Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 48
60 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Helgin DV Sænska kvenréttindakonan. leik- ritahöfundurinn og leikstjórinn Margareta Garpe var á íslandi fyrir skömmu. Hún ræddi viö DV um nýjustu leiksigrana í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en nýjasta leikrit hennar Limbo hefur farið sigurför um Norðurlöndin auk þess sem ný leikgerð af Áfram stelpur hefur troðfyllt Borgarleik- húsið í Stokkhólmi frá því í fyrra og gengur enn fyrir fullu húsi. Sofia Ledarp Plakatiö fyrir Áfram stelpur - endurkoman I Stockholms stadsteater. pressfoto Petra Hellberg Margareta Garpe er í dag einn af virtustu leikritahöfundum Svía og leikrit hennar eru sett á svið um allan heim. Hún á líka langan og framgangsríkan feril að baki sem leikstjóri og árinu skiptir hún til helminga á milli þessara hlutverka. Hálft árið býr hún á hrjóstugri og vindasamri austurströnd Gotlands en ver hinum helmingnum í hringiðu menningarlífsins í Stokkhólmi. Þessi rauðhærða baráttukona geislar af lífsþrótti og gleði þrátt fyrir bitra reynslu af berklum og vímuefnavanda. Leikrit hennar endurspegla feminískar skoð- anir hennar og skarpskyggna samfélagsgagnrýni þar sem tek- ið er á viðkvæmustu „tabúum" þjóðfélagsins en undirliggjandi eru kröfur um réttlæti og sann- leika. Þú hefur ekki komið áður til ís- lands er það? „Nei, þetta er jómfrúarferðin til Islands, ég hef aldrei komið hingað áður. Það var íslenski hesturinn sem dró mig hingað. Reiðmennska er eina hobbíið mitt og síðasti hestur- inn sem ég átti var íslenskur. Því mið- ur þurfti ég að láta hann frá mér en ég varð að koma og upplifa íslenska hestinn í sínu rétta umhverfi og fara á hestbak í íslenskri náttúru. Ég hef reyndar kynnst nokkr- um íslendingum heima í Svíþjóð og ekki hefur sú viðkynning orðið til að draga úr mér að koma hingað. Lár- us Ýmir Óskarsson og ég leikstýrð- um um tíma á sama vinnustað og svo þekki ég Helga Felixson kvik- myndagerðarmann í gegnum mann- inn minn, Reine Hartleb, sem líka er kvikmyndagerðarmaður. Ég er óskaplega hrifin af landinu því náttúran hér er alveg stórkost- leg og svo er ég mjög spennt fyrir bárujárnshúsunum, mér finnast þau rosalega flott. Mig langaði einu sinni til að verða arkitekt, þú skiiur." Áfram stelpur - aftur En þú ert leikritahöfundur og leik- stjóri, sem skilar af þér hverju kassa- stykkinu á fætur öðru, hvað er í gangi núna? „Það sem gengur í Svíþjóð núna er Áfram stelpur (Jösses Flickor). Það eru 30 ár síðan Áfram stelpur, sem ég skrifaði með Susanne Osten, var frumsýnt og Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi, þar sem ég vinn núna, fannst upplagt að taka stykkið upp aftur í tilefiii þess. Einn af yngri leikritahöfundum okkar Svía, Malin Axelsson, skrif- að nútímaviðbót og sýningin hefur gengið svo vel að það er næstum því óþægilegt. Ég sá til dæmis á netinu að miðar á Bruce Springsteen-konsert séu í boði fyrir miða á Áfram stelpur. Þá fannst mér nánast að ég gæti farið á eftirlaun og sest í helgan stein." Sumt hefur breyst í jafnréttisátt annaðekki Finnst þér að Áfram stelpur eigi sama erindi til samfélagsins í dag og þá? „Já, við erum ennþá að vinna með

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.