Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 21. JÚU2006 Helgin DV Neydd til að skilja barnið sitt eftir í Noregi Norsk lög dæma íslenska ríkisborgara til búsetu í Noregi. Fyrir ári birtrDV viðtal við Ólöfu Björgvinsdóttur, sem þá stóð í forræðisdeilu við norskan sambýlismann sinn vegna fjögufra ára dóttur þeirra. Þeim var dæmt jafnt forræði með því skilyrði að Ólöf yrði um kyrrt í Noregi. Fjórtárí ára son- ur hennar af fyrra hjónabandi vildi flytja heim til íslands. Mál- inu var áfrýjað og dæmt á sömu leið. Þegar Hæstiréttur í Noregi neitaði að taka .málið sá Ólöf að- eins einn kost í stöðunni. Hún gat ekki valið milli barnanna sinná. Ákvörðunin var erfið en Ólöf kaus að ala ékki barn upp í hatri og deilum ioreldranna. í lok maí kvöddust mæðgurnapá flugvellinum í Osló. „Ég tók Ingibjörgu í fangið og sagði henni að nú ætti hún að búa hjá pabba sínum en við myndum hittast oft. Hún skildi þetta ekki, enda vildi hún bara að við byggjum öll saman í hús- inu okkar íTromsö, að alltyrðieins ogþað var. Þegar við vorum að pakka niður fyrir hana dag- ínn fyrir brottför uppgötvaði ég að hún taldi sig bara vera að fara í sumarfrí til pabba síns. Það er núna fyrst sem hún virðist vera að átta sig á að hún eigi ekki lengur heima hjá mér og komi bara til míh íheimsókn íhaust."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.