Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 25. APRlL 2006 1 3 Langamman fékkstóra vinningin Hin 84 ára gamla lang- amma Josephine Crawford setti um 2.000 kr. í smámynt í spilakassa á spilavíti í Atl- anta. Hún átti aðeins tvo smápeninga eftir þegar ljós fóru að blikka á kassanum og í ljós kom að sú gamla hafði land- að þeim stóra, eða „Jackpot" upp á hátt í 800 milljónir kr. „Ég trúði þessu ekki og ég trúi þessu raunar eldd enn," segir Josephine. „Nú get ég séð um fjölskylduna sem telur tvær dætur, fimm barnabörn og þrjú barna- bamabörn." Dýrasti sjúss- inn í Bretlandi Dýrasti sjússinn í Bret- landi er til sölu á um 250.000 kr. glasið. Um er að ræða flösku af kom'aki frá árinu 1790 og stendur hún bakvið barinn á The Lanesborough-hótelinu í London. Koníakið var fram- leitt á tímum frönsku bylt- ingarinnar, nánar tiltekið um þremur árum áður en Lúðvík sex- tándi missti höfuðið. Einn gestanna á hótelinu vildi bjóða þremur vinum sínum upp á einn fyrir svefninn, Er hann heyrði að umgang- urinn afþessum eðalvökva væri um milljón kr. fyrir þau fjögur fékk hann sér ódýr- ari sopa. Martröð í eldhúsinu Michael Douglas segir að kona sín Catherine Zeta Jones sé martröð í eldhús- inu og geti ekki einu sinni soðið vatn. Þessi orð lét leikarinn falla þegar hann var að ræða um nýj- asta hlutverk eig- inkonu sinnar. Zeta Jones mun leik kokk í mynd- inni Mostíy Martha. f viðtali í sjónvarpsþætti segir Dou- glas: „Þetta verður að öllum líkindum besta frammistaða hennar frá upphafi. Hún mun leika kolck og hún getur ekki soðið vam." Naomi Campell Dlvan skapstirða er meðal bólfélaga Jennyjar. Hið fýrrverandi Calvin Klein-mód- el og leikkona Jenny Shimizu heldur áfram frásögnum sínum af þelcktum konum sem hún hefur átt í ástarsam- bandi við. Hefur Jenny þénað stórt á lýsingum sínum af bólförum með konum á borð við Angelinu Jolie, Naomi Campell og Rebeccu Loos í slúðurblöðum svo dæmi séu tekin. Einnig átti hún í nánu sambandi við Madonnu og segir: „Ég var viljugur lcynlífsþræll Madonnu 24 tíma á sólar- iiing. Hún þurftí bara að hringja." I samtali við blaðið News of the World segir fýrrum módelið m.a.: „Það hljóta að vera villtustu draumar hvers karlmanns að fara í rúmið með Angelinu og Madonnu. Ég er stúlka og hef sofið hjá báðum," segir Itín 38 ára gamla Jenny. Og bætir svo við: „Á sama tíma." Dreymt um Madonnu frá 14 ára aldri Fram kemur í viðtalinu að Jenny hefur verið hrifin af Madonnu allt frá 14 ára aldri er hún sá fyrsm mynd- böndin með henni. „Ég hugsaði þá, ég . Rebecca Loos Fyrrum ástkona Beckhams hefur legið á lakinu meðJenny. Jenny Shimizu Græðir stórfé á frásögnum sínum um fyrrum bólfélaga. ætla að sofa hjá þessari glæsi- legu konu einhvem daginn." Og loksins hittust þær dag einn tvær á tískusýningu sem endaði með því að Madonna bauð henni í kvöldmat. „Og þetta kvöld urðu draumar mínir að veruleika, aftur og aftur og aftur," segir Jenny. Til reiðu dag og nótt Jenny segir að hún hafi stað- ið Madonnu til reiðu dag og nótt. „Eitt sinn er hún kom fram á Girlie Show-túmum sínum í París var ég að vinna við myndatökur í Þýska- landi," segir Jenny. „Hún hringdi í mig og þráði mig svo heitt að hún keyptí undir mig flugfar til Parísar. Við hittumst á Ritz-hótelinu um nóttína og áttum tveggja stunda ástarfund en þá þurftí ég að fara aftur til Þýskalands." Nakin Naomi Jenny segir að hún hafi hitt Naomi Campell á einni af fýrstu tískusýningum sínum „Ég gekk inn í búningsherbergið og þar lá Naomi nakin fyrir framan mig. Madonna Hefur aldrei leynt þvi að hún sveiflast / báðaráttir. Hún er án efa fallegasti kropp- ur sem ég hef séð á ævinni. Við deiidum svo nokkmm djúpum og tilfinngaríkum kossum," segir Jenny. Hún nefrtír einnig að samband hennar við Rebeccu Loos, fyrrverandi ástkonu Davids Beckham, hafi ver- ið snöggtum meira en nokkrir koss- ar. Þær tvær áttu í heitu sambandi um tíma skömmu eftír að Loos var rekin sem fóstra þeirra Beckham-hjóna. Angelina pirruð Það hefur löngum verið vitað mál að Madonna sveiflast í báðar áttír kyn- ferðislega og hefur hún aldrei reynt að fara í felur með slíkt. Angelina Jolie mun hins vegar vera nokkuð pirrnð yfir frásögnum Jennyjar af þeirra sambandi. Þó einlcum þeirri yfir- lýsingu hennar að Brad Pitt verði að gera sér grein fyrir að Angel- ina muni aldrei hætta við að sofa hjá öðrum stúlkum fái hún færi á slíku. „Stóra lesbíumáliö“ heldur áfram að valsa um síður slúðurblaðanna beggja vegna Atlantshafsins. Leikkonan og Calvin Klein-módelið Jenny Shimizu hefur greint frá ástar- samböndum sínum við frægar konur. Þeirra á meðal eru Angelina Jolie, Naomi Camp- bell, Rebecca Loos og Madonna. Eg var viliugur -w-m Fyrsta skráða nornin í Rúmeníu Gabriela Ciucur, 31 ára kona frá Targu Jiu í Rúm- eníu er orðin fyrsta skráða norn landsins. Það tókhana fleiri mánaða samingavið- ræður við stjórnvöld að fá starf sitt viðurkennt sem atvinnugrein. „Stjórnvöld sendu mig fyrst heim og sögðu beiðni mína fáráan- lega. En að lokum tókust samningar og ég hef skráð að fýrirtæki mitt starfi við stjörnuspár og tengingar við anda að hand- an,“ segir Ga- briela í samtali við staðarblað- ið. Hún tekur um 500-1000 kr. fyrir hvert viðtal. Fiskimenn við Maldíveyjar Óupplýstur þýskur ellilífeyrisþegi Fengu1,6 tonn af hassi í trollið Hópur fiskimanna á Maldíveyj- um fengu meira en þeir áttu von á um helgina er þeir náðu 1,6 tonni af hassi upp af botni víkur einnar þar sem þeir voru á humarveiðum. Að sögn fjöl- miðla á eyjunum var hassið pakkað inn í 1.697 plastpoka. Um er að ræða stærsta eiturlyfjafund í sögu eyjanna og hefur haim skapað mikla umræðu meðal eyjaskeggja. Lögreglan rannsakar nú málið en eiturlyfjasmygl er illa séð á eyjunum og liggur dauðarefsing við ef einhver er staðinn að slíku. Hins vegar hefur enn enginn hlotíð dauðadóm fyrir eit- urlyijasmygl á eyjunum. Að sögn blaðsins Haveeru Daily hefur hið mikla magn af eiturlyfjum skapað spennu meðal íbúa eyjanna. Þeir krefjast þess að eiturlyfin verið eyðilögð hið fyrsta og það á þann hátt að allir sjái. Sturtaði 1,5 milljón króna niður í klósettiðSn^ Þýslcur ellilífeyrisþegi sturtaði 30.000 gömlum þýslótm mörkum, um 1,5 milljón kr., niður í klósettið hjá sér þar sem hann hélt að pening- arnir væru verðlausir. Hann var svo heppinn að þessi seðlabúnki stífl- aði hjá honum klóið og pípulagn- ingarmanni tókst að ná gegnblaut- um seðlunum aftur til baka. Sá gamli vissi ekki að enn er hægt að breyta gömlum mörkum yfir í evrur að kostnaðarlausu. Lögreglan segir að fyrir utan þessa seðla hafi hann átt 30.000 mörk í viðbót í íbúð sinni en þau eru andvirði 15.000 evra. Evrur leystu af mörk sem þýskur gjald- mið- ill árið 2002 en æ síðan hefur ver- ið hægt að skipta þeim án kostn- aðar. Ellilíf- eyrisþeginn fór svo með alla gömlu seðl- ana sína til banka í borginni Kiel og skipti þeim yfir í evrur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.