Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 21. JÚLl2006
Fréttir DV
Ummæli vikunnar
„Víkverji er orðinn
voðalega jákvæður
þessa dagana og
rembist við að hlæja
að fýlunni ísjálfum
sér og öðrum."
Víkverji (mánudags-
Mogga. Hvernig erþá
Víkverji þegar hann er ekki „voðalega
jákvæður"?
„Það geta ekki allir verið á listamanna-
eða rithöfundalaunum og sötrað
cappuccino á kaffihúsi í 101 Reykjavík."
Jón Einarsson
framsóknar- og
lögmaður í Mogga á
mánudag. Og hefur
greinilega ekki
gluggað í Draumaland
Andra Snæs þegar
hann auk þess segir
Framsóknarflokkinn
náttúruverndarflokk sem beri skylda til
að nýta íslensku fallvötnin heiminum til
heilla.
„Á hörðum vetrum, í blindbyl, er hætt
við að fíngerðar
blaðakonur verði úti á
göngu sinni upp í
Hádegismóa."
Kolbrún Bergþórs-
dóttir í fjölmiðlapistli
Blaðsins á þriðjudag.
Svo fjölmiðlapistill
megi heita fjölmiðla-
pistill í Blaðinu dugar að fjölmiðlamað-
ur skrifi hann.
„Björgvin skrifar að tekist hafi að
mynda kosningabandalagið Samfylk-
inguna með þátttöku
allrafjögurraflokka til
vinstri og brautin var
rudd". En hvað með
i Vinstri græna?
Staksteinar á
þriðjudag. Eilítið er
þetta gamalkunna trix
Styrmis, tilraunir til að
valda úlfúð á vinstri vængnum, að verða
fyrirsjáanlegt.
„Námskeiðið væri nú hafið og ég bæði
bókalaus og hálfvegis heilsulaus."
Bjarni Harðarson pistlahöfundur
Blaðsins skrifar
óborganlegt
lesendabréftil
Hannesar Smárasonar
en lcelandair tapaði
tösku fyrir Bjarna. Og
hafði það miklar
hörmungar I för með
sér fyrir álitsgjafann sem nú villrukka
Hannesum 106.550 kr.
„Matarverð er
hlutfallslega ekkert
hærra hér en verð á
öðrum vörum sem
snúa að hag
heimilanna."
Guðni Ágústsson í
Fbl. á miðvikudag.
Ergó: Ekki ertil neins
að standa í að reyna
að lækka það?
„Kannski erum
við, þegaröllu
erábotninn
hvoift, bara
afkvæmi
geimvera og
apa."
Jón Gnarr í
Bakþönkum
sínum í gær. Er það bara ég eða gerist
Jón stöðugt undarlegri?
„Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður
Samfylkingarinnarí Suðurkjördæmi, er
meira að segja
hættur að skrifa
greinina sína um
brottfall úr
framhaldsskólum
og er þess i stað
farinn að rífast
opinberlega við
Margréti S.
Björnsdóttur,
hugmyndafræðing
Ingibjargar Sólrúnar."
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
á síðu sinni. Dregur pólitíska andstæð-
inga sina sundur og saman í nístandi
háði og segir þá skynja að öll mál
stjórnarandstöðunnar er Sjálfstæðis-
flokkurinn að afgreiða í góðri sátt.
Að sumri til fer allstór hópur manna um að nóttu og rótar í moldinni. Þetta eru maðka-
tínslumenn. Maðkaveiðar eru miklum mun flóknari iðja en menn almennt gera sér grein fyr-
ir. Og ýmsum brögðum beitt. Konungur maðkamannanna er að sögn kunnugra hinn ævin-
týralegi Halldór Norðquist Grímsson, sem hefur lifað af flugslys, bílslys og sjóslys eins og
fram kemur í viðtali sem í grunninn snýst um kúnstina að toga maðk úr mold og á öngul.
Ber virðingu fyrir
kynlífi maðka
„Ég fékk eitt sinn hjartastopp við maðkatínsluna," segir Halldór
Norðquist. Hann er einn helsti sérfræðingur íslands og þótt víðar
væri leitað í maðkatínslu. „Ég er nú ekki með skrokkinn í þetta en
ég fer þetta á hörkunni og viljanum," segir Halldór sem slær ekki
af í tínslunni þrátt fýrir að vera löggiltur öryrki.
Veiðimennska er mjög vaxandi
áhugamál á íslandi. Og á sér ýms-
ar hliðar. Fjölmargir einstakling-
ar leggja fyrir sig maðkatínslu til að
sjá veiðimönnum fyrir agni. Maðka-
tínslufólk fer um á nóttunni, með
vasaljós og rótar í moldinni. Ungl-
ingar grípa gjarnan í þessa iðju að
sumri til sem og fullorðið fólk. f
maðkatínslu geta verið uppgrip. Góð
búbót utan kerfis. Um það er þegj-
andi samkomulag og víst er að ef
skattmann færi að skipta sér af þessu
yrði einhver gegnheill veiði- og al-
þingismaðurinn til að rísa upp og
segja sem Davíð forðum: Svona gera
menn ekki.
Skríður við maðkatínsluna
Konungur maðkamanna á ís-
landi er að sögn þeirra sem til þekkja
Halldór Norðquist Grímsson. Hann
hefur lifað ævintýralegu lífi og hefur
frá ýmsu að segja meðfram því sem
hann upplýsir DV um maðkaveiðar.
Sem er langt í frá einföld iðja heldur
ákveðin kúnst.
Halldór segir að honum hafi dott-
ið í hug fyrir nokkrum árum að fara
út í þennan bransa. Og þótt ýmis
leyndarmál hljótí eðli málsins sam-
kvæmt að vera áfram leyndarmál
getur Halldór bent á eitt og ann-
að sem vert er að hafa í huga þegar
maðkar eru tíndir.
„Best að fara eftír að rignt hefur.
Þá fer maður út um miðnættíð og er
að þar til birtir. Maður verður að fara
rólega. Margir fara alltof hratt yfir. f
mínu tilfelli þá er það ekki mikið mál
því ég er með spengt bak þannig að
ég skríð við þetta. Ég er með sérstök
díóðuljós sem ég er með á höfðinu
og eru bláleit. Maðkurinn virðist ekki
skynja þau jafnvel og venjuleg vasa-
ljós."
Brotin hönd stöðvar Halldór
ekki
Halldór segist hafa keypt þessi
tilteknu ljós í búð í Reykjavflc en vill
ekki gefa upp nafnið á henni - það er
atvinnuleyndarmál.
„Ekki er sama hvernig maður tín-
ir hann upp. Það verður að sjá hvern-
ig hann liggur. Annars er hætta á að
hann slitni," segir Halldór. Ekki er
laust við að dulúðar gæti í rödd Hall-
dórs þegar hann er kominn óþægi-
lega nálægt því að upplýsa um leynd-
ardómsfullar aðferðir og sérhæfðar.
„Maður þarf að vera alveg rosa-
lega snöggur að grípa um maðkinn
því hann er snöggur niður í moldina
verði hann manns var," segir Halldór.
Hann er reyndar með tvö brotin bein
í hendinni en gefur sér ekki tíma til
að láta láta kíkja á það strax. Ekki í
miðri vertíð.
„Það er ekki hægt að vera með
gifs í þessu," segir Halldór og hlær.
Tekur ekki maðka í samförum
Þegar Halldór er spurður um
hvað vanur maðkatínari nái mörg-
um möðkum á kvöldi þá segist hann
ná frá fimm hundruð upp í þúsund
á góðu kvöldi. Ljóst má því vera að
maðkatínslan getur borgað sig. Verð-
ið á maðki getur verið frá 35 krón-
um upp í 50 krónur, jafnvel meira í
þurrkum og vondri tíð.
Líkt og frumbyggjar til foma ber
Halldór ótakmarkaða virðingu fyrir
bráð sinni. Og lýsir yfir mikilli van-
þóknun á því hvernig ýmsir kollegar
hans í maðkatínslustétt bera sig að.
„Margir taka maðka í samförum.
Þá koma þeir upp á grasið og lím-
ast saman. Ég læt þá alveg í friði þá.
En stundum koma menn á eftir mér
sem hirða þá upp," segir Halldór og
biður menn um að bera virðingu fyr-
ir maðkinum.
Signir yfir leiðum
Vinsæll tínslustaður eru kirkju-
garðar. Þar er moldin gljúp og oft
góðan maðk að hafa. Halldór fer
í kirkjugarða líkt og fleiri maðka-
tínslumenn. En ekki er sama hvernig
menn bera sig að.
„Þegar ég tíni í kirkjugörðum þá
signi ég yfir garðinn og biðst afsök-
unar á því að ég skuli vera að þvæl-
ast þarna," segir Halldór alvarlegur í
bragði.
Þótt Halldór sé mikilvirkur maðk-
atínari fer hann ekki sjálfur til veiða.
Og er það ekki síst vegna veikinda
sem hann á við að stríða.
„Ég hef mátt þola mörg áföll í
gegnum tíðina. Ég hef lent í sjósfysi,
bflsfysi og flugsfysi. Það var 1956
sem ég lenti í flugslysi á Akranesi.
Við vorum að koma inn tíl lending-
ar og brotíentum og vélin gjöreyði-
lagðist," segir Halldór utan dagsláár.
En þrátt fyrir erfitt líf og alvarleg áföll
ber hann sig vel. Þegar þetta við-
tal var í vinnslu var Halldór, sem er
hjartveikur, lagður inn á sjúkrahús
vegna truflana í gangráði en hann
er með tvöfaldan slílcan. Kaldhæðni
örlaganna er svo sú að sumir segja
maðkinn vera með ellefu hjörtu.
Dreymir fyrir maðki
En aftur að maðkatínslu. Þar er
ekki allt sem sýnist. Stærstí maðkur
sem Halldór hefur náð í var um 45
sentimetrar sem er nánast eins og
eiturslanga.
„Svo er nú annað sem ég hef. Ég
er svo berdreyminn. Ég fer voðalega
mikið eftir draumunum í daglegu lífi.
Ég veit alveg hvað sumir draumarnir
þýða. Mig hefur dreymt fyrir maðka-
tínslu og þá dreymt hvar ég eigi að
vera og slíkt."
Halldór, sem er greinilega ým-
islegt til lista lagt og veit meira en
margir, segir að hann hafi verið svona
berdreyminn allt frá tólf ára aldri. Og
það kemur sér vel við maðkatínsluna
en Halldór tínir ekki einungis maðka,
heldur ræktar einnig.
„Ég á alltaf maðk. Ég geymi hann
„Þegar ég tíni í kirkju-
görðum þá signi ég yfir
garðinn og biðst afsök-
unar á því að ég skuíi
vera aðþvSéíastbáma."
Halldor Norðquist Grfmsson
Bermikla virðingu fyrir bráð
sinni og tekur aldrei maðkí
samförum öfugt við suma.
Ræktar maðk
Stærsti maðkur sem Halldór,
sem dreymir fyrir maðk,
hefur náð var 45 sentimetrar.
yfir veturinn og el hann upp. Ég er
með hann í plastkörum með mold,
mosa og laufblöðum í og held þannig
lífinu í honum. Ég er alltaf fyrstur á
vorinn með maðk."
myrdai@dv.is
Maðkurinn klár í veiðina
ÞegarHalldórferá
maökaveiðar I kirkjugörðum
signir hann yfir garðinn og
biður framliöna afsökunar.