Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 21. JÚLl2006 Fréttir DV Hríseyjar Um 100 manns, íbúar í Hrísey, hafa unnið hörð- um höndum að undirbún- ingi íyrir Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey sem verður nú um helgina. Bú- ist er við um 4000 manns og þarf því í mörg horn að líta, skemmtidagskrá, veit- ingatjöld, gæslu, brennu, tollstjóraaðstöðu, þrífa dráttavélar og manna all- ar vaktir. Meðal skemmti- atriða á dagskrá má nefna; Ávaxtakarfan, óvissuferð barna, Tóti tannálfur og Jósafat mannahrellir, Ingó töframaður, Ómar Ragn- arsson, Helga Braga, Steinn Ármann, ína Idolstjarna og Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Tröllkona rumskar í Reynisfjalli Sumir Víkurbúar hafa leitt getum að því að hug- myndir manna um göng í gegnum Reynisfjall til Vík- ur í Mýrdal hafi vakið upp úrilla tröllkonu, sem nú gægist til suðurs úr fjall- inu. Hugmyndin inniber vegalögn gegnum varp- lönd fugla og eyðileggingu friðaðra sandstranda, sem í erlendum ferðatímaritum hefur verið lýst sem einum merkustu fjörum verald- ar. Aðrir eru langþreyttir á vetrarófærð, sem gangna- gerðin á að leysa. Vélhjólamenn fá 3 hektara Á fundi bæjarráðs Akra- neskaupstaðar 17. júlí lagði skipulags- ogbygg- inganefnd til við bæjarstjórn að út- hluta Vélhjólaí- þróttafélagi Akra- ness þriggja hektara svæði til íþróttaiðkun- ar sinnar í iandi Ása 3, skammt utan bæjar- ins. Sannarlega fengur fyrir vélhjólamenn í Akranes- kaupstað ef af verður. Vífilfell ísamkeppni Drykkjarvörurisinn Víf- ilfell hyggst byrja að fram- leiða drykk til höfuðs Kókó- mjólk. Kókómjólk er eins og flestir vita búin að vera órjúfanleg- ur partur af mataræði landans í tugi ára. Vífilfell sér væntan- lega mörg tækifæri í að byrja að framleiða kókómj ólkurdrykk. Mikil umræða hefur verið um sykurneyslu barna seinustu ár og því hefur vörum drykkjarvörurisans verið kennt um. Mjólkur- samsalan hóf nýverið að framleiða sykurskerta kókó- mjólk sem hefur verið vel tekið á heimilum landsins. Ekki er vitað hvort Vífilfell hyggst framleiða sykur- skertan kókómjólkurdrykk. Skjárinn býður klámmyndir á breiðbandinu gegn gjaldi. Friðrik Friðriksson, þróunar- stjóri Skjásins, segir þjónustuna löglega. Brynhildur Flóvens, formaður mannréttinda- skrifstofu, segir dreifingu kláms ólöglega. Óskar Sigurpálsson lögregluvarðstjóri segir öruggt að Skjárinn brjóti lög með klámveitu sinni. Lögreglan segir Skjáinn brjóta lög með klámmyndasýningum Kolbrún Halldórsdóttir Þingmaður Vinstri grænna segir klámið „normaiiserað ‘ „Ég veit að fyrir 30 árum hefði þetta verið upprætt eins og skot." Frá síðasta hausti hafa undir VOD-hluta Skjásins klámmyndir verið fengnar leigðar gegn því að lykilnúmer er stimplað inn með fjarstýringu. „Hér er ekkert ólöglegt á ferð- inni," segir Friðrik Friðriksson, þró- unarstjóri Skjásins. Undir svokölluðum VOD-hluta Skjásins er hægt að nálgastklám með tiltölulega auðveldum hætti. Um er að ræða útleigu á klámmyndum í gegn um breiðband Símans, móður- félags Skjásins. Verð á klámmyndun- um er 650 krónur sem gjaldfærast á símreikning í lok mánaðar. Þarf lykilorð Friðrik Friðriksson segir klám- ið vera varið með lykilnúmeri og því sé ekki hægt að bera aðgengi að því saman við annað efni sem hægt er að nálgast á Skjánum. Þegar á reyndi, reyndist klámið þó ekki betur varið en svo að blaða- maður fékk lykilnúmer sitt uppgefið í gegnum síma. Klám er bannað, punktur Brynhildur Flóvenz, lögfræðing- ur og formaður mannréttindaskrif- stofu, bendir á að lögin séu mjög skýr þegar kemur að klámi og vitnar í 210. grein almennra hegningarlaga. En þar segir að: „...að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, út- býta eða dreifa á annan hátt út klám- ritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum sé ólöglegt og skuli ...sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum." „Ef þetta er klám sem er í boði hjá Skjánum, þá erþað refsivert," fullyrð- ir Brynhildur, „það er alveg klippt og skorið". „En svo kemur auðvitað allt- af upp spurningin um hvað sé klám, og það virðist hafa breyst í gegnum árin." Klámið „normalíserað" Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, sérfræðing- ur um klám og löggjöf um klám segir normalíseringu vera mikla á klámi í vestrænum samfélögum. Að sífellt sé verið að færa þolmörk fólks ofar. Aðspurð hvers vegna klám fær að vaða uppi með þessum hætti í þjóð- félaginu svarar Kolbrún að hvorir tveggja, löggjafinn og framkvæmda- Friðrik Friðriksson Þróunarstjóri Skjásins segir lykilorðin verja klámið gegn lögunum. valdið firri sig ábyrgð og vísi hvor á hinn. Lögreglan segi „löggjafan- um hafa láðst að skilgreina hverju við ættum að leita eftír," segir Kol- brún. „Þegar ég svo mælist til þess á þingi að við skilgreinum klám- ið betur, þá fæ ég ásakanir um að vega að tjáningarfrelsinu." Þetta er lögbrot, skýrt og klárt Óskar Sigurpálsson varðstjóri í lögreglunni í Reykjavík segir Skjáinn brjóta lög, skýrt og klárt. „Það er bara orðið svo erfitt að eiga við þennan bransa. Ég veit að fyrir 30 árum hefði þetta verið upp- rætt eins og skot, en framboðið er orðið svo mikið og kem- ur svo víða að. Sérstaklega eftír komu internets- reynir@dv.is Ber kona Varþessi mynd klámfengnari fyrir30 árum? Brynhildur Flóvenz Lögfræðingur og formaður mannrétt- indaskrifstofu segir lögin mjög skýr varðandi klám: Það sé bannað. Váleg tíðindi fyrir sólardýrkendur sem telja sig óhulta Þegar sólin skín bj ört yfir borginni og þúsundir landa flykkjast til sólar- stranda í methita á meginlandinu berast brýn tíðindi frá Bretlandi um sólarvarnir: sá vani að nudda sólar- vörn vel inn í hörundið dregur stór- lega úr vörn gegn geislum sem skaða og elda húðina. Sólarvörn dugar því aðeins að hún hggi í þykku og sjáan- legu lagi á húðinni. Breska rannsóknarstofnunin Raft greindi frá þessu í breskum fjöl- miðlum nokkrum dögum áður en hitamet voru slegin þar í landi. Sól- arvörn eykur líkur á skemmdum á húðinni, því fólk situr lengi í sól hennar vegna. Vara sérfræðingar við notkun sólarvarnar og hvetja eink- um foreldra til að gæta að börnum í sólinni, hylja þau og halda í skugga. Það er dr. Haywood á Mount Vernon sjúkrahúsinu í Middlesex sem mest var vitnað til í vikunni. Haywoodsegirsortu- æxli einkum vakna í húð þeirra sem hafa verið mikið í sól. Hún segir vörnin minnka snarlega sé sólarvörn nudduð í húðina svo hún hverfi. Raft bein- ir sjónum sínum eink- um að geislum UVB, sem brúnka og brenna húðina og UVA, sem geta valdið langvarandi skaða. Sólarvörn er mæld í stjörnugjöf eftír því hver ver mest gegn UVB. „Rannsóknir okk- ar sýna að eina vörnin er að láta vörnina þorna á húðinni," segir Hay- wood. Húðkrabbi er vax- andi vandamál, bæði Só| og sumar Þáð er gottaðað sóla sig ímiðbæ Reykjavikur. vegna sólbaða og legu í sól- arlömpum. Rannsókn Raft var gerð með afgangsskinni frá lýtaaðgerðum sem lýst var með geislum sólar. Sara Hiom, frá Cancer Research UK, segir fólk ekki geta treyst lengur á sólarvörn. Allir eigi að að halda sig úr sól um hádeg- ið þegar sól er hæst á lofti. Sólarvörn eigi menn ekki að treysta á, en bera sterk- ustu vörnina, 15, á eins oft og hægt er og láta liggja á húðinni þess á milli. „Fólk, bjart yfirlitum með freknur og fæðing- arbletti og fjölskyldusögu með krabbamein ætti að vara sig í sólinni. Það er í mestri hættu," segir Sara Hiom.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.