Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Page 42
54 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Veiðimál DV Veiðimaður gsg vikunnar „Þetta er sennilega lægsti punkturinn á mínum veiðiferli. Ég er búinn að fara tvisvar sinnum að veiða," segir Róbert Marshall framkvæmdastjóri fréttastöðv- arinnar NFS. Róbert er þekktur veiðimaður og þykir harðjaxi þeg- ar kemur að veiði. „Ég fór einu sinni í Veiðivötn og þar veiddi ég töluvert, kannski um 20 fiska. Ég veiddi mest bleikju en einn mjög vænan urriða, um þrjú til fjögur pund. Maður er farinn að þekkja sig vel við Veiðivötnin og veit hvert maður getur farið ef mann langar að fá fisk. Auðvitað er alltaf skemmtilegast að veiða urriðann þarna því hann er svo sérstakur, mjög fjörugur. Hann er samanrek- inn eins og bolti, einhvers konar vöðvakúla, og það er ekki neitt síðra að draga hann að landi held- ur en lax. Ég fór svo í Stóru Laxá um daginn og setti í skrýmsli á svæði fjögur. Mik- ið er um gljúfur á þessu svæði. Ætli hann hafi ekki ver- ið um 15 til 16pund og ég var með hann á í einar 10 mínút- ur. Ég missti hann upp úr hylnum og hann straujaði svona 40 til 50 metra niður ána en ég var fastur niðri í gljúfri. Ég hefði hlaupið á eftir honum ef ég hefði verið í að- stöðu til þess en þama var ég bara fastur. Það endaði með að það slitnaði," segir Róbert og bætir við að þetta sé týnda sumarið hjá sér í veiðinni. Sportveiðiblaðið komið út Gunnar Bender og félagar fagna á þessu ári 25 ára afmæli Sportveiðiblaðsins. Afmælisblaðið er nokkuð veglegt og má þar lesa skemmtilegt viðtal við Bubba Morthens. Eins og flestir veiðifíklar vita hefur ekki verið skrifað mikið um stangveiði. Því ber að fagna því að Gunnar og hans menn standi í svona útgáfu. Eins þakka Veiðimál Mýrdals fýrir þann áhuga sem veiðiopnan hefur fengið og hvet- ur lesendur tíl að halda áfram að senda tölvupóst á myrdal@dv.is. Umsjón: Jón Mýrdal (myrdai@dv.is) Allar dbendingar eru vel þegnar; veiöisögur, óvænt veiði, hverjir voru hvar viö veiðar... Allt sem viö kemur veiöum og veiöimennsku. Félagarnir Tómas Skúlason og Kristján Páll reka saman veiðivöruverslunina Veiði- portið. Reksturinn hefur gengið vel hjá þeim og segja þeir að kúnnahópurinn byggist aðallega upp á fjölskyldufólki. Byrjuðum í Kolaportinu ■ Vrtfí i!! x „Við erum búnir að reka verslun- ina Veiðiportíð í þrjú ár. Þetta byrj- aði allt með því að við vorum með fluguhnýtíngafyrirtæki. Við vorum bæði að láta hnýta fyrir okkur og svo vomm við sjálfir að hnýta," seg- ir Tómas Skúlason en hann og félagi hans Kristján Páll reka saman veiði- búðina Veiðiportið útí á Granda. „Við ætluðum að hætta með flugu- hnýtíngafýrirtækið og buðum nokkrum verslunum flugurnar sem við áttum á lager til sölu. Við fengum ekki jákvæð svör. Sumir vildu borga okkur eitthvað en tölurnar sem þeir buðu voru dónalega lágar. Menn voru á þessum tíma að byrja að láta framleiða fyrir sig flugur í Tælandi og fleiri löndum. Við ffamleiddum okkar flugur í Póllandi og fylgdumst vel með framleiðslunni," segir Tóm- as og telur að gæðin á sumum þess- ara flugna sem menn hafi verið að láta framleiða fyrir sig hafi ekki ver- ið mikil. Seldu flugur í Kolaportinu „1 febrúar fór ég með flugurnar mínar í Kolaportíð og seldi á tveim- ur dögum flugur fýrir 160 þúsund krónur. Ég gerði þetta svo í nokkrar helgar og í framhaldi af þessu fórum við að flytja inn stangir því það var alltaf verið að spyrja okkur hvort við gætum ekki útvegað ódýrar veiði- stangir. Við gerðum þetta í nokk- urn tíma en ákváðum svo að stofna Tómas við Þingvallavatn meðeinntíu punda „Ég náði þessum á svartan kuðung. Ég var að veiða bleikjur en náöi þessu tröiii! Tómas Skúlason og Kristján Páll Byrjuðu I Kolaportinu en reka nú stóra veiðivörubúð úti á Granda. it:j ‘jim , Veiðiportíð," segir Tómas og bæt- ir við að viðbrögðin hafi ekki látíð á sér standa og það hafi verið brjálað að gera. Ekkert snobb „Það er ekki neitt snobb hjá okk- ur. Við gerum ekki lítið úr mönn- um þó að þeir komi með gamlar veiðigræjur. Fólki finnst þægilegt að koma til okkar því við erum ekki að segja fólki að það sé með ónýtar græjur og verði að kaupa allt nýtt. Við dæmum ekki fólk eftir hvernig græjur það er með. Oft er þetta fólk sem er rétt að byrja og er kannski bara rétt að kíkja í Þingvallavatn með krökkunum," segir Tómas og tekur fram að stundum sé bara nóg að kaupa sér nýtt veiðihjól eða gimi. „Bestu kúnnarnir hjá okkur eru fjöl- skyldufólk. Það má ekki gleyma því að það stunda 50 til 60 þúsund ein- staklingar stangveiði á íslandi. Það er bara brot af þessu fólki sem vill eyða tugum þúsunda i veiðibúnað," segir Tómas. Margir sem gerðu grín að okkur „Það var dálítið hleg- ið að okkur fýrst þeg- ar við vorum að byrja því við voru ekki með mikið af vörum í búð- inni þegar við opnuð- um. Við gerðum þetta allt sjálfir. Við máluð- um, teppalögðum og smíðuðum allt sjálfir inn í búðina. Það voru ekki slegin nein lán tíl að kaupa risalager eða græja búðina. I dag er þetta mjög ánægjulegt vegna þess að það gengur mjög vel," segir Tóm- as en bætir við að aðalinnkoma ársins komi á þremur mánuðum yfir sumartímann. Tómas segir að yfir vetrartímann setjist þeir félagar niður við fluguhnýtíngar og í fyrra- vetur hafi þeir hnýtt um 6500 flug- ur sem þeir selji svo í búðinni. Það sé þó bara dropi í hafið miðað við hvað þeir selji yfir sumarið. Ráðagóðir menn Það ættu allir að kíkja í Veiðiport- ið, þó ekki væri nema bara til að tala við Tómas því hann er mjög fróð- ur um veiði og ættí því að geta gef- ið góð ráð. Eins væri ekki vitlaust að kíkja á myndina af urriðanum sem Tómas náði úr Þingvallavatni en hann er einn af þessum stóru höfð- ingjum sem hafa veiðst þar und- anfarin ár. Tómas fékk urriðann á fluguna Kuðunginn sem hann selur einmitt í búðinni og er mjög veiðin í Þingvallavami. 50% Al 50% lar sumarvörur með helmings-afslætti 50% i tnn viðLaugalæk• simi5533755

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.