Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Fréttir DV Graddiskal fjarlægður Hafnarstjórn ísafjarð- arbæjar hefur beint þeim tilmælum til eiganda dýpk- unarprammans „Gradda" að hann verði fjarlægður úr höfninni innan þriggja vikna, að öðrum kosti verði hann fjarlægður af bæjar- yfirvöldum á kostnað eig- anda, en dýpkunarpramm- inn með þessu undarlega nafni hefiir legið óhreyfður í ísafjarðarhöfn um árabil. Eigandi prammans er vélsmiðjan Mjölnir í Bol- ungarvík sem síðan um áramót hefur ætlað að fjar- lægja prammann, en sam- kvæmt heimildum DV eru áhöld um hvort „Graddi" skuli rifinn og settur í brota- járn eða breytt í flutninga- pramma og veldur það þessum seinagangi. Hólarspringa út Hið forna menntasetur að Hólum í Hjaltadai hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Mikið er framkvæmt að Hólum þessi misserin og eru byggingar þriggja fjölbýlishúsa sem hýsa 22 nemendaíbúðir nú á lokastigi. Þá eru að hefjast fram- kvæmdír við rúmlega 3000 fermetra hesthús með 200 básum, tamningaraðstöðu og þjónusturými. Skóflustunga á Akureyri Fyrsta skóflustunga að Menningarhúsinu á Akur- eyri var tekin í vikunni og var það Kristján Þór Júlíus- son bæjarstjóri sem mund- aði skófluna. Þorgerður Katrín menntamálaráð- herra var viðstödd stung- una og gæddi sér þar á „menningartertu" undir ljúfum tónum og söng KK. Áætíuð verklok fyrir Menn- ingarhús og tónlistarskóla á Akureyri, ásamt lóð og um- hverfl, er vor 2008. Fíkniefni í Borgarnesi Tveir menn um tvítugt voru handteknir í Borgar- nesi við almennt eftirlit lög- reglu í vikunni. Mennirnir reyndust hafa um 4 grömm af amfetamíni í fórum sín- um og voru færðir til yfir- heyrslu þar sem þeir geng- ust við efninu og telst málið því upplýst. Á síðustu mánuðum hafa nokkur fyrirtæki verið að kaupa upp lóðir, iðnaðarhúsnæði og aðrar eignir vestast á Kársnesinu í Kópavogi þar sem þeir, samkvæmt heimildum DV, hyggjast reisa 2000 manna íbúðahverfi. Eignauppkaup fyrir tvo milljarða í Kópavogi „Það má vænta þess að rúm- lega 1000 nýjar íbúðir rísi í vestur- bæ Kópavogs á næstu árum," segir Gunnsteinn Sigurðsson bæjarfull- trúi í Kópavogi. „Það eru á skipu- lagi 300 íbúðir í Kópavogstúninu þar sem framkvæmdir eru hafnar og í bryggjuhverfinu norðan á nesinu verður annað eins. Það sem er í deigl- unni vestast á nesinu er styttra kom- ið í skipulagsferlinu en við erum að kanna möguleika í samgöngumál- um og hvernig uppbyggingu þjón- ustustofnana verði best fyrir komið," segir Gunnsteinn. Áhugi á uppkaupum Samkvæmt heimildum DV eru það fýrirtækin Hafbraut ehf., Bryggjubyggð ehf. og Bryggjuvör ehf. sem standa að þessum uppkaupum, sem að hiuta til eru fjármögnuð af Landsbankanum. Landsafl hf., sem er í eigu Landsbankans, á einmitt stórar eignir á Hafnarbraut 17 og 19 en þar hefur Landsbankinn meðal annars lageraðstöðu. „Það byrjuðu einhver uppkaup hér á svæðinu fyrir einu og hálfu ári síðan en það hefur allt róast aftur," segir Árni Kópsson kafari, sem þá seldi Bryggjuvör ehf. húsnæði sitt á svæðinu. Árni festi kaup á öðru hús- næði við Hafnarbraut 10 skömmu síðar fyrir köfunarþjónustu sína. „Það komu hér fljótíega menn og sýndu áhuga á þeirri eign líka en ég fékk ekkert formlegt tilboð," sagði Árni enn fremur. Stór ný hverfi Á reit sem afmarkast að Nesvör að sunnan, Hafnarbraut að vestan og Vesturvör að austan áformar Haf- braut ehf. að reisa 150 íbúða hverfi. Samkvæmt heimildum DV seldist húseignin Hafnarbraut 12, eitt elsta húsið á nesinu, auk lóðar á 120 millj- ónir, fyrir skömmu en lóðin og að- liggjandi lóð Hafnarbrautar 14, sem er óbyggð, eru mjög stórar. „Ég hefði aldrei selt á þennan pening því þeir fá aldrei sama fermetrafjölda fyr- ir þessa peninga. Ef ég væri bissniss- maður hefði ég keypt þetta strax. Þetta eru bara fjárfestar sem eru að hugsa til framtíðar," segir Árni. Metnaðarfullar áætlanir „Þetta eru afar metnaðarfuliar áætlanir af okkar hálfu og við höfum haft tvær arkitektastofur með okkur til að vinna að þessu. Þá höfum við verið að skoða ýmis bryggjuhverfi erlendis til að fá hugmyndir. í heild- ina má ætla að þetta verði um 2000 manna byggð sem bætist við á Nes- inu, meðal annars á nýjum uppfyll- ingum í kringum höfnina. Þá höfum við einnig verið að skoða samgöngu- málin og brýr yfir Kópavog og yfir á Álftanes eru virkilega spennandi möguleikar," segir Brynjar Harð- arson, einn af forsvars- aðilum Bryggju- byggðar ehf. í sam- tali við DV. Áhyggju- efni Gunnsteinn Sigurðsson Margir spennandi möguleikar við uppbyggingu á Kársnesi. Kársnesið Hafnarsvæðið i Kópavogi þar sem glæsilegt bryggjuhverfi mun rísa efáætlanir standast. mynd/loftmyndir nokkrar áhyggjur að þau fyrirtæki sem keypt hafa eignir og lóðir á svæðinu væru ekki alveg samstíga í áætlunum sínum og taldi mikilvægt að heildarmynd svæðisins yrði í sem mestu samræmi. „Það er líka hálf einkennilegt að iðnaðarhúsnæði sé enn í uppbygg- ingu á svæðinu miðað við þess- ar áætlanir um íbúðabyggð," segir Brynjar enn fremur. Samkvæmt heimildum DV munu þessi uppkaup á svæðinu nema sem svarar tveimur mflljörðum króna í heUd sinni og ljóst að miklir hags- munir eru í húfi fyrir fjárfesta og bæj- arfélagið. Bæjaryfirvöld eiga lokaorðið Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sagði í samtali við DV að allir flokk- ar hefðu haft það á stefnuskrá sinni í vor að auka byggð á Kársnesinu og að skipulagsvinna væri í gangi. Hversu stórt umfangið yrði á hafn- arsvæðinu væri alveg óljóst enn- þá en ljóst að metnaður mögulegra byggingaraðila væri mismunandi. Auðvitað myndu bæjaryfirvöld hafa síðasta orðið. Hann sagði jafnframt ljóst að ekki yrði um áframhaldandi stækkun hafn- armann- virkja að ræða. Höfti- inyrði áfram lítil og einungis ætíað að þjóna þeim fyrirtækjum sem hefðu aðsetur þar í kring. Aðspurður um núverandi uppbyggingu iðn- aðarhúsnæðis á svæðinu sagði hann að hún væri einungis á norðanverðu nesinu og myndi ekki hafa áhrif á áformaða íbúðabyggð. Hins vegar taldi hann að nálægð flugvallarins myndi einhver áhrif hafa á hæð vænt- anlegrar byggðar og jafnframt myndi efnahagsástandið að einhverju leyti stjórna því hversu hratt framkvæmdum yrði hleypt af stað á svæðinu. kormakur@dv.is *. yjjs- Gunnar Birgisson Bæjarstjór- inn segir skipulagsvinnu í gangi. DV-mynd GVA Brynj- ar hafði af því Brynjar Harðarson Bryggjubyggð ehf. hefurlátið vinna mikla skipulagsvinnu vegna ibúðabyggðar vestast á Kársnesinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.