Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 2 1. JÚLÍ2006 Fréttir DV • Eiður Smári Guðjohnsen sagði á dögunum, þegar tilkynnt var að hann myndi klæðast treyju núm- er sjö hjá Barcelona, að það væri til að heiðra minningu föður besta vin- ar hans. Besti vinur Eiðs Smára heit- ir Guðmundur Karl Guðmundsson og er verðbréfamiðlari. Áður hefur komið fram að Eiði og Auðuni Blön- dal er mjög vel til vina. Þannig er hinn geðþekki Sveppi kominn niður í að minnsta kosti þriðja sæti á lista yfir bestu vini Eiðs og spurning hvort hann fari ekki að missa sæt- ið í einkaþotunni góðu... • Sú saga gengur um bæinn að lyfjakóngur- inn fýrrverandi, Sindri Sindra- son, hafi keypt búgarð í Frakk- landi fyrir eitt þúsund milljón- ir króna. Hið rétta er að Sindri keypti íbúðarhús þar í landi fyrir nokkr- um mánuðum fyrir innan við 100 milljónir króna. Húsið, sem er stórt og veglegt og margra alda gamalt, stendur að vísu á tíu hekturum lands en þar er enginn búreksmr. Kunnugir telja að þarna hafi Sindri gert býsna góð kaup... • Á málefni.com eru nú uppi vanga- veltur um að Egill Helgason verði ekki á skjánum á NFS með þátt sinn næsta vetur en þess í stað verði þátt- urinn Pressan sem verið hefur á dag- skrá á sunnudögum í sumar áfram í vetur og þá undir stjórn Helga Seljan. Helgi hefur verið að standa sig mjög vel á NFS eins og kunnugt er en mál- verjar spyrja nú hvorn annan hvort þeir hafi heyrt þetta slúður... • Sú saga hefur gengið í breska tón- listarbransanum nú í nokkrar vikur að stúlknasveitin Girls Aloud sé að leggja upp laupana. Breska slúður- blaðið THE SUN er ekkert að tvínóna við hlutina og lýsir því yfir á heima- síðu sinni að Girls Aloud sé líklega að hætta og nú þurfi Bretar að kjósa nýja arftaka þeirra. The Sun stillir upp tveimur líklegum arftökum Girls Ál- oud. Annað bandið heitir Stonefoxx og er frá Bretlandi. Hitt bandið sem Sun telur líklegan arftaka er auðvitað „stelpurnar okkar" í NYLON... Kristinn Guðmundsson Flutningabilstjórinn segist nú eyða 20% minna I bensín. Gunnar Gunnarsson Verktakinn hefur tröiiatrú á MPG-Caps. Gunnar Gunnarsson verktaki og Kristinn Guðmundsson flutningabílstjóri eru notendur og seljendur að töflum sem eiga að spara bensín upp að 20 prósentum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, er fullur efasemda. í nokkra mánuði hafa á íslandi verið til töflur sem eiga að draga úr bensínnotkun bifreiða um allt að 20%. Nú þegar bensínlíter- inn nálgast óðfluga 140 krónurnar myndu fáir slá hendinni á móti töfratöflum sem spara bensín. „Reglulega koma efni afþessu tagi fram á sjónarsvið- ið sem hafa enga virkni sem slík. Síðast man ég eftir einhverjum tinkúlum sem áttu að mýkja ganginn í vélinni og tryggja sparnað upp að 20 prósentum." Frá því í nóvember í fýrra hafa verið á markaðnum töflur sem eiga að vera þeirri náttúru gæddar að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða frá sjö til allt að 20 prósentum. Efnið ber nafnið MPG-Caps en fyrirtækið er bandarískt og heitir Fuel Freedom International. Píramídaskema öll dreifing vörunnar fer fram í gegnum svokallað píramídaskema, sem íslendingar ættu að þekkja. Það fæst því aðeins hjá sjálfstæð- um dreifingaraðilum. Menn geta þá annars vegar keypt einstaka skammt eða skráð sig sem dreifingaraðila hins vegar. Við það fær viðkomandi sinn stað í píramídanum og fær tekj- ur af öllum þeim sem fyrir neðan hann lenda. Fullur efasemda fyrst Að sögn Gunnars Gunnarssonar, verktaka og bílaeiganda, er efnið ný- komið til landsins og dreifingarað- ilar á íslandi því enn rétt um 30, en Gunnar er sjálfur nýbyrjaður að nota og dreifa efninu. „Eins og með öll efni af þessu tagi eru menn auðvitað fullir efasemda til að byrja með og var ég þar eng- in undantekning," segir Gunnar. „Eg keyri Dodge Ram, 2004 árgerð, sem á að eyða um 25 lítrum á hundraðið og eftir að ég hóf að nota MPG-Caps hef ég náð honum niður í 22 lítra. Samt er ég oftast með kerru aftan í sem á auðvitað að auka bensínnotkunina frekar en hitt." Úr 53 lítrum í 43 Kristinn Guðmundsson flutn- ingabílstjóri, sem einnig er nýleg- ur notandi og seljandi, tekur í sama streng en hann segist hafa náð eyðslu á flutningabíl sínum úr 53 lítrum niður í 43 eftir að hafa aðeins notað efnið í tvo tanka, en á þriðja tanki á efnið að hafa náð fullri virkni. Annað en bensínbætiefni Gunnar segir að MPG-Caps hafi allt aðra virkni en svokölluð bensín- bætiefni sem hafa verið á markaðn- um undanfarin ár og hafa litla sem enga virkni. „MPG-Caps er ekki hannað til að breyta bensíninu sjálfu heldur húðar efnið vélina, stimpiihúsið og kertin líkt og teflon svo minna bensín fer til spillis og bruninn verður árangurs- ríkari," útskýrir Gunnar. Ökuþórar notað efnið lengi Tfl að draga úr efasemdum bæt- ir Gunnar við að þótt lítil reynsla sé komin af MPG-Caps á almennum markaði hafi það lengi verið í notk- un hjá bandarískum ríkisstofnun- um og að keppendur í bandaríska NASCAR-kappakstrinum hafi til að mynda notað eftiið um árabil. Of gott til að vera satt? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gefur h'tið út á virkni MPG-Caps en tekur fram að hann hafi ekki persónulega reynslu af þessu tiltekna efni. „Reglulega koma efni af þessu tagi fram á sjón- arsviðið sem hafa enga virkni sem slík. Síðast man ég eftir einhverj- um tinkúlum sem áttu að mýkja gang- inn í vélinni og tryggja sparnað upp að 20 prósent- um," segir Run- ólfur fullur efasemda. Hann rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi fé- lag bifreiðaeigenda í Þýskalandi gert kannanir á þessum tinkúlum og öðr- um efnum sem voru á markaðnum á þeim tíma og hafi í kjölfarið kallað þetta hókus pókus-lyf eða lyfleysur. Sparnaðurinn sálfræðilegur Runólfur bætir þó við að ein já- kvæð niðurstaða hafi komið úr þessumkönnunumÞjóðverjanna, en hún var sú að „...þegar menn voru meðvitaðir um efríin í tank- num höfðu þeir tilhneigingu til að haga sér öðruvísi við akstur- inn og margir drógu eldsneytis- neysluna saman um allt að 20 pró- sent, einungis vegna sparaksturs sem orsakast af sál- fræðflegum þátt- um,“ útskýrir Runólfur. Þeim sem óska frekari upplýsinga um þessar töflur er bent á vefsíðuna reykjavik.is. reynir@dv.is íbúar á Álftanesi kvarta undan sóðaskap, rafmagnsgirðingum og ólykt Þéttbýlið í árekstri við bændasamfélagið íbúar á Álftanesi hafa að undan- förnu farið mikinn og kvartað und- an sóðaskap, rafmagnsgirðingum og ólykt í hreppnum. Sem dæmi sendu hjón í götunni Asparholti erindi til bæjarráðs Álfta- ness fyrr í sumar vegna fýrrnefndra atriða. Sögðu hjónin í erindinu að vandamál væri sóðaskapur sem lægi að endaraðhúsi þeirra á svæð- inu og væri hvorki mönnum né dýr- um bjóðandi. Draslinu, sögðu hjón- in í erindinu, fýlgdi sjónmengun og einnig væri ryðgaður skúr á svæð- inu. „Ryðgað járnrusl, rusl og plast og mikið illgresi eru alveg við lóða- mörkin hjá okkur," segja hjónin, sem eru að fara að tyrfa og óttast að ill- gresið sái sér yfir í þeirra garð. Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness, segir það hafa verið eitt af fyrstu verioim nýs meirihluta að Við Asparholt Hér búa hjón sem kvartað hafa undan sóðaskap, rafmagnsgirðingum ogólykt. DV-mynd Stefán ganga í þetta mál og önnur slík. „Fólk hefur verið að kvarta en þá yfirleitt yfir rusli sem verið hef- ur að fjúka," segir Sigurður og vísar í að ruslið fjúki vegna framkvæmda í sveitarfélaginu. En hjónin hafa áhyggjur af barna- börnunum og að þau slasi sig á raf- magnsgirðingum á svæðinu. „Þetta tiltekna erindi var uppi á borði hjá okkur en nú hefur verið komið í veg fýrir að börn komist að rafmagns- girðingunum." Sjálfur telur Sigurður að kvartanir íbúa Álftaness megi rekja til þess að þama sé landbúnaðurinn að mæta byggðinni. „Uppgangur og bygging eru mikil á þeim svæðum sem áður voru tún," segir Sigurður og bendir á að jafnframt þurfi að loka skurðum í sveitarfélaginu. En hjónin í Asparholti segjast sjálf vilja gera allt í sátt við alla. „Við flutt- um hing- að á Nes- ið í sátt við Guð og menn," og halda áfram: „Og okkur langar til að þykja vænt um bæjarfélagið okkar." gudmundur@dv.is Sigurður Magnússon Bæjarstjórinn S( kvartanir íbúa hafa verið teknar til greir.u. Vandinn sé sá að árekstur hafi orðið milli þéttbýlis og gamla bændasamfélagsins sem eittsinn var á „Nesinu". DV-mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.