Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 34
46 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006
Helgin PV
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona hóf söngnám fyrir tíu árum
Frami hennar víða um heim hefur verið sögulegur. Hún hefur sigrað í sex alþjóð-
legum söngkeppnum og í vor varð hún sigurvegari í virtustu ljóðasöngkeppni
Spánar. En íslensku ræturnar eru henni mikils virði.
Mtöbœr Madrid-
borgar. Útumíbúð-
arglugga berast
undurfagrir tón-
ar, píanóleikur og
söngur. Orðin eru íslensk enda flytj-
andinn Guðrún Jóhanna Ólafsdótt-
ir mezzósópransöngkona. Nú er hún
komin heim í íslenska sumarið og
verður listrœnn stjórnandi Kamm-
ertónleika á Kirkjubœjarklaustri í
ncestu viku.
Þegar nafn Guðrúnar Jóhönnu
sást í vor á blaði yfir keppendur í
einni virtustu söngkeppni Spánar,
Rodrigo-keppninni, voru vist ein-
hverjirsem fóru að hlceja ogspurðu
noklcrir hvað þessi íslenska stúlka
vceri að vilja upp á dekk. En hlát-
urinn hljóðnaði þegar söngkonan
komst í þriðju umferð, söng við und-
irleik Sinfóniuhljómsveitar Madrid-
arogsigraöi:
„Ég verð nú að viðurkenna að ég
varð svolítið stressuð þegar hljóm-
sveitarstjórinn, Miguel Roa, sagði
mér rétt áður en við stigum á svið
að hann hefði ekki stjórnað flutn-
ingi á þessu verki síðan sú sem það
var samið fyrir, Victoria de los Ang-
eles, söng það fyrir þrjátíu árum,"
segir hún skellihlæjandi. „Victoria
er ein af eftirlætis söngkonum mín-
um á Spáni. Sigur í þessari keppni
færði mér marga tónleika víða um
Spán, en ég er bókuð fram til árs-
ins 2008."
þrjá drauma. Mig langaði að verða
leikkona, söngkona eða forseti ís-
lands," segir hún og skellihlær.
„Vigdís forseti var mér svo góð fyr-
irmynd. Ég bjó fyrstu árin í Stykk-
ishólmi, þar sem foreldrar mínir,
Signý Pálsdóttir og Ólafur H. Torfa-
son, voru kennarar. Þegar mamma
gerðist leikhússtjóri á Akureyri
fluttum við þangað og ég ólst því
mikið upp við að horfa á leikrit. Mig
dreymdi um að verða leikkona og
man enn þegar ég var fimm ára og
sá leikara borða flögur á sviðinu; þá
var ég sannfærð um að þetta væri
besta starf í heimi. Ég fór ekld í al-
vöru söngnám fyrr en ég var m'tján
ára - fyrir tíu árum. Þá lærði ég hjá
Rut Magnússon og hún hvatti mig
til að sækja masterklassa í útlönd-
um og til að fara í framhaldsnám."
Leikkona, söngkona, forseti
Lokakeppnin var tekin upp og
verðursýnd íspcenska ríkissjónvarp-
inu, auk þess að koma út á DVD-
diski og því kannski eins gott að
unga söngkonan hajði látið sauma
á sigfyrsta dressið sitt fyrir þá.
„Á fyrstu hæðinni í húsinu sem
við búum í býr kjólahönnuðurinn
Raquel Hormigueras, þannig að ég
gat skotist niður til hennar milli æf-
inga!" segir Guðrún Jóhanna. „Það
skondna við þessa virtu keppni var
að það var íslendingur sem sigraði
og söngkonur frá Venesúela kom-
ust í lokaúrslit en enginn Spánverji.
Kannski við íslendingar eigum eft-
ir að halda Sigvalda Kaldalóns-
keppni og fá útlenskan sigurvegara!
En þessi keppni var góð leið til að
koma mér á framfæri því oft er erfítt
að ná eyrum fólks."
Guðrún Jóhanna hefur leikið á
sviði og sungið frá því hún var lítil
telpa. Hún söng með Skólakór Kárs-
ness undir stjórn Þórunnar Bjöms-
dóttur í nokkur ár ogsegir það hafa
verið góðan grunn.
„Þegar ég var lítil stelpa átti ég
Ást í eldhúsi
Leið Guðrúnar Jóhönnu lá í
Guildhall School of Music and
Drama íLondon. Þarleigði hún íbúð
með þremur stúlkum og í eldhúsinu
hitti hún manninn í lífi sínu:
„Francisco Javier Jáuregui kom
að heimsækja systur sína, sem er
fiðluleikari," segir hún geislandi.
„í eldhúsinu kviknaði ástin og
við giftum okkur í kirkju við kast-
ala dýrlingsins Franciscos Javier á
Norður-Spáni fyrir þremur árum,
en maðurinn minn heitir eftir þeim
dýrlingi. f London bjuggum við
fyrst í Hackney-hverfinu, sem þykir
það hættulegasta í borginni, og síð-
ar í Clapham. Við bjuggum í Lond-
on í eitt ár eftir að náminu lauk en
þá fluttum við til Madridar."
Guðrún Jóhanna hefur unnið til
verðlauna í sex alþjóðlegum keppn-
um en það voru Ijóðasöngverðlaun-
in í virtustu söngkeppni Bretlands,
Kathleen Ferrier-keppninni, sem
fram fór í Wigmore Hall, sem ruddi
brautina.
„Við lokaumferð þeirrar keppni
koma umboðsmenn í leit að stjörn-
um morgundagsins," segir hún til
skýringar. „í framhaldi af verðlaun-
unum fékk ég umboðsmann og þá
byrjaði boltinn að rúlla, en ég er líka
með umboðsmann á Spáni."
Listrænn stjórnandi á
Kirkjubæjarklaustri
Framundan eru margir tónleik-
ar, en fyrst cetlar Guðrún Jóhanna
að stjórna Kammertónleikum á
Kirkjubcejarklaustri í nœstu viku.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég er
listrænn stjórnandi. Það kom sjálfri
mér reyndar mjög á óvart þegar ég
var beðin að taka það hlutverk að
mér," segir hún. „Edda Erlends-
dóttir píanóleikari er frumkvöðull
þessara tónleika og hefur stjórn-
að þeim í fimmtán ár. Ég hafði
samband við hana í fyrra, var með
hugmyndir að verkum og langaði
sjálfa til að syngja. Nokkrum mán-
uðum síðar hringdi Edda og bauð
mér að taka við af sér í sumar. Ég
ákvað fyrst hvaða listamenn ég vildi
fá og út frá þeim voru verkin val-
in. Þetta er þriggja daga hátíð og
þar koma fram auk mfn Víkingur
Heiðar Ólafsson píanóleikari, Eyj-
ólfur Eyjólfsson tenór, Stefán Jón
Bernharðsson hornleikari, Sigrún
Eðvaldsdóttir fiðluleikari og eigin-
maður minn Francisco Javier Jáu-
regui gítarleikari. Við erum frekar
ungurhópur. Það er gaman að segja
frá því að þótt Sigrún Eðvaldsdóttir
sé ung að árum, þá er hún aldurs-
forsetinn í hópnum. Verkin eru ólík,
meðal annars flytjum við verk eft-
ir ungverska tónskáldið Ligeti sem
er nýlátinn og við munum öll sex
koma fram á öllum þremur tónleik-
unum. Þetta er í fyrsta skipti sem
ég kem nálægt því að skipuleggja
menningarstarfsemi firá því ég var
í stjórn Leikfélags Menntaskólans
við Hamrahlíð."
ing á íslandi og íslenskri menningu.
Ég mun líka syngja með Sinfóníu-
hljómsveit Islands í október og með
Dómkórnum í nóvember."
En áður en að þessu kemur mun
Guðrún Jóhanna komafram á tón-
leikum i Stokkhólmi.
„Það eru tónleikar sem eru
skipulagðir af sendiráðum Spánar
víða um heim og Cervantes-stofn-
uninni. Ég fer sem fulltrúi Spán-
ar að syngja spænsk þjóðlög með
kammersveit og hef þegar komið
fram á tvennum slíkum tónleikum,
í Búlgaríu og Finnlandi. íslensku
sendiráðin ættu að huga að svona
landkynningu. Island ætti að eiga
Laxness-stofnun eins og Spánn á
Cervantes-stofnun og Þýskaland á
Göthe-stofnun."
Mikilvægar rætur
Hún hlakkar mikið til að takast
á við verkefnið, enda finnst henni
mikilvcegt að halda í íslensku rcet-
umar.
„Ég gæti aldrei verið búsett í út-
löndum nema hafa tök á að koma
heim jafn oft og raun ber vitni. Ég
kem heim annan hvem mánuð og
lauk nýverið upptöku á geislaplötu
okkar Víkings Heiðars, sem kem-
ur út í haust. Það er mér mikilvægt
að halda í rætumar, halda sam-
bandi við vini og fjölskyldu og ekki
síst íslenskt tónlistarfólk. Það er allt
annað að syngja hérna heima en í
útlöndum. Hér er fólkið mitt. Við
erum öll skyld, allavega í sjöunda
ætdið! Það verður alltaf í sérstöku
eftirlæti hjá mér að koma hingað
heim og syngja fyrir Islendinga því
það er einstakt að syngja fyrir fólk
sem hefur fylgst með mér alla tíð."
Samvinna Guðrúnar Jóhönnu
og Víkings hófst fyrir sjö árum, þeg-
ar hún var 22 ára, hann 15.
„Hann er snillingur," segir hún
af miklum hlýhug. „Það er einstakt
að vinna með honum. Við verðum
með útgáfutónleika í Tíbrá í október
og svo með tónleika í Madrid í nóv-
ember, þar sem við ætlum að flytja
íslenskt prógramm. Tónleikarnir
verða hljóðritaðir af spænska rík-
isútvarpinu og sendir út á Spáni og
víðaríEvrópu. Þaðverðurgóðkynn-
Skúffukaka að hætti ömmu
Hún segir lítið mál fyrir íslend-
inga að lcera spcensku.
„Það halda margir sem heyra
mig tala spænsku að ég sé Spán-
verji," segir hún brosandi. „Áður
en ég fer að gera málfræðivillurn-
ar!“ bætir hún við skellihlæjandi.
„Ég kunni ekkert í spænsku þeg-
ar ég kynntist manninum mínum,
en með hans hjálp og með því að
hlusta á hann tala við fjölskyldu
sína náði ég tökum á málinu. Það er
mjög auðvelt fyrir íslendinga að ná
spænskum framburði því við erum
með öll hljóðin í okkar máli. Javier
kenndi mér spænsku. Ég hef aldrei
farið á spænskunámskeið og læri
bara af mínum málfiæðibókum og
af samtölum."
Ilún segir lífið í miðbce Madridar
skemmtilegt og eiga vel við sig.
„Miðbærinn í Madrid er ekki
eins og miðbærinn í London, sem
er frekar alþjóðlegur heldur en
enskur. Madrid er mjög spænsk
borg og í hverfinu okkar, La Latina,
hefur fólk búið alla sína ævi. Það er
næstum eins og að búa í litíu þorpi.
Þar eru litíar búðir og ég er í góðu
sambandi við ávaxtasalann á mark-
aðinum, sem velur fyrir mig bestu
eplin. Ég æfi mig í nokkra klukku-
tíma á dag, leik á píanóið og syng
og nágrannarnir hafa enn ekki
kvartað. Þótt hverfið okkar sé vin-
sælt veitingastaðahverfi, þar sem
eru freistingar á hverju horni, eld-
um við mikið heima. Eða réttar
sagt, Javier eldar!" segir hún skelli-
hlæjandi. „Hann er frábær kokkur.
Á afmælisdögum baka ég hins veg-
ar skúffuköku eftir uppskrift ömmu
minnar og þegar ég fæ heimþrá ber
ég fram soðna ýsu með kartöflum
og smjöri."
Guðrún Jóhanna segist vera
trúuð, þótt hún sceki ekki messur.
„Ég bið stundum bænir áður en
ég stíg á svið, en aðallega bið ég fyr-
ir því að ég verði góð manneskja. Ég
held andlegu jafnvægi best með því
að vera alltaf undirbúin fyrir það
sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er
svo heppin með að vera ekki sviðs-
hrædd; kannski vegna þess að ég
hef staðið á sviði frá barnsaldri."
Hún segist enn ekki hafa lcert að
slappa afogsér finnist alltafað hún
eigi eitthvað að sýsla.
„Ef ég slappa af fæ ég sam-
viskubit," segir hún brosandi. „Ég
á til dæmis erfitt með að slaka á
við lestur góðrar bókar heima, en
les lúns vegar mikið þegar ég er á
ferðalögum. Ég upplifi texta mjög
sterkt og þess vegna hef ég svona
mikla unun af ljóðasöng. Það er
ekki nóg að lag sé gott, ljóðið verð-
ur að fylgja. Snilldin felst í því þeg-
ar tónskáld og ljóðskáld mætast og
úr verður hjónaband Ijóðlistar og
tónlistar. Sumum söngvurum er
sama um textann, en fyrir mér er
hvorutveggja jafn mikilvægt. Þegar
mér finnst ég vera að segja eitthvað
með textanum nýt ég tónlistarinnar
meira. Þess vegna á ég ekki eftirlæt-
is tónskáld. Það fer eftir hverju verki
fyrir sig."
LífGuðrúnarJóhönnu einkennist
af miklum ferðalögum milli landa
og eins og hún sagði áðan, sekkur
hún sér í lestur góðra bóka áferða-
lögunum. Hins vegar segist hún
hvíla hugann heima við með því að
horfa á góðar kvikmyndir.
„Við Javier leigjum okkur oft
góðar kvikmyndir og finnst það góð
aðferð til að aftengja hugann. Við
horfum helst á gamlar, klassískar
myndir - enda á ég rómantískan
mann!"
Hún segist eiga góðan vinahóp
á Spáni, einkum tónlistarfólk, en er
alltaf í góðu sambandi við vinina
hér heima.
„Ég gæti þess að halda góðu
sambandi við vini mína," segir hún.
„Það geri ég með því að hitta þá í
hvert skipti sem ég kem heim tiJ Is-
lands. Mér finnst skipta öllu máli að
halda góðum tengslum við vini og
fjölskyldu og ég hlakka mikið til að
fara austur á Kirkjubæjarklaustur,
þar sem við ætíum að dvelja nokkra
daga fyrir tónleikana. Mamma
er búin að leigja sumarbústað og
þangað kemur öll fjölskylda mín.
En þótt ég sé tengd landsbyggðinni
er eftirlætis staður minn á íslandi
samt sem áður Reykjavík. Nánar til-
tekið 101 Reykjavík!"
annakristine@>dv.is
I