Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Side 29
Helgin DV FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ2006 29 Mæðgurnar í Skorradal f apríl „Ingibjörg þaríalltafmeira en eitt knús..." Hann kom úr stuitunni, klæddi sig, sagði konunni sinni að hann væri farirm afheimilinu ogkæmi aldrei aft- ur. íforstofunni stóðu ferðatöskumar þeirra, ekki komnar lengra eftir dvöl á íslandi um jólin 2004. Tvö böm, tólf og þriggja ára, horfðu á heimilisfóður- inn ganga út af heimilinu. Átta ára sambúð var lokið einhliða. Hentugt fyrir hann að ekki var búið að pakka upp... Þetta er ekki lýsing á atriði úr bíómynd heldm blákaldur veruleiki sem Ólöf Sigrún Björgvinsdóttir upp- lifði í Tromsö í Noregi, þar sem hún hafði þá búið íþrettán ár. „Ég hafði vissulega fundið að hann var þungur í skapinu meðan við dvöldum á íslandi," segir hún. „Það var hins vegar ekkert nýtt og ég var vön því að hann yrti ekki á mig dögum saman þegar hann var í fylu. Þá hafði ég gert eða sagt eitthvað sem var rangt að hans mati, án þess ég hefði hug- mynd um hvað það var. Það var nokk- uð augljóst að eitthvað var í gangi þeg- ar hann var farinn að stjóma fyrirtæk- inu sínu - sem var lokað - úr farsím- anum sínum inni á klósetti...!“ Ólöfflutti til Noregs þegarhún var 19 ára, árið 1991, ásamt íslenskum manni sínum. Þau eiga soninn Frið- rik, sem núer 14 ára. „Við skildum nokkrum árum síðar, maðurinn minn hélt áfram námi sínu í öðm landi og hitti son okkar þegar hann vildi. Ég ætlaði að flytja heim aftur að loknu menntaskólanámi. Svo hitti ég mann, varð ástfangin, kláraði Bachelor-gráðu í hagfræði og uppeld- isfræði, ílengdist þama og við eignuð- umst dótturina Ingibjörgu árið 2001. Maðurinn minn, örjan, var ekki sáttur við að við ættum von á bami, en við- horfið breyttist eftir að hún fæddist og hann var ágætur pabbi í nokkra mán- uði. Svo fór hann að hugsa um sjálfan sig og var ekkert til staðar sem faðir. Hann er forstjóri og var mikið í vinn- unni - eða annars staðar," segir hún og brosir h'tið eitt. „Hann gat ekki tek- ið feðraorlofið sitt vegna mikilla anna... Ég fór að starfa hjá orkufyrir- tæki ári eftir að stelpan fæddist og hafði nóg að gera með tvö böm. Ég var í stjóm Islendingafélagsins í Tromsö lengi og þekkti ágætlega marga íslendinga í bænum." Forræðismálið og það skilyrði að Ólöf skyldi búa og ala bamið upp í Noregi er sérkennilegt í ljósi þess að þegar Ingibjörg fæddist varð hún ís- lenskm rúdsborgari. „Þegar bam fæðist í Noregi þarf að krossa við á blaði hvort forræði bams- ins skufi vera sameiginlegt - burtséð frá því hvort foreldramir búa saman eða ekki. Maðurinn minn krossaði aldrei við þennan reit, þannig að ég var ein með forræði yfir baminu. Ef ég hefði dáið í þessari sambúð, hefði hann ekki sjálfkrafa fengið forræðið. Baminu hefði verið komið fyrir hjá bamavemdaryfirvöldum og hann síð- an getað sótt um forræðið..." Sambandið fór síversnandi og Ólöf segir það að sjálfsögðu hafa bimað á bömunum. „í jólafríi á íslandi árið 2004 gerði ég mér grein fyrir að þetta samband var búið," segir hún alvarleg. „Hann yrti ekki á mig eða okkur allt fríið. Við komum til Noregs 29. desember og strax á Gardemo-flugvelfi skynjaði ég að áramótadjammið hans var að byrja. Þegar heim til Tromsö var kom- ið skellti hann töskunum í ganginn og fór í sturtu. Klæddi sig og sagðist vera farinn af heimilinu. Ég fékk áfall. Trúði ekki að þetta væri að gerast." Rangar upplýsingar í sendiráði íslands Ólöf hafði samband við sendiráð íslands í Osló, gat ekki fengið samtal við sendiherrann en var ráðlagt, af konu sem svaraði í símann, að bíða í Noregi og gæta þess eins að missa ekki forræðið. Þessi ráðlegging reynd- isthafa afdrifaríkar afleiðingar. „í lok janúar fékk ég bréf þess efnis að ég væri boðuð í það sem kallast „þvinguð ráðgjöf‘, sem þýðir að málið fer fyrir rétt. Um leið og það gerist er komið ferðabann á mig. Hefði ég farið beint heim til íslands eftir að hann fór af heimilinu hefði ég getað sótt for- ræðismálið hér. Pabbi, Björgvin Ólafs- son, hringdi í utanríkisráðuneytið, fékk ekki að tala við Davíð Oddsson, sem þá var utanríkisráðherra, en náði í Pétur Ásgeirsson sem baðst fyrir- gefningar fyrir hönd sendiráðsins og ætlaði að hringja í mig og veita mér stuðning. Ég hef ekki enn heyrt í hon- um. Sendiherra Islands í Noregi hringdi aldrei í mig, við heyrðum ekki eitt einasta orð. Það var ekki fyrr en forsætisráðuneytið komst í málið að eitthvað var gert - en þá var það orðið of seint." í viðtalinu við Ólöfu í DV í fyrra- sumar lýsti hún vonbrigðum sínum með samskiptin við íslenska sendi- ráðið. Þar var hermi bent á að hafa samband við íslenskan lögfræðing sem reyndist hættur störfum á þeim stað sem Ólöfu var vísað á. Fyrir dóm- inn kom fyrri maðm Ólafar og vimaði um að samskipti þeirra hefðu alla tíð verið eðlileg og hún hefði aldrei sýnt eigingimi varðandi son þeirra. Afvim- isbmði hans, sem og því að Örjan hafði íátta ára sambúð þeirra séð að Ólöf virti umgengnisrétt sonar síns við föðm sinn, hefði hann átt að vita að hún myndi ekki standa í vegi fyrir samskiptum hans og dótturinnar. „Mér finnst mikilvægt að böm kynnist báðum foreldrum sínum," segir hún með áherslu. „Það myndi aldrei hvarfla að mér að banna bami mínu að umgangast föður sinn. Það eina sem ég vildi var að flytja heim til íslands. í Tromsö beið mín ekkert, en dómurinn kvað á um að mér væri heimilt að flytja hvert sem var innan Noregs - en ekki heim til íslands. Nið- urstöður samtala við ráðgjafa og sál- fr æðing sem var útnefndur af dómara í undirrétti og millirétti, vom þær að ég væri hæfari foreldri og barnið hændara að mér. Sálfræðingurinn vildi samt að mér væri bannað að flytja til íslands og þegar sami sálfræð- ingur var aftur skipaður í miflirétti, mótmælti ég, því ég vildi fá annað álit á það mat að ég yrði að búa í Noregi. Rétturinn hafnaði mótmælum mín- um. Okkur var dæmt sameiginlegt forræði. Maðurinn minn óskaði eftir að hafa stelpuna frá fimmtudegi tii mánudags aðra hverja viku og síðan annan hvem miðvikudag. Eg bað hann að hitta mig á kaffihúsi og ræða málin í rólegheitum. Benti honum á í vinsemd að það væri ekki hollt fyrir bamið að flakka á miUi og kyrrsetja mig í Noregi þvert gegn vilja mínum. Ef ég fengi að flytja heim til íslands gæti fengið hana til sín til lengri dvalar á sumrin, önnur hver jól og um páska. Ég grátbað hann um að hugsa fyrst og fremst um stelpuna, að henni liði vel alla daga ársins. Bað hann að aðsldlja ekki systkinin. Þetta var ekki til um- ræðu hjá honum." Ólöf áfrýjaði dómnum. Málið var tekið fyrir í febrúar á þessu ári og var dæmtásamaveg. „Það hafði ekkert að segja þótt maðurinn hefði gengið út af heimilinu og væri með viðhald. Hann er norsk- ur, ég er útlendingur. Það var ótrúlegt að lesa niðurstöður dómsins. Hræðsl- an var gegnumgangandi: Ef bamið flytti til Islands myndi það ekki læra norsku. Það skipti engu þótt ég hefði sýnt fram á að hér er kennd norska í skólum - en hins vegar er ekki kennd íslenska í Noregi. Stúlkan á enga ætt- ingja í Tromsö nema pabba sinn. Samt er talað um í dómnum hvað það skipti miklu máli að bamið missi ekki tengslin við norsku fjölskylduna. Sú fjölskylda samanstendur af afa, föður- bróður og ömmubróður, sem búa í Hammerfest, sjö og hálfs tíma akstur frá Tromsö. íslenska fjölskyldan var einskis metin og það skipti þá engu máli að hún ætti bróður sem elskar hana því hann er víst bara hálfbróðir. Friðrik óskaði sjálfúr eftir að bera vitni í millirétti, til að sýna að hann er þroskaður einstaklingur og þekkti samskiptin á heimilinu. Áður en hann kom inn var öllu ieikstýrt af dómara og lögfræðingum bannað að spyrja hann mikilvægra spuminga." Heift og bílstuldur Faðir Ólafar, Björgvin Ólafsson og kona hans, Guðrún Jacobsen, reynd- ust Ólöfu stoð og stytta. Þau vom hjá henni í Noregi meðan réttarhöldin gengu yfír - en vom ekki fyrr farin heim eftir þau síðari þegar við tók „helvíti" að sögn Ólafar. „Hann sendi mér SMS-hótanir, hringdi stanslaust og var greiniiega haldinn einhverri þráhyggju. Hann var búinn að biðja nágrannana um að vakta mig því ég ætlaði að stela bam- inu og annað í þeim dúr. Eitt kvöldið þegar bömin vom sofnuð heyrði ég hlaupið inn í bflainnkeyrsluna og bflnum ekið á brott. Við áttum tvo bfla og vorum hvort með sinn því ekki var enn búið að gera upp fjármálin. Öijan hafði selt þann bfl sem hann var með og keypt annan betri. Fyrst hélt ég að bflnum hefði verið stolið en áttaði mig svo á að örjan var með annan lyldl. Norðmenn vilja ekki blanda sér í ann- arra mál og þegar ég leitaði eftir að- stoð vina okkar í næsta húsi neitaði maðurinn að keyra mig að leita að bflnum. Konan ákvað hins vegar að fara með mig að heimili fyrrverandi manns míns. Þar stóð bfllirm, búið að fjarlægja númeraplötumar af honum. Ég ákvað að ganga inn í þetta „hand- rit" mannsins míns fyrrverandi, tók bflinn og faldi hann frá því í janúar þar til fyrir þremur vikum. Bömin urðu auðvitað mjög hrædd í þessum látum. Drengurinn fékk nóg, gat ekki lengur stundað skóla vegna ótta og vildi komast til Islands. Það gerði það að verkum að ég þurfti að flýja land og var hér á landi í nokkra daga til að koma drengnum fyrir. Fór svo út tfm- anlega til að Ingibjörg og örjan fengju sinn umsamda tíma saman." Ólöfsegirað sérhefðialdreikomið til hugar armað en mæta með dóttm- ina til föðurins á þeim tíma sem hann átti að hafa hana. „Það hvarflaði aldrei annað að mér en standa við minn hluta samnings- ins. Lögreglan hefði bara sótt bamið hefði ég ekki komið á réttum tíma. Hann, sem ásakaði mig um að ráð- gera að ræna baminu, ákvað hins veg- ar að skila henni ekki á umsömdum tíma. Ég fór á lögreglustöðina í Trom- sö og vildi leggja fram kæm, en þeir neituðu að taka við henni, enda mað- urinn bæði Norðmaður og forstjóri. Á þessum tíma var ég orðin hrædd, því mér fannst maðurinn orðinn svo óút- reiknanlegur. Þegar hann skiiaði stelpunni viku sfðar, skráði ég okkur mæðgumar í Osló, leigði mér þar her- bergi á stúdentagarði og áfrýjaði til Hæstaréttar. Þeir höfnuðu að taka málið fyrir en meðan við bjuggum í Osló sýndi Öijan aldrei áhuga á að hitta Ingibjörgu. Ég skii ekki lögin. Það em til lög um vemdun á fiski og ferða- töskum en ótrúlega h'tið um réttindi bama og forræðismál. Tillaga um breytingar á lögum í Noregi kveða á um að fólk verði kyrrsett í bæjunum. Ég sé ekki betur en að þetta sé mann- réttindabrot. Lögmaður minn benti á ákvæði í Lugano-sáttmálanum um frelsi til að ferðast. Þá koma aðrir samningar sem fella þetta ákvæði úr gildi. Ingibjörg er íslenskur rfldsborg- ari, ég er íslenskur rfldsborgari. Samt er ég vamarlaus þegar norskur faðir hennar krefst þess að bamið verði alið upp í Noregi. Til hvers er verið að semja lög sem standast ekki? Ég skil ekki af hverju við erum „rfldsborgar- ar“. Ég skil ekki hvemig er hægt að dæma manneskju til að hafa umsjón yfir bami í landi sem hún vill ekki vera í. Eða að skilja bamið eftir í landi þar sem hún er samkvæmt norskum lög- um útlendingur. Þegar hún er orðin stærri og ef hún gerir eitthvað af sér þá geta Norðmenn vísað henni úr landi á þeirri forsendu að hún sé útlendingur í þeirra landi! Á ekki rfldð að gæta sinna rfldsborgara, hvort sem forræð- ismál kemur upp á borðið eða ekki? Mér sýnist sem þessir toppaðilar ásamt utanrfldsráðherra séu ekki starfi sínu vaxnir. Ráðuneytin hafa sýnt mér litla hjálp og mér finnst lítið traust hægt að bera til þeirra. Það er aðeins ein manneskja í sendiráði ís- lands í Osló sem hefúr staðið sig vel í þessu máli, en því miður kom hún of seint að því. Ég skil ekki heldur hvem- ig það á að vera hægt að ég hafi lögum samkvæmt aðalumsjón með baminu í landi sem ég vil ekki búa í? Með þeirri kvöð er verið að hindra mig í að gefa baminu mínu sómasamlegt líf." Eftir að Hæstiréttm Noregs neitaði að fjalla um málið skrifaði lögmaðm Ólafar öijan bréfog bað hann um til- lögm umhvenærhann vildi hafa Ingi- björgu hjá sér. Svarið var stutt og laggott: Eina helgi í maí, þrjár vikm í sumar en svo viti hann ekki meira. „Ég skrifaði Örjan þá og sagði áð miðað við áhugaleysi hans á að hitta bamið gætum við mæðgur alveg eins búið á íslandi. Hann gæti haft hana hjá sér fimm vikur í sumar, í haust, um jólin, í vetur og um páskana. Ef hann veitti ekki samþykki sitt fyrir að við flyttum til íslands yrði hann að taka Ingibjörgu alveg að sér. Ég væri móðir tveggja bama. Friðrik kýs að búa á ís- landi nálægt pabba sínum og fjöl- skyldum. Ég get ekki yfirgefið Friðrik sem þarf líka á mömmu sinni að halda. öijan svaraði því bara þannig að hann hefði ekki skipt um skoðun. Ingibjörg ætti að búa í Noregi." Flottasta stelpan í heiminum kvödd Ólöf gerði sér Ijóst að hún hefði ekkert val. Henni var í raun gert að velja milli bamanna sirma. Ákvörðun- in varþung en Ólöf vissi aðhún kæm- ist ekki hjá að taka hana. Hugmynd örjans um að þau hefðu Ingibjörgu til skiptis sex vikm í serm kom ekki til greina afhermarhálfu: „Það skiptir mig öllu máli að bam- ið mitt fái eðlilegt lff. Hún er að verða fimm ára og á rétt á eðlilegu fjöl- skyldu- og félagslífi. Hún elskar að syngja og á rétt á að vera í kór og fim- leikum. Eg lagði kalt mat á þetta; setti á blað kosti og galla þess að skipta henni milli okkar sex vflcur í senn - og gallamir vom mun stærri en kostimir. Hvað er bamið að missa og hvað er bamið að fá? Ég gat ekki boðið böm- unum mínum upp á svona líf. Ég gat ekki látið þau ganga í gegnum fleiri réttarhöld. Ég vildi að bömin ættu góða mömmu í góðu jafnvægi. í Tromsö gat ég ekki hugsað mér að búa, í Osló hefði ég verið atvinnulaus í leiguherbergi á stúdentagarði." Það kemm löng þögn og augu Ólafar fyllast aftárum. „Ég tók Ingibjörgu í fangið og sagði henni að nú ætti hún að búa hjá pabba sínum en við myndum hittast oft. Hún skildi þetta ekki, enda vildi hún bara að við byggjum öll saman í húsinu okkar í Tromsö, að allt yrði eins og það var. Þegar við vorum að pakka niður fyrir hana daginn fyrir brottför uppgötvaði ég að hún taldi sig bara vera að fara í sumarffí til pabba síns. Það er núna fyrst sem hún virðist vera að átta sig á að hún eigi ekki leng- ur heima hjá mér og komi bara til mín í heimsókn í haust." Ólöf segist hafa hjúpað sig og ekki fellt tár þegarhún kvaddi dóttm sína. „öijan beið við hliðið á flugvellin- um í Osló en þar var lílca starfsmaður frá íslenska sendiráðinu svo ég hefði hlutlaust vitni að því að ég hefði kom- ið á réttum tfrna. Eg var búin að brynja mig og eina markmið mitt var að öij- an sæi mig ekki gráta. Ég kyssti Ingi- björgu og knúsaði hana, sagði henni að hún væri flottasta og sterkasta stelpan í heiminum og bað hana að gleyma aldrei hvað ég elska hana mik- ið. Sagði henni að ég sæi hana þegar sumarið er búið. Ég var svo heppin að sfrninn minn virkaði ekki í Osló, því þá hefði ég grátið stanslaust. Ingibjörg hefur ekld heyrt mig gráta nema einu sinni. Það var nóttina sem ég tók ákvörðun um að játa mig sigraða." Tökunum sleppt „Það hræðilega í forræðisdeilum er að bamið er aldrei sett í forgang. Full- orðið fólk rífst og hatast og tekur böm hvert af öðm í hefndarskyni. Mér finnst sorglegt þegar foreldrar telja sig eiga bömin söi. Við eigum ekki bömin, við emm með þau að láni. Við eigum að þakka fyrir að fá að fæða þau í heiminn og eigum að leiðbeina þeim. Mitt hlut- verk sem móður er að leiðbeina böm- unum mínum. Ég vil ekki kenna þeim hatur og hefnd og halda þeim hjá mér af eigingimi. Þetta hefúr verið ótrúlega erfitt. Ég hefði getað þraukað í Noregi, bara til að hefiia mín. En hvað hefði ég gert Ingibjörgu eða Friðriki? Ég sá ekki fram á að þetta tæki enda með þessari heilt sem var í gangi. Stundum þarf að sleppa tökunum." annakristine@dv.is „Það myndi aldrei hvarfla að mér að banna barni mínu að umgangast föðursinn. Það eina sem ég vildi var að fíytja heim til íslands. í Tromsö beið mín ekkert, en dómurinn kvað á um að mér væri heimilt að fíytja hvert sem var innan Noregs - en ekki heim til íslands. Niðurstöður samtala við ráð- gjafa og sálfræðing sem var útnefndur afdómara í undirrétti og millirétti voru þær að ég væri hæfari foreldri og barnið hændara að mér/1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.