Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Síða 32
44 FÖSTUDACUR 21. JÚLÍ2006 Helgin DV Rósa Jóhannesdóttir, fiðluleikari og söngkona, er ávallt með hugann við heilsuna þegar hún eldar. Rósa er ekki vandætin og borðar þorramat og skötu með bestu lyst auk þess sem soðin lifrarpylsa er í sér- stöku uppáhaldi hjá henni. DV kíkti í heimsókn í eldhúsið til Rósu. ittBíSBS smsms: !$0$m Rosa Johannesdottir Aospurð segist Rósa ekki íara mikið útað borða þessa dagana þarsem hún sé með litla prinsessu sem halcii sér heima. Eldhúsið mitt Einfalt en gott Eldhúsið hennar Rósu er einfalt en þægilegt. „Ég elda mikið af pasta og grænmeti en minna af kjötrétt- um,“ segir Rósa Jóhannesdóttir fiðluleikari og söngkona. Rósa er langt því frá að vera vandætin og borðar flest allan mat. Hún segist ekki borða öðruvísi mat á sumrin en veturna. „Mér finnst voðalega gott að fá mér heitar súpur jafnt á sumrin sem veturna og mér þykir þorramatur ofsalega góður en hann er það eina sem er árstíða- bundið. Þar sem ég er vestfirsk finnst mér skatan ofsalega góð en þó borða ég hana aðeins í kringum jólin," segir Rósa. Ætlar að taka slátur Uppáhaldsmatur Rósu er soðin lifrarpylsa. „Það slær henni ekkert við," segir hún en viðurkennir að hún hafi aldrei sjálf tekið slátur. „Mig langar rosalega til að prófa það og hef sett það á stefnu- skrána." Rósa hefur ekki prófað sig mikið áfram í lífrænt ræktuðum matvæl- um en þar sem hún á þriggja mán- aða dóttur hefur hún aðeins verið Borðar hollan mat Rósa hugsar mikið um hollustuna þegar hún eldar og reynir að hafa salötin sem litrfkust. að kanna úrvalið af lífrænt ræktuð- um barnamat. „Ég leit inn í Ygg- drasil um daginn því ég ætla að reyna að gefa henni sem mest af lífrænni mjólk og grautum." Aðspurð segist Rósa ekki fara mikið út að borða þessa dagana þar sem hún sé með litla prinsessu sem haldi sér heima. „Áður kíkti ég þó af og til og þá aðallega á ítalska staði, það var nú ekki fjölbreyttara en það." Aðspurð um uppá- haldsveitingastaðinn nefnir hún Sólon. „Mér finnst voðalega gott að setjast niður á Sólon og svo er Lækjarbrekka alltaf í uppáhaldi líka." Hristir ekki veislur fram úr erminni Rósu þykir gaman að útbúa veislur en segist þurfa langan tíma til að undirbúa sig. „Ég hristi veisl- urnar ekki alveg fram úr erminni en hef mjög gaman af því að fá fólk í mat og bjóða uppá mat, kökur og eftirrétti," segir hún brosandi. Þeg- ar hún er spurð hvort hún hugsi mikið um hollustuna þegar hún Brauð fyrir fólk á farandsfæti: 2 bollar rugmjó! eda heilhveiti 1 bolli hveiti 3/4 bolli púdursykur 2 bollar AB mjólk 1 tsk. salt 4 tsk. lyftiduft 1 bolli rúsinur 1 bolii kornmeti, svo sem graskersfræ, sesamfræ, sólblómafræ og hörfræ. Einnig er gott oð setja döðlur, grófikj- ur eðo valhnetur. Allt þurrmetið sett i skál og siðan er AB mjólkinni bætt út í og hrært í með sleif. Einnig er hægt að setja mjólk í stað AB mjólkur- innar eða nota bæði. Smyrja form og bíða í ca. 20 mínútur áður en bakað er. Bakist við 175° í ca. 1 klst. eldi segir hún svo vera. „Ég hef gaman af því að borða litríkan mat, ég reyni að hafa salötin sem litrík- ust og borða mikið af fjölbreyttu grænmeti því þá líður mér vel." indiana@dv.is Á sumrin er um að gera að slaka á í heimilisverkunum og eyða tímanum frekar úti við Kæruleysi í heimilisverkum á sumrin Sumarið er tíminn til að verja úti við. Það skiptir ekki öllu máli þótt heimilið sé ekki tipptopp frá vori til hausts. Nægur tími gefst í heimilisverkin þegar myrkrið kemur með sínum kulda. Á sumr- in er tilvalið að dveljast úti á ver- önd eða á svölum eða bara úti í garði. Það er alltaf hægt að gera eitthvert gagn svo þeir duglegustu fái ekki samviskubit. Er ekki kom- inn tími til að mála grindverkið eða bera á sólpallinn? Svo er um að gera að halda sér í formi með því að slá garðinn reglulega. Á sumrin erum við oft hlaupandi inn og út svo það gefst sjaldnast tími til að fara úr skónum. Hvað gerir það líka til þótt það komi gras og örlítil mold inn á parkett- ið eða flísarnar? Við skulum öll slaka á í sumar í heimilisverkun- um og reyna heldur að njóta veð- urblíðunnar. Sumarið er heldur ekki svo langt á landinu okkar og því um að gera að slappa af og njóta þess á meðan á því stendur en einbeita okkur svo að heimil- inu þegar veturinn kemur og við neyðumst til að vera inni. Hreingerning Notum heldur kaldari tfma ársins til að taka heimilið I gegn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.