Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Helgin DV Þar sem maður er jú tónlistarmaður hefur maður tekið þátt í mörgum útihátíðum og skemmtunum um verslunarmanna- helgina í gegnum tíðina. Ég byrjaði að spila á útihátíðum 14 ára gamall með félögum mínum í Skítamóral en það var á Þjóðhátíð. Minnis- stæðasta verslunarmannahelgin er þó án efa dvöl í Galtalæk þegar ég var 12 ára. Þá fengum við vinirnir að vera einir í tjaldi þó foreldrarn- ir væru ekki langt undan. Gunnar Óla, vinur minn, vann söngvakeppni barna með lag- inu „Stand by me" og þarna kyssti ég stelpu í fyrsta sinn, yndislegar minningar. Nú er ég einmitt að fara að spila í Galtalæk um helgina og hlakka mikið til að koma í þetta fallega um- hverfl og rifja upp gamla og góða tíma í Galta- lækjarskógi." Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er dásam- legasta fjölskylduskemmtun sem hægt er að hugsa sér, enda virðast aðrar útihá- tíðir alltaf taka mið af henni. Það er samt bara til einn Fjósaklettur, eitt húkkaraball og einn Arni Johnsen. Samt ætla ég að nefna verslun- armannahelgina árið 2003 þegar hann var ei- lítið vant við látinn. Arið áður hafði ég skrif- að bók um Þjóðhátíð sem ég lét heita eftir lagi Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ, Ég veit þú kemur. Vestmannaeyingar voru svo ánægðir með hana að þeir létu Þjóðhá- tíð hafa sömu yfirskrift. Ekki var nóg með það heldur buðu þeir mér og eiginmanni mín- um á hátíðina og fólu mér að halda þjóð- hátíðarræðuna. Það þótti mér mikill heiður. Heimamenn sýndu okkur meiri gestrisni en okkur fannst við eiga skilið. Gaui í Gíslholti og Hólmfríður buðu okkur í mat og Jói sem- aldrei-fór-í-land-á-meðan-á-gosinu-stóð sigldi með okkur út í Elliðaey. Þess á milli vöfruðum við hjónin um sólgylltar Eyjarn- ar úttroðin af lunda og hamingju. í ár fer ég út í Eyjar með Skírni, eins og hálfs árs son minn. Það er svoleiðis löngu kominn tími til að hann fái að kynnast Þjóðhátíð." Ólafur Þóröarson tónlistarmaöur: Margar verslunarmannahelgar hefur maður sop- ið (kálið eftir að í ausuna var komið). Flest- ar þeirra voru á þann veg að maður var að skemmta fólki víða um land með félögum sínum. Þó er líklega eftirminnilegasta helgin þegar ég var um það bil fjórtán ára. Þá var Þórsmörk aðalstaðurinn og ekki, eins og enn er, gott að unglingar væru að þvælast á slíkar há- tíðir. Reyndar voru þá ekki eiturlyf komin til sögunnar og því hægt að treysta því að menn væru ekki útúrskakk- ir að þvælast um í vímu umkomulausir með öllu. Við vinirnir Helgi P. þurftum endilega að fara í Þórsmörk, þar sem eldri bræður okkar ætluðu að verja helginni. Auðvitað þurftum við líka að hafa vín, eins og þeir sem eldri voru, en það var ekki hlaupið að því fyrir okkur að komast alla þessa leið, vitandi það að leitað yrði að víni á hverjum manni og í hverjum bíl. Við höfum aldrei dáið ráðalausir og því melduðum við okkur í ferð með ungtemplurum og laumuðum einni flösku í farangur okkar og litum út eins og fermingardrengir á sunnu- degi. Við vorum nefnilega alveg vissir um það, að ekki yrði leitað í rútu templaranna, sem kom líka á daginn. 1 Mörkinni hittum við svo Halldór Fannar, sem nú er tannlæknir, en hann var með gítarinn sinn. Tókum við nú til við söng og spil og það er ekki að sökum að spyrja, þarna varð Ríó tríóið mannað á staðnum. Af drykkju okkar fer engum sögum og allir komum við aftur og enginn okkar dó." Mín eftirminnilegasta verslunarmannahelgi er „Rigningarþjóðhátíðin mikla" í Eyjum 2002. Þetta var fyrsta skipti sem ég skellti mér á Þjóðhátíð í Eyjum og það síðasta. Við vorum búin að vera þar í sólarhring þegar allt var orðið renn- andi blautt. Fleiri, fleiri tjöld og drasl fokið út í veður og vind. Þvílík innilokunarkennd sem ég fékk þegar ég gat ekki farið strax úr Eyjum og þurfti að treysta á einhvern bát til að koma mér heim aftur! Sjaldan hefur mér liðið jafn illa. Ömurleg Þjóðhátíð ffá A til ö. Sú skemmtilegasta var hins vegar Eldborg 2001. Þar var gott veður allan tímann og það hefur allt að segja. Ég varð aldrei vör við allt þetta sem talað var um eftir þá helgina ... fíkniefni og nauðganir hvað svo sem það var! En ruslið eftír þá útihátíð verður mér ávallt minnisstætt. Ótrúlegt hvað íslendingar eru miklar subbur. En það er önnur saga..." Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona: annakristine@dv.is I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.