Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2006 Fréttir DV Viðsnúningur á markaði Viðsnúningur hefur orð- ið á mörkuðum hérlendis og hófst hann á föstudag- inn þegar krónan styrktist um 2,1% í metviðskiptum, eða fyrir alls 63,2 milljarða króna, og verð bæði hluta- og skuldabréfa hækkaði. Gengi krónunnar hélt áfram að styrkjast í gær, eða um 1,36% í 15 milljarða króna viðskiptum. Einnig héldu skulda- og hlutabréf áfram að hækka í verði og hafði Úrvalsvísitalan hækk- að um 2,2% í lok dags og verð skuldabréfa um 0,1- 1,25%. Greining KB banka segir frá. Áfangi í ökukennslu Guðmundur Páll Jóns- son, bæjarstjóri á Akranesi, Guðbrandur Bogason, for- maður ökukennarafélags fslands, og Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra hafa undirritað yfirlýsingu um formlegt samstarf um undirbúning að stofnun fyrirtækis sem mun sjá um rekstur sér- hannaðs aksturskennslu- svæðis er staðsett verður á Akranesi. Aksturskennslu- svæði þetta tekur mið af væntanlegri reglugerð sam- gönguráðuneytisins um aksturskennslusvæði og mun þjóna öllum lands- mönnum. „Listinn dafnar heldur betur hér á Akureyri," segir Brynhildur Þórarinsdóttir, kennari og skáid, sem hlaut listalaun Akureyrar síðustu helgi. „Það er fallegt hérá Akureyri þessa dagana, snjórinn að bráðna, en mér tókst samtað fara á skíði á sumardaginn fyrsta. Lætþað samt vera að fara á snjóbretti, prófaði það einu sinni og því fyigdi handleggsbrot." Landssíminn Björn Ingi Hrafnsson ogfélagar hans í Framsóknarflokknumlofakjósendum vatnskemmti- garði komist þeir til valda. Sigurði Kára Kristjánssyni, alþingismanni og fyrrverandi eftirlitsmanni við rennibrautina í Laugardalslaug, þykir hugmyndin óraunhæf vegna veðurlags sem hér ríkir. Eitt athyglisverðasta kosningaloforðið í slagnum um Reykjavík kemur frá Framsóknarflokknum. Flokkurinn lofar vatnsskemmti- garði að erlendri fyrirmynd og segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna, að löngu sé tímabært að íslendingar fái slík- an skemmtigarð þó hann kosti vissulega sitt. Þingmaður með reynslu Efasemdarmenn koma þó víða að og einn þeirra er Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður og sonur Kristjáns Ögmundssonar sem lengi var sundlaugarstjóri í Laugar-' dalnum. Þar starfaði Sigurður Kári einmitt á skólaárum sínum: Vakt í vatnsrennibraut „Ég hafði meðal annars eftir- lit með vatnsrennibraut í Laugar- dalslauginni þannig að ég veit bet- ur en margir hvernig þetta virkar. Mér þykja hugmyndir framsóknar- manna óraunhæfar því fólki yrði svo kalt. Nema þá að þessi skemmtigarð- ur yrði yfirbyggður og upphitaður en þá erum við að tala um mikla fram- kvæmd," segir Sigurður Kári. „Mér finnst Björn Ingi og félagar hans leggja í helst til mikið fyrir þá örfáu daga sem fólk getur með góðu móti verið úti við á sundklæðum." „Þeir eru til sem segja að um svona hluti eigi ekki að tala í kosn- ingabaráttu en ég er bara ekki sam- mála. Hvers vegna mega kosninga- foforð ekki vera skemmtileg?" spyr Björn Ingi Hrafnsson sem enn hef- ur ekki látið teikna vatnsskemmti- garðinn; hann sé aðeins hugmynd sem eigi eftir að útfæra. „En þetta er eitthvað sem flestir íslendingar hafa kynnst erlendis og hrifist mjög af. Hér eigum við nóg af heitu vatni og þó veðr- áttan sé önnur en víðast hvar erlend- is, þá er kalt vatn í vatnssskemmti- görðunum þar en hér getum við haftþað heitt," segir Björn Ingi sem þeg- ar hef- ur skoð- að garða sem þessa víða og ekki síst á net- ínu. „Hvers vegna mega kosningaloforð ekki vera skemmtileg?" Mót suðri Framsóknarflokkurinn, sem nú býður fram undir heitinu exbé í Reykjavík, veðjar á að hugmyndin um vatnsskemmtigarð eigi eftir að slá í gegn hjá kjósendum. Menn eru ekki enn með ákveðna staðsetningu í huga en Laugardalurinn kemur sterkur inn og ekki síður nýtt bygg- ingarland Reykjavíkur undir Úlfars- felli þar sem hlíðarnar snúa til suð- urs og veðursæld fyrir bragðið meiri en víða annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu. Loforð og veruleiki „Svona skemmtigarður yrði að vera yfirbyggður að hluta en menn skyldu ekki vanmeta ylinn sem stafar af heita vatninu ef það flæðir þarna um allt. Fólki er sjaldnast kalt í sund- laugunum," segir Bj örn Ingi og bend- ir á að bæði Ylströndin í Nauthólsvík og húsdýragarðurinn eigi rætur sín- ar og upphaf í kosningaloforðum sjálfstæðismanna og Samfylkingar- innar. Björn Ingi er sannfærður um að vatnsskemmtigarður í Úlfarsárdal yrði ekki síðri viðbót við lífið í höf- uðborginni en hinir staðirnar tveir. nema síður væri. Vigtarmenn. Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið á Neytendastofu Borgartúni 21 dagana 8., 9. og 10. maí. nk Endurmenntunarnámskeið 15. maí. Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda á Neytendastofu sími 510-1100 og á heimasíðunni www.ls.is/mælifræði/vigtarmenn/námskeið. Skráningu lýkur 5 dögum fyrir námskeið. N EYTEN DASTOFA Vistmaður á Dvalarheimilinu Felli segir okrað á sér Vond ervistiná Fellð Ragnar Þórarinsson, vistmaður á Dvalarheimilinu Felii í Skipholti, er ekki ánægður með hversu mikið hann greiðir fyrir vistina þar. Hann segist borga 125 þúsund loónur á mánuði fyrir herbergi, mat og lyf en hann fái ekki alltaf þau lyf sem hann þarf. „Maturinn hér er vondur og við fáum mest unnar kjötvörur sem ég líki við refafóður," segir Ragnar. Hann seg- ir að vegna fólskulegrar líkamsárásar sem hann lenti í fýrir mánuði sé hann með mikla verki og geti ekki sofið en fái ekki næg lyf til að lina þjáningamar og geta sofið. „Hér ligg ég í greni mínu og sleiki sár mín og það eina sem ég leyfi mér er smá bjór til að dempa taugakerfið og lina þjáningamar," segir Ragnar. Hann segist borga of mikið á mán- uði fyrir vistina á Felli því hann eigi sáralítið eftir af lífeyri sínum þegar vistin sé greidd. Hann segir sér virðast sem svo að meira sé hugsað um að fá peninga fólksins en gæta þess að þeim líði vel. Ragnar lenti í fólskulegri líkamsárás á Laugaveginum fýrir mánuði þegar þrír menn réðust á hann og börðu illa í andlitið. „Ég var í sex tíma á skurðar- borðinu og læknamir reyndu að tjasla saman á mér kjálkanum sem var möl- brotinn og þurfti að smíða upp á nýtt," segir Ragnar. Hann segir að árásar- mennimir hafi flúið á BMW-biireið sem var búið að líma yfir númeraplöt- umar á svo ekki væri hægt að sjá núm- er bílsins. „Löggan kom og reyndi að veita þeim eftírför en náði þeim ekki," segir Ragnar. Starfsmaður á Dvalarheimilinu Felli tjáði DV að Ragnar fengi öll þau lyf sem hann þyrftí og eftír hverja mál- tíð þakkar hann fýrir matínn þannig að ekki líki honum maturinn verr en það. DV hafði samband við skrifstofu Kumbaravogs sem sér um Dvalar- heimilið Fell til að fá staðfest hversu Ragnar Þórarinsson vistmaður á Dvalarheimilinu Felli í Skipholti Segirað vistin sé ofdýr, þjónustan lítil og maturinn vondur. mikið Ragnar borgar á mánuði en starfsfólk skrifstofunnar vildi ekki gefa upp hvað vistmenn greiða á mánuði. jakobina@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.