Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Side 36
48 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Helgin PV Sakamá/ Gamalt sönnunargagn finnst Morð á tólf ára dreng í Brighton á Suður- Englandi vakti óhug fyrir fjórum áratugum en morðingjar hans fundust aldrei. Keith Lyon sást síðast á lifi í hópi drengja kl. 4.15 þann 6. maí 1967. Bróðir hans, Peter sem var sjö ára þegar morðið var framið, segir atburðinn hafa markað sig fyrir lífstíð. Við breytingar á iögreglustöðinni í Brighton rákust verkamenn á blóðugan hníf sem talið var að hefði týnst við rannsókn málsins. Morðvopnið ásamt öðrum gögnum úr málinu í geymslum lögreglu leiddi í síðustu viku til handtöku tveggja manna: þeir eru nú 56 og 55 ára gamlir. Greining á hnífnum sem geymdi enn erfðaefni morðingjanna hefur leitt grunaða menn í réttarsal fyrir fjörutíu ára gamalt morð. Saklaus af morði barna sinna Andrea Yates vakti heimsat- hygli þegar hún var handtekin fyrir að hafa drekkt bömunum sínum fimm í baðkari. Eigin- maður hennar var í vinnunni hjá NASA í Houston þegar hún drekkti börnunum sínum eins og hvolpum: Mary var hálfsárs, Luke tveggja, Paul þriggja, John fimm og Noah sjö ára. Þegar mál Andreu, sem var þá 42 ára, kom fyrir dóm 2002 var hún dæmd í lífstíðarfangelsi. Á grundvelll upplogins vitnisburðar var réttað aftur í máli hennar og kviðdómur skipaður sex körlum og sex konum lýsti hana saklausa af verknaðinum í síðustu viku sökum brjálsemi þegar morðin voru framin. Víst er talið að hún hafi fyrir morðin átt við andleg- an sjúkleika að stríða. Hafði hún margsinnis reynt að svipta sig h'fi áður en hún vann það voðaverk að deyða börn sín. Verður hún vistuð á hæli fyrir geðsjúka og ekki látin laus fyrr en hún verður talin hæf til að vera frjáls. Iieiinild: Extrablaöiö/AP Þú sleppurofvel Á þriðjudag féll dómur í St. Augustine í Florida yfir þremur mönnum fyrir hryllileg morð sem framin voru fyrir tveimur árum í bænum. Þá voru fimm myrtir af mönn- unum þremur, sem réðust inn á heimili vegna gruns um stuld á leikjatölvu. Beittu mennirnir þrír hafnabolta- kylfum við drápin. Tveir mannanna voni dæmd- ir til dauða með eiturgjöf, en sá þriðji var dæmdur í lífstíðarfang- elsi: „Þú sleppur of vel,“ sagði Bill Belanger og benti á lrinn dæmda. Morðin voru hryllileg og hafa vakið gríðarlega athygli á Flórída og víðar um Bandaríkin. Ung og auðug, tuttugu og tveggja ára kona, Suzana von Richtofen, var í fyrri viku dæmd í 39 ára fangelsi í Sao Paulo fyrir að hafa myrt foreldra sína í október 2002. Vitorðsmennirnir, elskhugi hennar og bróðir hans, voru einnig dæmdir i 39 ára fangelsi. Málið hefur haldið Brasilíu- búum hugföngnum í nær fjögur ár. Frænka Rauða baróiii og ástir hei Dómurinn féll frammi fyr- ir troðfullum réttarsal laugardag- inn 22. júlí. Ákærandi hafði krafist 50 ára fangelsisvistar fyrir glæp- ina sem á sínum tíma vöktu mik- inn óhug. Suzana lét þá bræður berja foreldra sína til dauða þegar þeir réðust inn í villu foreldranna í auðmannahverfi Sao Paulo í lok október 2002. Þótti fullljóst í rétt- arhaldinu að Suzana hafi staðið að baki bræðrunum og lagt á ráðin um hvernig myrða skyldi foreldr- ana, Manfred og Mariu von Richt- ofen. Járnstangir og handklæði Suzana kynntist David Cravin- hos þegar hún var átján ára gömul og hafði þá aldrei átt í föstu sam- bandi við karlmann. Hún var af arískum stofni, ljós yfirlitum og af kunnri auðmannsætt í borg- inni en David var af fátækara fólki kominn. Kvöldið sem ódæðið var framið var Christian bróðir Dav- ids með þeim. Krakkarnir fengu sér í pípu, sniffuðu lím og þynni áður en þau létu til skarar skríða. Suzana kannaði hvort foreldrar hennar væru gengnir til náða og hleypti svo bræðrunum inn í vill- una. Þeir réðust inn í svefnher- bergi hjónanna og börðu þau með járnstöngum og kæfðu þau síðan á endanum með handklæðum. Mann langaði í mótorhjól Þau létu svo greipar sópa um bókastofu Manfreðs svo álykta mætti að brotist hefði verið inn. Þau komust yfir lausafé, sjö þús- und dali, og það var slóð þeirra sem leiddi lögregluna á sporið daginn eftir, en þá keypti Christian sér nýtt mótorhjól. Eftir innbrotið fóru þrímenningarnir á mótel til að koma sér upp fjarvistarsönn- un. I réttarhaldinu báru þau hvert annað sökum: David sagði föður Suzönu hafa misnotað hana sem hún neitaði. Suzana sagðist hafa verið á valdi hans, hann hafi hótað að yfirgefa hana ef hún dræpi ekki foreldra sína. Hann hafi komið sér í tæri við eiturlyf og afvegaleitt sig. Ljóskan illa Réttinum þótti einsýnt að Suz- ana hafi ráðgert morðin að yfir- lögðu ráði til að komast yfir eignir foreldranna sem eru taldar nema hálfri milljón dala. Framferði stúlkunnar meðan á réttarhaldi stóð var henni ekki til framdrátt- ar. Lögfræðingar ráðlögðu henni að gráta í réttinum skömmu fyr- ir sjónvarpsviðtal og það slapp á teip. Hún hló mörgum sinnum í réttinum og leit ekki út fyrir að iðr- ast. „Illskuljóskan" var hún líka uppnefnd í pressunni. Sápuefni Fjölmiðlar Brasilíu hafa fundið í glæp þrímenningana þræði sem gætu verið úr einni af mörgum sáp- uóperum þjóðarinnar: ljóska með arf í vændum fer kornung í blóra við foreldrana, sem eru af evrópsk- um aðalsættum, að dandalast með eldri og fátækum, dökkum manni. Ekki bætir úr skák að von Richto- fen-nafnið er ævarandi tengt flug- manninum fræga sem alræmdur var í fyrri heimsstyrjöldinni. Heimild: AP/Times/Telegraph wmmsmmm Tveir raðmorðingjar á fullu í Arizona Fát í Phoenix ' 'd., .. ■ Fólk er felmtri slegið í Phoenix: tveir raðmorðingjar eru á kreiki í borginni, sem er sú borg banda- rísk sem er í örustum vexti. Lög- reglan segir ólíklegt að morðingj- arnir tveir vinni saman. Annar þeirra er kallaður Baseline-dráp- arinn og er talinn svartur. Hann fór á kreik síðasta sumar, nauðg- aði konum og rændi fólk, náði eitt sinn að ræna ellefu í einu. Hann ber dreadlock-kollu og hefur einu sinni skartað grímu. Hann fer um fótgangandi eða á bílum fórnar- lamba sinna. Sex Uggja í valnum eftir hann auk fimmtán annarra tilvika. Hann ræðst á fórnarlömb sín eftir sólarlag og skýtur þau flest af stuttu færi. Hinn raðmorðinginn er nefnd- ur Raðskotmaðurinn. Minna er um hann vitað en talið er að hann skjóti fórnarlömb sín úr bíl. Þrjátíu og flórar skotárásir eru raktar til hans á liðnum fjórtán mánuðum: fimm hafa fallið, auk fimm hunda, þriggja hrossa og asna. Glenn Notch vinnur hjá sund- laugarfyrirtæki og rakst á ferð sinni á blóðflekki á malarvegi. Hann til- kynnti lögreglu sem skannaði svæðið en fann ekkert. Fjórum dögum síðar var Glenn á sama stað á ferð með hund sinn og fann mikinn fnyk. Hann leitaði og fann lík Nicole Gibbons, 26 ára vændis- konu, nakið og falið. Lögreglan í Phoenix vinnur að rannsókn á málum raðmorð- ingjanna tveggja með 130 manna liði og þrjú þúsund manna lög- reglulið borgarinnar er með aug- un opin. Borgin er fimmta stærsta borgBandaríkjanna með 1,5 millj- ónir íbúa. Heitið er hundrað þús- und dala verðlaunum hverjum þeim sem getur ljóstrað upp um raðmorðingjana og elta verður um þúsund ábendingar á degi hverj um. Heimild: Telegraph

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.