur verið ákærður fyrir stór-
felldan fíkniefnainnflutning. Honum er gefið að sök að hafa flutt inn kíló af amfetamíni
og tæp fjögur kíló af kannabis falið í drifskafti á bíl sem ferjaður var frá Danmörku til
Seyðisfjarðar í desember síðastliðnum.
Agnar Þórarinsson
Játaði að eiga hlutdeild
oð innflutningnum.
Játar dáp
„Ég játa að eiga hlutdeild í innflutningnum," segir Agnar Þórar-
insson sem er ákærður fyrir að hafa smyglað kílói af amfetamíni
og fjórum kílóum af kannabis með Norrænu til Seyðisfjarðar.
Lögreglan beið eftir því bíllinn yrði sóttur og var Agnar handtek-
inn tveimur dögum síðar í Hafnarfirði, þá búinn að fela fíkniefnin
í málningardósum í bifreið sinni.
Norræna Bíllinn var fluttur með Norrænu til Seyðisfjarðar.
Bifreiðin sem um ræðir var flutt
frá Danmörku með Norrænu til
Seyðisfjarðar.
Lögreglan fann fíkniefnin í áföstú
drifskafti á bílnum við hefðbundna
leit og ákvað að fýlgja bílnum eftir og
sjá hver viðtakandinn væri. Tveim-
ur dögum síðar var Agnar handtek-
inn í Hafnarflrði og fundust þá kíló
af amfetamíni í málningardós og
rúm þrjú kíló af kannabis í bíl hans,
restin af kannabisinu fannst í iðnað-
arhúsnæði síðar sama dag, um 400
grömm.
Vildi leigja hús
Agnar var hnepptur í gæsluvarð-
hald og settur í farbann í kjölfarið en
í farbannsúrskurðinum segir að Agn-
ar eigi son í Danmörku og hafi ætl-
að að flytja út til hans og leigja hús. í
úrskurðinum kemur einnig fram að
hann sé fallinn frá þeim áformum.
Annar maður var einnig úrskurð-
aður í gæsluvarðhald í upphafi máls-
ins en ekki er víst að hann hafi ver-
ið ákærður fyrir aðild að málinu eða
hvort hann hafi flutt efnin frá Dan-
mörku.
Játar innflutning
Agnar játaði brotið að hluta í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann ját-
ar að hafa átt hlutdeild að innflutn-
inginum og að fíkniefnin hafi verið
flutt inn að hans beiðni í þeim til-
gangi að selja þau.
Agnar mótmælir hins vegar því að
brotið sé stórfellt og telur að magnið
sé ekki rétt tilgreint í ákæru. Einn-
ig þykir honum ónákvæmt orðalag-
ið um það hver flutti efnið inn en í
ákærunni er aðeins talað um karl-
mann en Agnar tók við efnunum.
Verði Agnar sakfelldur
fyrir innflutninginn
bíður hans allt að 72
ára fangeisisdómur.
Tólf ára fangelsi
Verði Agnar sakfelldur fyrir inn-
flutninginn bíður hans allt að 12 ára
fangelsisdómur en ljóst er að magn
fíkniefnanna er töluvert og því refsi-
ramminn hár.
Agnar er enn í farbanni og verður
þar til í lok maí samkvæmt úrskurði
Hæstaréttar en aðalmeðferð málsins
fer fram í lok maí eða byrjun júní.
valur@dv.is
Málningardósir Fíkniefnin fundustfalin ímálningardósum tveimurdögum síðar.
#ís
TAKTU BETRI MYNDIR I SUMAR !
llSSlil'Íi
Skelltu þér á Ijósmyndanámskeið
iill
111:';;
upplýsingar og skráning á Ijosmyndari.is v
GSM 898 3911 Leiðbeinandi Páimi Guðmundsson
é,
f