Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 34
46 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ2006
Helgin PV
dv NÆRMYND
Fjölskyldumaður Magni ásamt
einkasyninum en hann segir
fööurhlutverkiö hafa gerbreytt sér.
Magni Ásgeirsson keppir í
hinum vinsæla raun-
veruleikaþætti Rock Star:
Supernova Magni var einn
af 15 sem valdir voru úr hópi
yfir 25 þúsund umsækjenda
og því má segja að hann sé
þegar sigurvegari. Magni
hefur verið á kafi í tónlist
frá því hann var bar n á Borg-
arfirði eystri. Rokkið varð
alltaf fyrir valinu þangað til
honum bauðst hlutverk
söngvara í poppsveitinni Á
móti sól en Magni hefur
aldrei séð eftir þeirri ákvörð-
un. Magni er trúlofaður
æskuástinni sinni en þau
eignuðust fyrsta barn sitt á
síðasta ári.
m
Eurovision Magni hefur
komið vlöa viö og söng
lagið Flottur karl, Sæmi
rokk I forkeppni
Eurovision.
sem leiddist útípoppbransann
tónlistarfólk. Tveir meðlimir rokk-
sveitarinnar Shape voru til dæmis
systkinabörn Magna og samkvæmt
heimildum spilar annar hver mað-
ur í ættinni á gítar og þriðji hver
syngur.
Magni er mikill fjölskyldumað-
ur. Þeir sem þekkja hann best segja
hann þó ekki fara eins oft austur
og hann vildi þar sem vinnutími
tónlistarmanna er óheppilegur og
starfið tímafrekt. Fjölskylda hans
er hins vegar duglegri við að koma
suður enda vill fjölskyldan halda
nánu sambandi.
Starfar við plexigler milli
gigga
Magni hefur starfað við ýmislegt
fyrir utan tónlistina. Á unglingsár-
unum var hann í unglingavinnu en
hann hefur einnig unnið í fiski, hjá
málara, í bakaríi og á lager. Síðustu
árin hefur hann þó unnið meðfram
tónlistinni hjá Akron í Síðumúla
við að smíða úr plexigleri. Tónlist-
in hefur alltaf átt hug hans allan.
Magni safnar tónlist, hlustar mikið
og fylgist vel með því sem er að ger-
ast. Hann á nokkra gítara og finnst
fátt skemmtilegra en að spila á þá.
Samkvæmt þeim sem standa hon-
um næst skipa kvikmyndir einnig
mikilvægan sess í lífi Magna og svo
auðvitað vinirnir og fjölskyldan.
Trúlofaður æskuástinni
Magni og æskuástin hans, Eyrún
Huld Haraldsdóttir, eignuðust sitt
fyrsta barn í september í fyrra en
sonurinn hefur fengið nafnið Mar-
inó Bjarni. Magni og Eyrún höfðu
lengi vitað hvort af öðru en kynnt-
ust ekki fyrir alvöru fyrr en árið
1997. Þau vorum saman í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum en Eyrún
er frá Egilsstöðum. Á skólaballi þar
sem hljómsveitin Sóldögg spil-
aði fyrir dansi féllu þau svo
fyrir hvoru öðru. Eitt
leiddi af öðru og fyrr
en varði voru þau orð-
in par. Þetta var fyrir
níu árum og í dag
eru þau trúlofuð.
í viðtali við DV
stuttu eftir
sonurinnfædd-
ist sagði Magni
að föðurhlut-
verkið hefði
gjörbreytt
honum.
„Föður-
hlutverk-
ið breytti
mér algjör-
lega á sömu
sekúndu og ég
sá son minn í
fyrsta sinn.
Það er það
ánægju-
legasta
sem
ég hef
nokkurn
tím-
ann tek-
ist á við
og jafn-
framt það
erfiðasta en
ég nýt hverrar
mínútu út í æsar,"
sagði Magni uppljóm-
aður og bætti við að fjöl-
skylda sín væri númer eitt
tvö og þrjú. „Vinirnir taka
næstu sæti þar á eftir og
tónlist á sætin þar á eftir.
Þetta er það sem gefur líf-
inu gildi."
Nýjasta hetja okkar íslendinga,
Guðmundur MagniÁsgeirsson, eða
Magni í Á móti sól eins og hann er
best þekkur, fæddist á Egilsstöðum
þann 1. desember 1978. Magni bjó
fyrstu 15 árin á Borgarfirði eystri
þar sem hann byrjaði í sinni fyrstu
hljómsveit aðeins 11 ára gamall.
Hann er þriðji í röðinni af fjór-
um börnum en fjölskyldan býr á
Borgarfirði. Foreldrar hans, Ásgeir
Arngrímsson og Bergrún Jóhanna
Borgfjörð, eru bændur í sveitinni.
Á móti sól breytti öllu
Á unglingsárunum lá leið Magna
á heimavistarskólann á Eiðum þar
sem hann sökkti sér ofan í tónlist
af alvöru og stofnaði meðal ann-
ars hljómsveitina Shape sem gaf út
eina plötu. Árið 1999 tók líf Magna
hins vegar breytingum þegar hon-
um bauðst að fronta hljómsveit-
ina Á móti sól. Magni þáði boðið og
flutti suður til Reykjavíkur þar sem
hann hefur búið síðan.
Hljómsveitin varð fljótt þekkt
á landsvísu og Magni frægur sem
söngvari enda er Á móti sól ein af
helstu sveitaballahljómsveitum
landsins. Hljómsveitin hefur gef-
ið út sex plötur og hafa tvær þeirra
komist upp í gullplötu. Sveitin hef-
ur einnig haldið tónleika víða um
heiminn, meðal annars í Dan-
mörku, Þýskalandi, Noregi, Lúx-
emborg og í hinum fræga Cavern-
klúbbi í Liverpool þar sem Bítlarnir
réðu eitt sinn ríkjum.
Tónelsk ætt
Magni skellti sér í Menntaskól-
ann á Egilsstöðum eftir heimavist-
arskólann á Eiðum. Hann hefur þó
ekki lokið stúdentsprófi en á að-
eins eftir örfáar einingar. Tónlist-
in hefur alltaf átt allan hug hans
en í fjölskyldu hans leynist fleira
Aheyrnarprufur Magni bjóst ekki viö miklu þegar hann skráöi sig I áheyrnarprufur fyrir
rokkþáttinn Rock Star: Supernova. Hann var valinn 115 manna hóp aftæplega 30 þúsund
manns sem vildu ólm komast aö.