Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR21. JÚLÍ2006 1 7 Flúði fangelsi í afmæli Dragan Boskov- ic, 26 ára gamall fangi, flúði úr fang- elsi nálægt heima- bæ sínum Kolasin í Montenegro svo hann gæti óskað kærustu sinni til hamingju með 19 ára afmæli hennar. Dragan sem afplánar lífstíð- ardóm fyrir morð réði nið- urlögum fangavarða sinna og klifraði yflr 3 metra háan vegg. Hann skilaði sér síð- an sjálfur aftur í fangelsið tveimur tímum síðar. Sjálfur segir Dragan að hann hafi lofað kærustu sinni að óska henni til hamingju og þar sem hann fékk ekki að nota símann í fangelsinu var ekki um annað að ræða en taka til sinna eigin ráða. Fótbolti handan dauðaoggrafar Þýska fótboltafélagið Hamburger SV hefur uppi áform um að gera grafreit við hlið vallar síns svo trúir og dyggir aðdáendur liðsins geti tekið ást sína á íþróttinni með sér í gröfina. Christian Reichert, stjómarformaður Hamburger SY segir að í graf- reitnum verði pláss íyrir 150 grafir. „Þetta verður síðasti hvílustaður iyrir sanna aðdá- endur okkar," segir Reichert. Og bætir því við að einnig verði til staðar minningar- steinar um bestu leikmenn félagsins gegnum tíðina. Heimsendirá næstunni Meðlimir sér- trúarsafnaðar í Kenýa eru nú á fullu við að búa sig undir heimsendi sem þeir segja að verði ekki seinna en 12. september næstkomandi þeg- ar kjarnorkustríð skellur á. Þessi heimsendaspá hefur verið sett fram af andlegum leiðtoga þeirra, Yisrayl Hawkins. Sá er raunar stað- settur í Bandaríkjunum en á rætur að rekja til ísrael. Söfnuðurinn „Hús Yahweh" vinnur nú hörðum höndum við að byggja skjólshús til að verja sjálfa sig fyrir kom- andi hörmungum. Nakin kona á hesti Vegfarendur á götum mið- bæjar Oxford ráku upp stór augu snemma að morgni í vikunniþegar þeir sáu nakta konu ríðandi á hestí. Þama var um að ræða tökur á atriði í nýrri kvikmynd sem mun vera lauslega byggð á þjóð- sögunni um Lady Godivu. Að sögn leikstjórans, hinnar tvítugu Vicky Jewson, er um létta gamanmynd að ræða sem hefur tilvísanir í met- sölumyndir eins og Notting Hill og Bridget Jones. Það var leikkonan Phoebe Thomas sem sat hestinn við tökumar nálægt Magdalen-brúnni. Heimasíða pars á Englandi sem vill lífga aðeins upp á kynlíf sitt hefur fengið rúmlega 15 milljón heimsóknir. Upphaf málsins er að Richard Green vildi fá þriðju konuna með í bólið með sér og kærustunni Katie Á móti sagði Katie að það myndi aðeins gerast með veðmáli um að hann gæti fengið 5 milljón heimsóknir inn á heimasíðu sína. Þegar tak- markinu var náð veðjuðu þau aftur um að Richard gæti fengið tvær stúlkur með þeim í rúmið ef hann næði 15 milljón heimsóknum. Richard vann aftur. Kynsvall í uppsiglingu hjá Richard og Katie • Richard og Katie Vefslða þeirra með | þeim vinsælustu á Bretlandseyjum. Hægt er að fylgjast með þessu ferli Richards og Katie á heimasíð- unni Pleasemakethiswork. Og ekki virðist skortur á sjálfboðalið- um til að taka þátt í gamninu með þeim tveimur. Katie hefur gert kröfu um að fá að velja bólfélagana tvo og á heimasíðunni má sjá þær sex konur sem helst koma til greina. Af þeim eru tvær giftar og önnur þeirra segist raunar „hamingjusamlega gift". Þegar Richard Green, þrítugur Englendingur, spurði kærustu sína Katie í síðasta mánuði hvort hún væri til í þríkant, það er að fá aðra stúlku með þeim í bólið, sagði Katie ekki beint nei. í staðinn skilyrti hún bón kærastans á þann hátt að ef hann gætí sett upp heimasíðu og fengið fimm milljón manns til að koma á síðuna myndi hún fallast á beiðni hans. Og til að allt væri með réttum formerkjum gerðu þau með sér skriflegan samning um málið. Vinsæl síða HeimasíðaRichards,pleasemake- thiswork.com, varð brátt mjög vin- sæl á Bretlandseyjum og víðar og tók ekki langan tíma að ná fimm milljón heimsóknum. Og Katie hafði síður en svo uppi áform um að standa ekki við sinn hlut í samningnum. „Ég hef lofað að standa við minn hlut en ég vil fá að ráða því hvaða stúlka verð- ur fyrir valinu," sagði Katie í sam- tali við The Sun. Og Richard lét ekki sitt eftir liggja. Hann bauð Katíe að halda áfram veðmálinu upp á tvöfalt eða ekkert ef hann næði 15 milljón heimsóknum, sem sagt fjórkant eða tvær stúlkur með þeim í bólið. Katie sló til og tapaði einnig því veðmáli á dögunum. Nú er spurningin hvort Richard býður kærustunni aftur upp á tvöfalt eða ekkert. Sweet Juliette Hamingjusamlega gift en elskar ævintýri. Jinx„Ga?f/ verið tækifærið sem ég hefbeðið eftir." Barbie Vill reyna þrlkant I fyrsta sinn Kelly G iftenfinnst gaman að leika sér með öðrum. Sjálfboðaliðar Samhliða því að veðmál voru í gangi hafði fjöldi stúlkna samband við þau hjónakornin í gegnum síð- una og bauð fram þjónustu sína í komandi kynsvall. A heimasíðunni er að finna nokkrar þeirra sem Katie telur helst koma til greina, meir og minna fáklæddar. Og nú gefst þeim sem heimsækja síðuna að vera með í valinu á þeim tveimur sem fara að lokum í bólið með Richard og Katie. Og hægt er að skrá sig fyrir myndum af kynsvallinu þegar það fer í gang. Einhleypar og giftar Meðal þeirra sem boðist hafa til að fara í bólið með Richard og Katie eru bæði einhleypar og giftar konur. Þar má meðal annars finna Jinx sem er einhleyp og tvíkynhneigð. Kelly sem er gift en elskar að prófa nýja rekkjunauta. Barbie sem er einhleyp og vill prófa þríkant í fyrsta skipti á æv- inni og Sweet Juliette sem er „hamingju- samlega gift" en elskar ævin- týri. Forráðamenn einnar virtustu verðbréfastofu í heimi eru æfir Goldman Sachs í mál við Goldmansex Forráðamenn Goldman Sachs, einnar virtustu verðbréfastofu í heimi, eru æfir vegna hollensku vef- síðunnar goldmansex.com. Hafa þeir ákveðið að fara í mál við eig- anda Goldmansex til að fá nafni síð- unnar breytt. Rob Muller, eigandi Goldmansex, brosir að þessu brölti í verðbréfasölunum og spyr hvort við- skiptavinir Goldman Sachs trúi því virkilega að þetta sé ný þjónusta á þeirra vegum. Eins og nafhið gefur til kynna er Goldmansex kynlífssíða með teng- ingar við fylgdarþjónusmr og súlu- staði um aílan heim. Á síðunni seg- ir meðal annars að hægt sé að fletta upp 5.000 súlustöðum eða stripp- búllum um allan heim. Að sögn Reuters telja forráða- menn Goldman Sachs mikla hættu á misskilningi og því fara þeir í mál. Stofan hefur tryggt sér vefnöfnin goldmansachs.com, goldman.com og gs.com en þeir gleymdu greini- lega að tryggja sér kynlífsafbrigðið af nafninu. Rob MuIIer segir að nafnið sé ekki tilkomið sökum þess að hann ætli að misnota nafn stofunnar sér til fram- dráttar. Gælunafn hans meðal vina sé „Goldman" vegna ljósgullinna lokka hans. mansex.com oforbustnest --- HOME|ADVANCEO SPARCH | FAQ« j CI.Ua/AGEHC tSSSSBHKi -. * Couiáiy m NcrA'ay S».Wii1USAI V Outsice USA Ciy v : Oslo w Scrvíco All (i) 3. . • V ' ( OuickS*arch | •sl'lll - ivíll I GaldmaníCK pioctks the lárgt tf <?eciðry for adull emeriainirBf Psrrtíllérs Al IM rro covtt 5-XQ cluts and «scoit » Ihe 30D Urgest b'jsin«í& c«n|« v/cild. Siart by selíctinj th* ci cuy youVe viiHing on 1he c* you go Májor 0111**10«*. w* r*»ch«d c i«gi$1«red prðvidur m jusl Iv/c r -im.mm.lD tht n'wiht Goldmansex Vefslðan umdeilda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.