Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 39
PV Helgin
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 61
„Ég sá mig ekki endilega fyrir mér með ein-
hverjum manni. Uppeldið mótaði mig. Ég var
alin upp af hörkuduglegum konum sem gátu
allt og gerðu allt og sá sjálfa mig í raun bara
eina í eigin íbúð með hund ... Fyrir nokkrum
árum var verið að mála þakið á húsinu hennar
mömmu. Ég var að pússa panelinn þegar mér
varð litið upp á þak og sá málarann. Ég vissi að
þetta væri maðurinn minn."
framan þær þar sem ég er iðulega við
vaktstjórn kvöldfréttanna."
Fréttamannsferill Sólveigar Berg-
mann hófst hjá Sjónvarpinu fyrir átta
árum. Þá var hún ráðin til að snúa
lesvélinni á fréttastofu Sjónvarpsins.
„Svo gekk þetta mjög hratt íyrir sig
eins og gjamt er í fjölmiðlaheimin-
um. Ég gerðist skrifta, varð fréttamað-
ur í sumarafleysingum og var svo ráð-
in fréttastjóri á fréttastofu Skjás Eins,
allt á rúmu ári. Þegar sú fréttastofa
var lögð niður varð ég atvinnulaus og
þurfti þá að endurskoða ýmislegt. Til
dæmis það að ég átti engin áhugamál
fyrir utan vinnuna. Það er mjög auð-
velt að sogast inn í fféttaheiminn og
þeir tímar koma að ég þarf nánast að
beita mig aga og kúpla mig frá þessu
öllu saman. Netið gerir það líka að
verkum að ég get tekið „fféttaiausan
dag" og það geri ég stundum."
Spurð hvort mikill munur sé á
þeim þremur fréttastofum sem hún
hefur starfað fyrir svarar hún:
„Hver þeirra hefur sinn karakter,
en þær eiga það sameiginiegt að þar
starfar úrvalsfólk, ekki síst tæknifólkið
og þeir sem starfa bak við tjöldin. Við
sem lesum fréttir erum bara í ffont-
inum og ekkert mikilvægari en aðrir.
Það sem mér finnst skemmtilegast við
starfið er að fá að vera í hringiðunni.
Mér finnst skipta máli að gegna starfi
þar sem við getum vakið athygli á ein-
hverju og þá stuðlað að breytingum
til batnaðar, gert eitthvað sem skiptir
máli. Og alltaf finnst mér jafn merki-
legt að við sendum fulla fréttatíma í
loftíð hvað eftir annað þrátt fyrir tíma-
skort og manneklu."
Dýrafjandsamlega ísland
Við beinum talinu að þeim fas-
isma sem ríkir á íslandi gegn fjór-
fætlingum og það er ekki kaffið sem
gerir okkur heitt í hamsi, enda er
það hálfkalt og þunnt. Reykjavík
yrði örugglega dýravinsamlegri ef
Sólveigfengi að ráða.
„Já, það máttu vera viss um!"
segir hún hlæjandi. „Þá værum við
hér á kaffihúsinu með hunda okkur
við hlið og hér væru sérstakir krók-
ar fyrir ólarnar þeirra eins og tíðk-
ast víða um heim. 1 Kaupmanna-
höfn, á Spáni, í Noregi, alls staðar
eru dýr velkomin. í síðustu viku var
ég í lystigarði í Kaupmannahöfn
þar sem ég sá sérmerktan stand
þar sem hundaeigendur gátu gripið
plastpoka til að hirða upp eftir þá. í
Reykjavík sjást hins vegar skilti með
mynd af hundi sem búið er að strika
yfir og þýða að þeir eigi ekkert er-
indi í lystigarða. Þeir eru alls stað-
ar óvelkomnir, líkt og maður sé með
óargadýr. Það er ekki einu sinni
hægt að fá leigðan sumarbústað hjá
verkaiýðsfélögunum þangað sem
má koma með hundinn sinn."
/ kringum Sólveigu Bergmann er
einhver óútskýranleg ró, en sjálfseg-
ist hún upplifa að hún vaði á súð-
um í þessu viðtali. Hún segist vera
skorpumanneskja, en mjög dugleg
við að gera ekki neitt.
„Maðurinn minn segir að það
sé svo furðulegt við mig að ég eigi
sérstök föt sem ég noti tii að gera
ekki neitt!" segir hún hlæjandi. „Ég
stunda jóga og hef fyrir löngu gert
mér grein fyrir að ef maður beitir sig
ekki sjálfsaga og hvílir sig, brennur
maður fljótt upp í starfinu. Ég geng
mikið og við mamma erum dugleg-
ar að fara saman á göngu með hund-
ana okkar. Þar sem ég vinn mikið, er
ég nokkurs konar helgarpabbi Blíð-
finns Lúðvíks. Ég er samt dæmigerð
meyja, því jafnframt því að vera
dugleg við að slaka á hef ég mikinn
sjálfsaga til vinnu."
Fortíðarþráhyggja og draum-
ar
Þegar ég spyr Sólveigu hvort hún
sé einhvern tíma sorgmœdd, þarf
hún engan umhugsunarfrest.
„Já, ég er stundum sorgmædd.
Sorgmædd yfir því hvað lífið er
stutt. Ég velti því stundum fýrir mér
hvort ég sé að nýta það nógu vel.
Svo get ég fengið mikla fortíðarþrá-
hyggju. Þá sakna ég þess sem var,
æskuheimilis míns og ömmu, sem
lést þegar ég var fimmtán ára."
Draumar?
„Já, ég á marga drauma. Mér
finnst ég eiga eftir að gera svo margt.
Mig langar að eignast börn, helst
tvö. Ég á líka eftir að skoða mikið
af heiminum. Við maðurinn minn
höfum farið í löng ferðalög á haust-
in, til Indónesíu, Malasíu, Kúbu og
Egyptalands en ég á eftir að heim-
sækja Afríku. Sá draumur er næstur
á dagslcrá - fyrir utan þann að ldára
húsið okkar."
Málarinn á þakinu
Sólveig segist hafa átt nokkra
kœrasta frá unglingsárunum, en
draumaprinsinn var aldrei í huga
hennar.
„Ég sá mig ekki endilega fyrir
mér með einhverjum manni," seg-
ir hún hreinskilnislega. „Uppeld-
ið mótaði mig. Ég var alin upp af
hörkuduglegum konum sem gátu
allt og gerðu allt og sá sjálfa mig í
raun bara eina í eigin íbúð með
hund. En svo kom ástin inn í líf mitt
fyrir nokkrum árum."
Og það ekki á neinn venjulegan
hátt. Ekki í formi Fiðlarans á þak-
inu, heldur málarans á þakinu.
„Fyrir nokkrum árum var ver-
ið að mála þakið á húsinu hennar
mömmu. Ég var að pússa panelinn
þegar mér varð litið upp á þak og sá
málarann. í kjölfarið bað ég hann
að mála gluggana að utan og innan
svo það stefndi næstum í gjaldþrot
hjá mér! Ég vissi að þetta væri mað-
urinn minn. Við Kristján Haagen-
sen trúlofuðum okkur fyrir þremur
árum og erum að gera upp gamalt
hús við Njálsgötuna, hús sem búið
var að eyðileggja og við erum að
koma í upprunalegt horf."
Hvernig veistu að þú elskar
hann?
„Ég get ekki útskýrt ástina. Ég
veit bara að hann er maðurinn
minn. Við erum miklir vinir og ég
finn fyrir ró. Ég er á góðum stað."
annakristine@dv.is
B im 3U'/Ac3ð£U\jsJ =1! HÚMii
iiM
Fæsfm.a. í FjaróarKauavm, Þv.’aihsku
HOLLU5TA UR HAFINU
h o 11 usta u rhaf iml@si rfin et. i s
,'v/w.simr.et.is/hollusfaurhafinu
Alvöru dótabúð fyrir
mótoráhugafólk !!
MOTORHJOL
MÓTORHJÓLA VÖRUR
LOFTSIUR
JMHk
POWER ACOUSTIK
HUOMTÆKI &
DVD SPILARAR
MIAMI VICE
Ef verslað er fyrir kr. 3900 eða meira, fylgja tveír miðar í kaupbæti
á sérstaka forsýningu Bílabúðar Benna á Miamí Vice þriðjudaginn 8.ágúst.