Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 43
DV Veiðimál
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 55
Urriðinnréttirsmn
hlut íVeiðivötnum
Við sögðum írá því í seinustu viku að menn
hefðu áhyggjur af því að Veiðivötn væru að breyt-
ast í bleikjuvöm. Urriðinn virðist vera að sækja
á og benda nýjustu tölur til þess að hann sé að
rétta sinn hlut. 1 heild voru komnir 10.527 fisk-
ar á land þann 21. júli og skiptist aflinn þannig;
urriðar 4.543 og bleikjur 5.984. Það er því ljóst að
áhyggjur manna um að Veiðivötn væru að breyt-
ast í bleikjuvötn eru kannski óþarfar.
Laxá hefur byrjað sölu veiðileyfa í Tungufljót i Biskupstungum.
34.000 þúsund seiðum var sleppt í fyrra og vonast menn til að það
skili sér í um 200 til 500 veiddum löxum.
Nýr og ódýr kostur í laxveiði
Stangveiðifélagið Laxá hefur haf-
ið sölu á veiðileyfum í Tungufljót
í Biskupstungum. Mikið starf hef-
ur verið unnið í Tungufljóti og hafa
miklar tilraunasleppingar verið í
nokkur ár. Binda menn miklar von-
ir við að þær sleppingar skili sér. Síð-
asta haust var sleppt um 34.000 seið-
um sem má reikna með að skili um
200-500 veiddum iöxum. Undanfar-
in ár hafa menn verið að þreifa fyrir
sér með veiði í Tungufljóti fyrir ofan
Faxa. Þarna er veiddur staðbundinn
silungur, bæði urriði og bleikja, sem
getur orðið talsvert vænn. Veiðin er
öll ofan Faxa. Laxármenn eru búnir
að setja laxastiga í ána og vona því að
laxinn skili sér fyrir ofan fossinn.
Einn 14 punda
Blaðamaður spjallaði við Helga
Guðbrandsson en hann var með
tvo erlenda veiðimenn á sunnu-
daginn í ánni. „Það er kominn flsk-
ur hérna. Við vorum aðeins að prófa
í gær. Við vorum nú reyndar ekki
mjög lengi en náðum þremur löxum.
Tveir voru 4 pund og svo kom einn
14 punda. Þetta var alveg svakaiega
flottur fiskur," segir Helgi og bætir
við að svæðið sé alveg rosalega fal-
legt. Helgi var með veiðimennina
við fossinn og hann sagði að hann
hefði séð töluvert af laxi þar. „Fiskur-
inn var að hjóla í flugurnar en þetta
voru reyndar frekar grannar tökur.
Við náðum að landa þessum þrem-
Vatnsmikil Þeir fiskar sem hafa komið á land á
þessusumri veiddustallirfyrirneðan fossinn Faxa.
mm" .vx'
ur," segir Helgi en tekur fram að
þeir hafi aðeins verið að veiða í
mjög stuttan tíma.
Lentu strax í fiski
Helgi segir að aðgengi að
ánni sé mjög gott og það sé
nánast maíbikað upp að fossi.
„Við erum að veiða Faxann og
ákváðum að byrja hérna fyrir
neðan fossinn og lentum strax
í fiski. Hér er líka mjög vænn urriði
og menn hafa verið að setja í hann,"
segir Helgi. „Við vorum með Black
Sheep og fiskurinn var að koma í yf-
irborðið. Við vorum bara að nota flot-
línu," segir Helgi en tekur fram að áin
Tungufljót Svæðiðsem um ræðirerfyrir
neðan fossinn Faxa sem sést velámyndinni.
sé mjög vatnsmikil og það sé
mikið mál að vaða yfir hana. Hægt er
að nálgast veiðileyfi hjá agn.is.
Franskir veiðiþjófar
Blaðamaður skellti sér í Þing-
vallavatn nú í vikunni. Góðviðrið
var slíkt að það var bara ekki hægt
að hanga í vinnunni og láta bleikj-
urnar á Þingvöllum eiga sig.
ekið var inn í Mosfellsdal tók blaða
maður eftir þremur puttaferða-
löngum og þar sem blaðamaður
ekur um á stórum fjölskyldubíl
var ekki hægt annað en að taka þá
upp í. Þetta reyndust vera Frakk-
ar á ferð. Þeir voru búnir að ferðast
um ísland í þrjár vikur og höfðu
reynt ýmislegt. Frakkarnir tóku
eftir flugustönginni og fóru að
segja blaðamanni frá skemmti-
legri uppákomu norður í landi. Frakkarnir voru, eins og margir aðrir
puttaferðalangar, ekki með mikil fjárráð og höfðu því tekið með sér
veiðistangir til að veiða sé í soðið. Þeir höfðu séð nokkuð skemmtilega
á fyrir norðan og séð fisk í henni sem þeir töldu lax. Þeir skelltu stöng-
unum saman og spúnuðu hylinn í smá stund þangað til maður nokkur
kom og bannaði þeim að veiða. Frakkamir tjáðu blaðamanni að þeir
skildu þetta nú ekki alveg: „Hvers vegna máttum við ekki ná okkur í
soðið?" Blaðamaður útskýrði fyrir Frökkunum að sennilega hefðu þeir
verið að veiða í rándýrri á og það hefði verið veiðivörður sem bannaði
þeim að veiða. Sú spurning sem kom næst frá puttaferðalöngunum
var nokkuð góð en hún var: „Eru margir veiðiverðir á Þingvöllum?"
En bætist við Veiðikortið
Veiðikortið hefúr samið við
Úlfljótsvam-frístundabyggð um að
veiðikortshafar geti nú þegar veitt
í vestari hluta Úlfljótsvatns. Nær
svæðið á milli Steingríms- og íra-
fossvirkjunar að vestanverðu og er
þar með talið landið þar sem skát-
arnir eru með aðstöðu sem og Úlf-
ljótsvatnskirkja. Þess má geta að
svæðið í landi Efri-Brúar er þegar
fyrir á Veiðikortinu. Þetta er frá-
bært framtak hjá Ingimundi og fé-
lögum hjá Veiðikortinu. Við látum
fylgja með mynd sem sýnir það
svæði sem má veiða á.
Jón Þór tók Úlfarsá á leigu aðeins 18 ára
„Úlfarsá er ekki síðri en Elliðaár"
Laxinn þreyttur
Veiðihúsið við Grimsá þykir mjög
fallegtog ersennilega flottasta
„Ég byrjaði í þessu 1999 en þá
tók ég Úlfarsá, eða Korpu, á leigu,"
segir Jón Þór Júlíusson en hann er
fæddur 1981 og var því aðeins 18
ára þegar hann tók ána á leigu, þá
sennilega yngsti leigutaki landsins.
Jón þór er ásamt félaga sínum Gísla
Ásgeirssyni með margar af bestu
laxveiðiám landsins á leigu. Þeir
félagar eru meðal annars með Laxá
í Kjós, Grímsá, Svalbarðsá og fyrr-
nefnda Úlfarsá. Saman reka þeir
fyrirtækið Lax ehf. en það heldur
utan um veiðileyfasölu og rekstur
ánna.
Engin verðbréfaviðskipti
„Þetta eru nú ekki nein verð-
bréfaviðskipti. Maður verður ekki
neitt ríkur af þessu en það er mjög
gaman að geta unnið við það sem
maður hefur áhuga á," segir Jón Þór
aðspurður hvort veiðileyfasala gefi
ekki vel af sér.
„Þegar ég tók við Úlfarsá hreins-
uðum við ána og merktum veiði-
staði upp á nýtt og svo ákváðum
við að bæta veiðivörslu. Það kem-
ur veiðivörður þarna á hverjum
morgni. Það má segja að Úlfarsá sé
ekki síðri, jafnvel betri, en Elliðaár
upp á meðalveiði á stöng," segir Jón
þór. „Á þessum tíma var ég í ann-
arri vinnu ásamt því að leigja Úlf-
arsá."
40 milljónir fyrir Grímsá
„Það var svo árið 2004 að við
feðgarnir (Júlíus þór Jónsson er
faðir Jóns, innskot blm.) buð-
um í Grímsá og fengum. Mörgum
fannst við bjóða alltof mikið í hana
en við borguðum 40 milljónir en
vorum samt bara rétt yfir hinum
sem buðu," segir Jón Þór og bæt-
ir við að veiðihúsið við Grímsá sé
eitt af flottustu veiðihúsum í heim-
inum.
Samstarf Jóns þórs og Gísla
byrjaði með því að þeir tóku á leigu
Svalbarðsá í Þistilfirði. Samstarf-
ið hefur undið upp á sig og nú eru
þeir félagar orðnir nokkuð stórir í
veiðleyfasölu og stefna þeir á að
bjóða veiðimönnum upp á ferð-
ir til útlanda og hafa verið nefnd
lönd eins og Chile og Argentína.
Það er því ljóst að fyrirtæki þeirra
féiaganna á enn eftir að stækka.
Sfmi 566 7023 - 893 1791 - Fax 566 8960 - eMail: info@hvammsvik.is - www.hvammsvik.is
I Fjölskylduparadísin
Hvammsvík í Kjós
Hópar - félagasamtök - fyrirtæki - fjölskyldur!
<íi:
í Hvammsvík er hægt að veiöa, spila golf, róa kajak, grilla, spila fótbolta,
fara í gönguferðir, tína krækling í fjörunni, fara á hestbak, slæpast,
leika sér, tjalda eða slappa af í sveitakyrrðinni og njóta fagurs umhverfis.
Tilvalin fyrir dags- eða helgarferð
starfsmannahópa og fjölskyldur.
Hafið samband og látið okkur gera tilboð
í fjölskyldudag fyrirtækisins eða ættarmótið
við setjum saman áætlun sem hentar öllum.
‘flV€LLíUii
-