Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Fréttir DV Blaðamaður DV slóst í för með lögreglunni á Akureyri um liðna helgi. Bæjarbú- ar voru rólegir og mætti ætla að ljúfir tónar Sigur Rósar um helgina hafi nánast svæft hálft Norðurland. Útköll og afskipti lögreglu voru allt frá bruna í gaselda- vél og að afskiptum af tveimur níu ára drengjum sem töldu sig vera að fara í sundlaugargarð klukkan sex um morgun. Sigur Rós virtist hafa svæft Akureyrarbæ Fréttir af ofbeldisverkum og fíkniefhabrotum á Akureyri síð- ustu misseri hafa ekki farið leynt. Blaðamaður DV tók út vakt hjá iögreglunni í bænum. Vaktin var mjög róleg þessa aðfara- nótt 29. júh'. Kenningar gengu um það á lögregiustöðinni að tónieikar stórsveitarinnar Sigur Rósar í Öxnadal, fyrr um kvöldið, hefðu nánast svæft bæinn. Afskipti voru þó fjölbreytt. Sól er tekin að halla á lofti þeg- ar blaðamaður DV mætir á lög- reglustöðina við Þórunnarstræti á Akureyri. Lögreglumennirnir Jó- hann Pétur Olsen og Sigurður Sig- urðsson eru inni á stöð. Þrír bíl- ar eru úti þessa stundina og tveir þeirra á tónleikum Sigur Rósar í Oxnadal sem eru nýbyrjaðir. Sá þriðji er í útkalli vegna gasbruna í eldhúsi matsölustaðar. ísskápurinn bilaður Þegar klukkan er að ganga ell- efu fara hlutir að gerast. Síminn hringir og í honum er kona í bæn- um. Hún tjáir okkur að ísskápur- inn hennar hafi skyndilega hætt að virka og vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. „Það eru svona útköll sem gefa starfinu gildi," segir lög- reglumaðurinn Sigurður. Áður en við gátum nokkuð aðhafst hringir síminn aftur. Sama kona og hafði hringt út af ísskápnum skömmu fyrr var í símanum. Hann hrökk í gang hjá henni. Lítið um fólk - en kanínu Skömmu síðar förum við út. Á bíl sem kallaður er Kjötvagninn og er af gerðinni Ford Econline. Eftir að hafa komið við á matsölustaðn- um sem kviknað hafði í förum við á rúntinn. Byrjum á því að athuga tjaldsvæðið við Þórunnarstræti og athugum hvort eitthvað sé af fólki þar. Sjónin sem blasir við er fjölskyldufólk og túrhestar. Sem leið liggur förum við á tjaldsvæð- ið á Hömrum sem er aðeins ofan við bæinn. Þar er sömu sjón að sjá og við höldum í bæinn. Við sjáum lítið af fólki en stöku kanína lætur sjá sig í skóginum við Hamra. Læstur úti Klukkan er rétt gengin í tólf og við fáum útkall. Það er í kjallara- íbúð einbýlishúss í bænum. Mað- ur hafði læst sig úti í leiguíbúð og húseigendurnir voru erlend- is. „Þetta hefur aldrei gerst áður," segir karlmaður á flmmtugsaldri. Við reynum sem við getum að hjálpa honum og ákveðið er að sá grennsti af lögreglumönnunum þremur fari inn um lítinn klósett- glugga. Hann fer inn og hurðin er opnuð. Húsráðandi er feginn og talar um að hann muni hafa svo mikið að gera í sölustörfum - alla þessa nótt. Á lögreglumonnunum má skilja að þeir hafi þurft að fara í svipuð útköll í þetta sama hús en húsráðandinn vildi með vísan í fyrrgreind orð ekki kannast við það. Eftir þetta óvenjulega útkall höldum við upp á stöð og fáum okkur meira kaffi. Brunnin Á matsölustað kviknaði í gaseldavél. Skrufaður Einhvern veginn þurfti húsráðandi að komastinn. Ölvun? Þessi ökumaður var bara á rúntinum - ekki ölvaður. Og inn... Lögreglumaðurfer inn um glugga Ilæstri Ibúð. Kjötvagninn Lögreglumenn rúntuðu um á kjötvagninum, eins oghann er gjarnan kallaður á stöðinni. Þreyttir Undir morgun voru lögreglumenn orðnir þreyttir eins ogsjámáá þessari mynd U I bænum Sigurður 3 Sigurðsson 3 lögreglumaður [J kannar ástandið I 1 bænum. Með partí Lögreglumenn ræöa við húsráðanda sem haldið hafði parti. ta----- Edrú eða fullur? Þessi ökumaöur hafði ekki fengið sér I glas. Partí í heimahúsi Klukkan er að ganga í eitt og við fáum kvörtun frá íbúa vegna hávaða í heimahúsi. Við höldum á staðinn en partíið er að leysast upp þegar við komum. „Yfirleitt eru allir farnir þeg- ar við komurn," segir Sigurður og vísar í það að hávaðinn sé mestur þá. Fólk undir tvítugu er á tjá og tundri í götunni og nokkrir ung- ir herramenn búa sig undir að keyra í burtu á bíl. Sigurður kann- ar ástand ökumanns í bílnum sem reynist ekki ölvaður. Tal er tekið af húsráðanda og honum gerð grein fýrir kvörtun- inni. Að því loknu leyfir hann leit í vösum sínum - en hefur sem bet- ur fer ekkert að fela. Við höldum af staðnum og rúntum áfram á Kjöt- vagninum um Akureyri. Tjaldað á bílastæði Það er rólegt í bænum og í Kjötvagninum sömuleiðis. Þrátt fýrir að við séum á Akureyri heyr- um við í talstöðinni að tilkynnt er um slagsmál í uppsiglingu við Engihjalla í Kópavogi. „Tilkynn- andi segir að kylfur verði notaðar," heyrist kallað í talstöðinni. Við rúntum sem leið liggur að tjaldstæðinu við Þórunnarstræti. Þar eru ungir drengir úr Reykjavík búnir að tjaida tjaldvagni á bíla- stæði tjaldstæðisins. „Það er bann- að að tjalda héma strákar," segir Sigurður við drengina. „Bíllinn er bilaður og við komumst ekki inn á tjaldsvæðið," segir einn drengj- anna þá að bragði. Sigurður gerir þeim grein fýrir að bílastæði séu fyrir bíla og tjaldstæði fyrir tjöld. Drengjunum er gert að taka tjald- vagninn saman áður en við kveðj- umþá. Enginn ölvaður - við akstur Bæjarbúar heilsa okkur þeg- ar við keyrum um bæinn. Klukk- an er rúmlega tvö og aðeins far- ið að íjölga í bænum. „Tékkum á þessum," heyrist í lögreglubílnum þegar við keyrum fram hjá ungum dreng inni á bflastæði við höfnina. Hann er látinn blása en hafði ekk- ert smakkað. Við rúntum áfram um Ráðhús- torg og í nágrenni þess og mæt- um öðrum lögreglubfl. ökumað- ur á Nissan Sunny keyrir af stað af bflastæði í bænum. Hann var í símanum en faldi hann skyndi- lega þegar hann varð var við lag- anna verði. Hann reynist ekki vera ölvaður en fær áminningu fyrir að tala í símann. Fullir í miðbænum. „Þú mátt ekki fara með áfengi út af staðnum," segir Sigurður við ungan mann, sem spjallaði við okkur á gamansömum nótum. „Áttu bjór, áttu bjór, áttu bjór," kalfar ungur maður að okkur. Hann er sýnilega ölvaður og fær engan bjór, enda lögreglan ekki með vínveitingaleyfi sjálf. Skömmu síðar stöðvum við ungan mann sem við höfðum ekki séð á rúntinum áður. Hann reyndist ekki ölvaður en var svangur á leið í 10-11. Klukkan er farin að ganga fimm og við höldum upp á stöð. Par kernur akandi á stöðina og vill fá að blása. Það kemur lög- regumönnum alltaf jafn mikið á óvart að fólk skuli koma akandi, hugsanlega ölvað, á lögreglustöð til að fá að blása í áfengismæli. Guttar á leið í sund „Gæti ég nokkuð fengið far heim til mín," segir drengur á tví- tugsaldri þegar við tökum síð- asta rúntinn þetta kvöld þegar klukkan er að ganga sex. Honum er bent á leigubfla og við höld- um að því loknu upp á stöð. Lögreglumenn á næsta bíl koma inn á stöð um sexleytið. Þeir hafa nýverið haft afsícipti af tveimur níu ára drengjum sem ætluðu að gera sér glaðan dag í sundlaugargarði bæjarins - en voru ekki alveg með tíma- seminguna á hreinu. Þeir töldu klukkuna vera nfu en ekki sex. Vaktin er búin og blaðamað- ur DV fer ásamt lögreglumönn- um af stöðinni. Svo mikið er að frétta hjá lögreglunni á Akureyri þessa nótt. Það er orðið bjart og sólin komin upp aftur. gudmundur@dv.is Með þeim rólegri „Þessi vakt var með þeim ró- legri í langan tíma, örugglega með þeim rólegri í allt sumar," segir Jóhann Pétur Olsen, staðgengill varðstjóra. Aðspurður um ástæður þess segir Jóhann: „Þessi helgi var náttúrulega undanfari verslun- armannahelgarinnar og það þarf að horfa á það að fólk djammar kannski ekki eins mikið." Góðkunningjar lögreglunnar á Akureyri létu h'tið á sér kræla þessa nótt að sögn Jóhanns. Einn mað- ur var handtekinn undir morg- un grunaður um að hafa stolið trommu úr trommusettí í bænum. Tromman fannst heima hjá hon- um og var hann handtekinn og yf- irheyrður. Helgin sem nú gengur í garð verður væntanlega erilsamari fyr- ir lögregluna á Akureyri og víð- ar. Enda mun þorri landsmanna skemmta sér um sjálfa verslunar- mannahelgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.