Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Blaðsíða 46
58 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006
Menning DV
íslensk myndlist í Færeyjum
Laugardaginn 5. ágúst verður opnuð sýning I
Listasafni Færeyja I Þórshöfn. Það sem gerirsýn-
inguna sérstaklega áhugaverða er að þátttak-
endur I henni eru Islendingarnir Odd Nerdrum,
Kristin Gunnlaugsdóttir, Georg Guðni, Karólína
Lárusdóttir og Stefán Boulter. Sýningin ber heitið
„Endurnýjun íslenska málverksins" og vlsar til
þeirrarþróunarsem áttisérstað I kringum 19801
íslenskri málverkagerð, en þátttakendurnir eru
allir taldir eiga þátt f henni með einhverjum
hætti, að sögn Eiríks Þorlákssonar listfræðings.
Sýningin stenduryfir til24. september.
-?sÉ
SV'
Menningarhús
rís á mettíma
í vikunni var fyrsta skóflu-
stungan tekin vegna nýs
menningarhúss á Akureyri,
en í húsinu verður einnig tón-
listarskóli rekinn. Má segja
að þetta sé mettími, enda að-
eins þrjú ár síðan ríkisstjórnin
ákvað að veita einum millj-
arði króna til byggingar menn-
ingarhúsa á Akureyri, sem
og í Vestmannaeyjum. Meðal
markmiða arkitektanna er að
„skapa í nýrri byggingu verð-
ugan ramma um menning-
ar- og tónlistarlíf á Norðu-
iandi" og „að skapa byggingu í
miðbæ Akureyrar sem mynd-
ar sterkt kennileiti í umhverfi
sínu". Verður húsið heljarinnar
mannvirki, eða rúmlega 6000
fermetrar, og víst að menning-
arlíf á Akureyri mun taka enn
frekari kipp í kjölfar þess.
Úthlutanir
Kvikmyndamið-
stöðvar íslands
í vikunni tilkynnti Kvik-
myndasjóður íslands hvaða
kvikmyndir fengju styrk eða
vilyrði fyrir styrk árið 2006.
Óvinafagnaður í leikstjórn
Friðriks Þórs Friðrikssonar •
fékk hæstá styrkinn, eða vil-
yrði upp á 72 milljónir króna.
Mýrin, í leikstjórn Baltasars
Kormáks, fékk 45 milljónir og
er væntanleg í haust en henn-
ar er beðið með eftirvæntingu.
Þá fékk Dagur Kári Péturs-
son vilyrði fyrir 45 milljónum
fyrir næstu kvikmynd sína,
Good heart, en einnig henn-
ar er beðið með mikilli eftir-
væntingu. Einn áhugaverð-
asta styrkinn hlýtur vafalaust
Kristín Björk Kristjánsdóttir,
en hún fékk vilyrði upp á 5,6
milljónir til að gera heimild-
armynd um tónlistarkonuna
sérstöku Sigríði Níelsdóttur. Er
það mikið gleðiefni.
Áhugafólk um kvikmyndir ætti að merkja sérstaklega við 28. september á dagatalinu
sínu, en þá hefst Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík í þriðja sinn. Áætlað er að
sýna yfir 60 myndir og því ljóst að af nógu er að taka.
Kvikmyndaveis[a
í september
Merki Alþjóðlegu kv
kvikmynda-
hátíðarinnar í Reykjavík.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi
hátíðarinnar, er spennt þótt mikill
undirbúningur sé framundan. „Nú
fer allt á fullt, við erum sjö á skrifstof-
unni sem vinnum hörðum höndum
og okkar fjölgar enn frekar þegar
nær dregur," segir hún. Áhersla er
lögð á að bjóða upp á splunkunýjar
og framsæknar myndir, alls staðar
að úr heiminum og skiptist dagskrá-
in í nokkra flokka, en dagskrá hátíð-
arinnar er óðum að skýrast. „Mark-
mið okkar er að sýna fram á hversu
mikið er að gerast í kvikmyndagerð í
heiminum, þótt aðeins agnarbrot af
því komist í almenna dreifingu."
Nýjasta mynd Winterbottoms
Þrjár kvikmyndir hafa nú þegar
verið auglýstar á hátíðinni. Nýjasta
mynd So Yong Kim og Bradley Rust
Gray, In Between Days, verður sýnd,
en sérstaka athygli vekur að hljóm-
sveitin XXX Rottweiler á nokkur
lög í myndinni. Frozen City, eftir
flnnska leikstjórann Aku Louhimies
verður einnig sýnd, en hún var m.a.
í keppnisflokki Karlovy Vary-hátíð-
arinnar í Tékklandi sem lauk ný-
verið. Loks hefur nýjasta kvikmynd
Michaels Winterbottom, The Road
to Guantanamo, verið staðfest á há-
tíðina, en hún fjallar um þrjá Breta
sem eru í haldi í Guantanamo-
fangabúðunum. Mynd Winterbott-
oms er blanda af heimildarmynd
og leikinni kvikmynd og hefur vakið
gríðarlega athygli.
Bróderaður lundi er hluti
af útliti hátíðarinnar í ár.
Kvikmynd er ekki aðeins áhorf
Hrönn er á því að kvikmynda-
upplifun í bíóhúsi sé meira en áhorf
eitt og sér og því verða ýmiss kon-
ar uppákomur og viðburðir haldnir í
tengslum við hátíðina. „Við leggjum
áherslu á að bjóða kvikmyndagerðar-
fólki að koma og tala um myndimar
sínar, af því að okkar mati snýst kvik-
myndahátíð mikið um samskipti. Það
er öðruvísi að fara á svona hátíð en
að vera heima hjá sér því maður get-
ur kynnst leikstjóranum, leikurum og
fleirum," segir hún. Margir fjölmiðl-
ar hafa einnig sýnt hátíðinni áhuga,
en blaðamenn frá blöðum eins og
Guardian, Intematíonal Herald Tri-
bune og Dazed and Confused hafa
tilkynnt komu sína, auk þáttargerðar-
manna ffá Englandi, Tékklandi, Dan-
mörku og fleiri löndum. „Það má bú-
ast við svona 150 manns á landið í
tengslum við hátíðina."
Ýmislegt í boði
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin
hefst 28. september og stendur yfir
í 11 daga, eða tíl 8. október. Hún er
haldin í helstu kvikmyndahúsum á
höfuðborgarsvæðinu. „Það verður
hægt að kaupa passa á hátíðina sem
veitir aðgang að öllum myndum, af-
sláttarkort sem veitir ódýrari aðgang
inn á sex myndir og svo er hægt að
borga sig inn á eina og eina mynd,"
segir Hrönn og vonar að hún sjái sem
flesta. Allar frekari upplýsingar og til-
kynningar um myndir má nálgast á
filmfest.is. ottar@dv.is
' ••W' Vkil
Íi
! •. ' ■
'
Ti
■JK
Hrönn
Marinósdóttir,
stjórnandi
hátiðarinnar.
■Éfe
■
KjF
;jaf|||g|Í|:ÍiS
DV Menning
FÖSTUDAGUR 4.ÁGÚST2006 59
Það má með sanni segja að fyrrverandi kaffibrennsla O. Jónsson & Kaaber gangi í
endurnýjun lífdaga á næstunni. Þetta mikla hús verður troðfullt af lífi í ágúst vegna
listahátíðar sem ungir listamenn bæði skipuleggja og sýna á.
Ollu blandað
saman á ArtFart
Á öllum helstu börum og kafíi-
húsum niðri í miðbæ liggja um
þessar mundir bunkar af blöðum
með undarlegri mynd - af hjóh föstu
við margar helíumblöðrur. Er þetta
merki sviðslistahátíðarinnar ArtFart
2006 sem haldin verður í gamla Ó.
Jónsson & Kaaber húsinu við Sætún
dagana 10.-20. ágúst. Áhersla verð-
ur lögð á leiklist, þótt ýmiss konar
aðra listastarfsemi megi finna þar,
hvort sem um er að ræða tónlist,
dans, grafíska hönnun eða gjörn-
inga.
Ungir skapandi krakkar
Friðrik Svanur - Morri eins og
hann er yfirleitt kallaður - er einn
sjálfboðaliða hátíðarinnar. „Við höf-
um svo sem enga formlega títla,
heldur eru allflestir bara sjálfboða-
liðar," segir hann og hlær. Hug-
1 ' : ■-’* K- *
r “ . ' fjf V • :
ArtFart-félagar hengdu
upp hjólið fræga á
Laugaveginum sem
margir hafa tekið eftir.
m ml
n
JÍ
,1
Krakkarnir í ArtFart eru uppátækja-
samir sprelligosar.
Friðrik Svanur í bol með merki
hátíðarinnar.
myndin að hátíðinni kviknaði hjá
vini hans, Karli Ágústí Þorbergssyni.
Þeir höfðu samstundis augastað á
gömlu kaffibrennslu Ó. Jónsson &
Kaaber, fengu hana og þá fóru hjól-
in að snúast. „Við hringdum í ýmsa
aðila, unga hæfileikaríka listamenn
á aldrinum 18-25 sem eru ýmist í
Listaháskólanum, útskrifaðir eða
einfaldlega á eigin vegum. Þetta er
því alger blanda og grasrótarstarf."
Húsið verður fullt af lífi
Þetta verða 20 hópar allt í allt,
eða um 40 manns, bæði útíenskir
og íslenskir. „Hátíðin er meðal ann-
ars unnin í samstarfi við Hitt húsið,
svo það verða líka nokkrir úr skap-
andi sumarstörfum í húsinu," segir
Friðrik. Allt húsið verður lagt und-
ir hátíðina, en eins og flestir vita
er það gríðarlega stórt og því víst
að allir getí fundið eitthvað við sitt
hæfi. „Það eru margir salir í húsinu.
í sumum verður list til sýnis, í öðr-
um verða leikverk og gjömingar sett
upp," segir Friðrik.
„Þetta er hrúgulist"
Friðrik segir ekkert sérstakt þema
vera á hátíðinni, nema þá að þetta
eru allt skapandi krakkar sem vilja
vinna með óhefðbundna list. „Við
leikum okkur með formin, setjum
upp furðulegar sviðsmyndir, blönd-
um leiklist við dans sem og gjörn-
inga og þar ff am eftir götunum. Þem-
að er því að blanda öllu saman. Þetta
er nokkurs konar hrúgulist." Friðrik
segir viðbrögðin hingað til hafa verið
frábær og hann er vongóður um að
þau getí endurtekið leikinn að ári, en
þetta er í fyrsta skipti sem ArtFart er
haldin. „Við viljum gera þetta að ár-
legum listviðburði."
Vill sjá sem flesta
Friðrik skorar á sem flesta að láta
sjá sig, enda verður „rjóminn af ung-
um íslenskum listamönnum þarna",
að sögn hans. „Að minnsta kostí
helmingurinn, því hinir voru upp-
teknir," segir hann og hlær. Flestír
viðburðirnir hefjast kl. 20 en allar
frekari upplýsingar, sem og dagskrá
hátíðarinnar, má nálgast á artfar-
ticeland.net.
Árbók um frammistöðu íslenskra blaðamanna hefur litið dagsins
ljós og Ármann Jakobsson las hana í einum rykk
Ólafur Teitur vaktar varðhundana
2005
Skrif Ólafs Teits Guðnasonar í Við-
skiptablaðinu hafa að vonum vak-
ið athygli og umræðu þar sem þau
hafa verið hvöss og gagnrýnin. Ann-
að árið í röð eru þau nú gefin út á bók
sem líta má á sem eins konar skugg-
sjá fjölmiðlanna árin 2004 og 2005. í
sjálfú sér er enginn munur á bókun-
um. Þetta eru hvorttveggja greina-
söfn, heildin skapast af stuttum for-
mála höfundar og nafnaskrá í lokin.
Einhliða umfjöllun
Ólafur Teitur telur að skoðanir
fréttamanna hafi áhrif á umfjöllun
þeirra. Er bókin enda uppfúll af dæm-
um sem styðja þá niðurstöðu. Hann
undanskilur sjálfan sig engan veginn
og telur raunar að það sé mjög mik-
ilvægt að hafa skoðun á fjölmiðlum.
Það hafi þó þá neikvæðu hliðarverk-
un að umfjöllunin geti orðið einhæf
og einhliða. Rekur hann einnig fjöl-
mörg dæmi í bók sinni umnákvæm-
lega það. Um leið gerir hann sér ljóst
að mörgum muni þykja hans eigin
skoðanir einhliða. Hvorttveggja er rétt
og í því liggur einmitt vandi lesandans
andspænis bókinni.
Viðurkenndur sannleikur
fslenskir flölmiðlar eru einhliða og
fjölmiðlamenn þröngur hrópur. Þrátt
fyrir nokkra viðleitni til annars eru
fjölmiðlamenn iðulega fangar „við-
FJÓLMIÐLAR
2005
★★★
Ólafur Teitur Guðnason,
Fjölmiðlar 2005: Getur þú
treyst þeim? Ugla 2006.
BOKMENNTIR
urkennds sannleiks" sem þeir trúa að
sé almennur í samfélaginu. Stundum
er hann það en oft er raunin að fjöl-
miðlamenn lifa og hrærast innan um
sína líka og sá hópur hefur stundum
allt aðra sýn á samfélagið en fólkið
utan hans. Þetta kemur vel fram í bók
Ólafs Teits. Á hinn bóginn em hans
eigin viðhorf ekki síður skýr og þau
sjást vel á því hvert hann beinir gagn-
rýnir sinni. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir kemur þannig mikið við sögu
og jafnvel lesandi sem ekkert vissi fyr-
ir gætí varla komist að annarri niður-
stöðu en þeirri að Ólafi Teití sé fremur
uppsigað við hana. Hið sama gild-
ir um Fréttablaðið og fréttastofú út-
varpsins. Þó að gagnrýni Ólafs Teits sé
oft góð og hárrétt þá er hætt við að les-
anda sem ekki deilir skoðunum hans
á þessum aðilum ofbjóði þegar allir
pistíamir em lesnir í einum rykk. Og
óski sér jafnvel að Ólafúr Teitur beini
spjótum sínum í fleiri áttir.
Hörkulegar deilur
Bók Ólafs Teits mun eflaust verða
síðar notuð sem heimild um þá
hörku sem einkenndi íslensk stjóm-
mál og fjölmiðla í upphafi 21. ald-
ar. Þessi harka minnir svolítið á það
sem gerst hefur í Bandaríkjunum eftir
1991, þegar kalda stríðinu lauk og svo
mikill hití hljóp í innanlandsmálin að
minntí stundum á nýtt kalt stríð. Ólaf-
ur Teitur fer raunar til Bandaríkjanna
í miðri bók (bls. 279-84) og þá kemur
í ljós að hann samsamar sig repúblik-
önum og málflutningi þeirra. Sjálf-
um finnst mér illdeilumar vestra ekki
góð útflutningsvara og líst enn verr á
það ef íslenskir fjölmiðlamenn fara að
taka haturspostula eins og Ann Coult-
er sér til fyrirmyndar. Það gerir Ólafúr
Teitur að hluta en sem betur fer ekki
aðölluleytí.
Fordómar í afneitun
Burtséð frá því hvemig dæmin
em valin í þessa bók getur hún nýst
sem góð handbók fyrir fjölmiðla-
menn almennt. Það er fúll ástæða að
ræða það hvemig fréttamenn spyrja
spuminga, hvemig fréttum er rað-
að, hvemig mismunandi sjónarmið
fá mismunandi afgreiðslu og hvemig
Ólafur Teítur Guönaaon
blaðamannastéttin er uppfull af for-
dómumsemverðabaraverriefþeim S
er aineitað. Og af bók Ólafs Teits má
vissulega læra að spyrja réttu spurn-
inganna. Aðeins þeir gallhörðustu
munu hafa gaman af að lesa hana
í einu lagi en hún mun nýtast vel ef
blaðað er í henni og lesnar 10 síður
eða svo í senn.
Ármann Jakobsson
Stofutónleikar
og opið
alla helgina
Þeir sem sitja af sér útihátíðir
eða önnur ferðalög um verslun-
armannahelgina þurfa ekki að
láta sér leiðast. Það er tilvalið að
bregða sér spölkorn út fyrir bæj-
armörkin og heimsækja safrúð
á Gljúfrasteini sem er opið alla
helgina frá 9-17. Sé veður gott er
einnig tilvalið að skoða nánasta
umhverfi Gljúfrasteins eða halda
áfram á Þingvelli.
Á sunnudaginn heldur svo
stofútónleikaröð Gljúfrasteins
áff am þar sem Gunnhildur Ein-
arsdóttir hörpuleikari og Kristj-
ana Helgadóttír flautuleikari
spila. Sem fyrr hefjast tónleikamir
klukkan 16 og aðgangseyrir er að-
eins 500 krónur.
1
Kammertónleikará
Kirkjubæjarklaustri
Helgin 11.-13. ágúst verður
helguð klassískri tónlist á Kirkju-
bæjarklaustri. Listrænn stjórn-
andi hátíðarinnar er söngkonan
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttír, en
hún hefur fengið til liðs við sig
úrval ungra tónlistarmanna, þau
Víking Heiðar Ólafsson píanóleik-
ara, Eyjólf Eyjólfsson tenórsöngv-
ara, Stefán Jón Bemharðsson
homleikara, Sigrúnu Eðvaldsdótt-
ur fiðluleikara og Francisco Javier
Jáuregui gítarleikara.
Á efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt úrval kammertónlistar. Áf
tónskáldum má nefna Schubert,
Brahms, Chopin og Ravel. Hægt
er að panta miða í Upplýsinga-
miðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri
í síma 487 4620.
Norrænir
leikhúsdagar
Norrænum leiklistardögum lýk-
ur í Kaupmannahöfn í dag. Eina
framlag íslands á þessari hátíð nor-
rænna leikhúsmanna er einleikur
Kristjáns Þorvaldssonar, Mike Att-
ack, sem hann sýndi hér í vor á
Listahátíð. Norrænu leiklistarverð-
launin vom afhent í upphafi dag-
arma en þau hlaut að þessu sinni
Kari Hotakainen. Okkar maður tíl-
nefndur var Jón Atli Jónasson fyrir
Brim. Aðrir höfúndar sem áttu verk
í keppninni að þessu sinni vom Jon
Fosse, Mathias Anderson og Jok-
um Rode. Verðlaunin vom nú veitt í
sjöunda sinn.