Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER2006 Helgin DV Downs-heilkenni er litningafi'ávik sem veldur þroskahömlun. Flestir hafa 23 pör af samstœðum litningum eða alls 46 litninga í frumum sínum. Fólk með Downs-heilkenni, áðurfyrr nefiit mongólitar, hefiir 3 eintök af litningi númer 21 eða alls 47lilitinga. Marta Kristjana Pétursdóttir er móðir Péturs Mikaels sem fæddist með Downs-heilkennið árið 2003. Marta ákvað að leitast ekki eftir skimprófi og sér ekki eftir þeirri ákvörðun í dag. Marta segir ákveðna fáfræði ríkja í samfélaginu varðandi Downs-heilkennið. Hún geti ekki annað séð en að líf Péturs Mikaels sé þessi virði að lifa því enda vakni hann hamingjusamur og fari hamingjusamur að sofa. Er eitt líf meira virði en annað? „Viðbrögð okkar voru algjört sjokk. Við áttum von á heilbrigðu barni og vorum þarna að missa þann draum. Það tók okkur nokkra daga að jafna okkur og viðurkenna þessa stöðu sem við vorum komin í en eftir að hafa gengið í gegnum ákveðið sorgar- ferli náðum við smám saman að jafna okkur," segir Marta Kristj- ana Pétursdóttir móðir Péturs Mikaels Helgasonar sem fæddist með Downs-heilkenni í maí 2003. Marta og eiginmaður hennar áttu fyrir dóttur sem verður níu ára í nóvember og Marta segir mikinn mun á systkinunum. „Það er talsverður munur á þeim og við höfum öðruvísi væntingar til hans en hennar. Við þurfum svolítið að leyfa honum að sýna hvað hann getur og koma svo til móts við hans getu og þarfir. Það sem gerðist sjálf- krafa hjá dótturinni, svo sem að læra að sitja, skríða, ganga og tala þarf að kenna honum og margendurtaka og tekur aílt lengri tíma. Við gleðjumst hins vegar enn meira með hverjum áfanga sem hann nær, því hann er svo stór," segir Marta. Hjartagallinn háir honum ekki Marta var 32 ára þegar hún varð ófrísk afPétri Mikael. Henni var ekki boðið að fara í skimpróf þó að hún hafi vitað af þeim möguleika. Hún hafi hins vegar ákveðið að leitast ekki eftirþví. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju ég valdi það ekki. Kannski vildi ég ekki standa frammi fyrir svona stórri ákvörðun sem snemm- ómskoðun getur haft í för með sér, en kannski var ég bara svona viss um að það væri allt í lagi. Allaveg- ana tók ég þá ákvörðun að fara ekki og það er afstaða út af fyrir sig," seg- ir Marta og bætír við að þegar Pétur Mikael hafi verið kominn í heiminn hafi strax vaknað grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. „Hann bar mörg einkenni Downs-heilkennis og við fengum staðfestingu með blóð- prufu nokkrum dögum síðar." Pét- ur Mikael dvaldi á vökudeildinni í tæpan mánuð og eins og mörg börn með Downs-heilkenni fæddist hann með hjartagalla. Marta segir gallann þó ekki há honum en að hann verði undir eftirliti lækna. Pétur hafi hing- að til verið tiltölulega hraustur en sé þó afar pestsækinn og virðist leita uppi flensurnar. Það erfiðasta en besta sem fyrir okkur hefur komið „Það tóku allir í fjölskyldunni vel á þessu og studdu við okkur. Ég þráði að fá hamingjuóskir frá fólki og staðfestíngu á því að hann væri yndislegur. Auðvitað fengum við alls konar viðbrögð og nokkrar fá- ránlegar athugasemdir en gerðum okkur grein fyrir að fólk meinti samt vel. Við vildum ekki samúðarkveðjur eða meðaumkun. Þegar við fengum að sjá hann vaxa og þroskast urð- um við afar þakklát fyrir hann. Þetta var nefnilega ekki bara það erfiðasta sem fyrir okkur hefur komið heldur jafnframt það besta. Við áttum erfitt með að sjá það þá, þegar hann fædd- ist, en með tímanum gerðum við okkur grein fyrir að hann væri það besta sem komið hafði fyrir fjölskyld- una og ég gætí ekki hugsað mér lífið öðruvísi. Hvað þá hugsað þá hugsun til enda að ég hefði látíð eyða þessu lífi. Þá gætí ég í dag, líklega ekki horft án samviskubits framan í manneskju með þessa fötlun. Ég skil ekki þá sem segja að þetta líf sé ekki þess virði að lifa því. Pétur Mikael vaknar ham- ingjusamur og fer hamingjusamur að sofa og ég get ekki séð að hans líf sé það hræðilegt að það sé ekki þess virði að lifa því." Skimpróf lítilsvirðing fyrir fólk með Downs-heilkenni Marta segir ákveðna fáfrœði ríkja í samfélaginu varðandi þessa fötl- un. Ef henni hefði verið boðið upp á skimprófið á sínum tíma hefði hún þess vegna getað tekið ákvörðun sem hún hefði séð eftir. „Ég hef það á tilfinningunni að upplýsingar sem fólk fái séu svolítíð einsleitar, það er verið að einblína á galiana og vissulega eru mörg þess- ara barna með hjartagalla og öil eru þau greindarskert. Hjartagallarnir eru hins vegar oftast auðlæknanleg- ir og ég held að samfélagið yrði ansi litíaust ef allir væru með staðlaða greindarvísitölu," segir hún og bætir við að skimpróf þar sem leitað er eft- ir Downs-heilkenni sendi neikvæð skilaboð tíl þeirra einstaklinga sem fái að fæðast. „Að mínu matí er þetta h'tilsvirðing við fólk með Downs- heilkenni og sendir þau skilaboð að það sé óvelkomið. Tæknin er til stað- ar og mér finnst í lagi að nota hana til að leita að stórkostlegum göllum eða Marta Kristjana og Pétur Mikael „Við áttum erfitt með að sjá það þá, þegarhann fæddist, en með timanum gerðum við okkurgrein fyrirað hann væri þaö besta sem komið hafði fyrir fjölskylduna og ég gæti ekki hugsað mér llfið öðruvfsi.' DV-mynd Hörðurj „Hvað þá hugsað þá hugsun tilenda að ég hefði látið eyða þéssu lífh Þá gæti ég í dag, líklega ekki horft án samviskubits framan í manneskju með þessa fötlun" þar sem fóstrin eru ekki lífvænleg. En þegar leitað er að Downs-heil- kenni og fólki síðan boðið upp á að láta eyða þeim fóstrum verður einnig að sýna fólki hina hliðina. Ekki bara gallana. Kannski kemst það að því að þetta er ekkert svo hræðilegt." Fósturskimun val verðandi foreldra Marta ítrekarþó að lokum aðfóst- urskimun sé val verðandiforeldra. En að þeir þurfi um leið að vera viðbún- ir því að geta tekið stórar ákvarðanir í kjölfarið. Að hennar mati sé nauð- synlegt að velta fyrir sér þessum stóru siðferðilegu spurningum. Er eitt líf meira virði en annað og hver hafi rétt á að ákveða það? Afhverju sé verið að leita að þessari ákveðnu fötlun og hvað liggi á bak við. „Fólk verður að fá hlutlausar upplýsingar, ekki bara ffá heilbrigð- iskerfinu heldur líka ffá foreldrum sem eiga börn með Downs-heil- kenni og einstaklingum með Downs- heilkenni. Framtíð Péturs Mikaels er björt. Hann er lífsglaður, kátur og námsfús og vaknar á hverjum degi tilbúinn að takast á við h'fið. Ég lifi í voninni um að skólakerfið fari batn- andi. I dag er mikil blöndun fatlaðra og ófatíaðra í leikskólunum, eitthvað sem var ekki áður og ég vona að komandi kynslóðir verði þar af leið- andi umburðarlyndari. Ég tel grunn- skólann ekki kominn eins langt og leikskólann í þessum málum. Ég held að leið Péturs eigi að mörgu leytí eftír að verða svipuð leið syst- ur hans og markmiðin jafnvel líka. Hann þarf auðvitað meiri stuðning en hún í daglegu Ufi en ég verð að fá að trúa því að samfélagið muni taka vel á mótí honum." indiana@dv.is Hulda Hjartardóttir læknir á kvennadeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss segir að flest börn sem fæðast með Downs-heilkennið séu börn mæðra sem fari ekki í skimpróf. Réttast væri að fara ekki í litningaprófið ef konan ætli ekki að nota niðurstöðuna því legvatnsstungunni fylgir 1% hætta á fósturmissi. Landlæknir hef- ur gefið út dreifibréf um að nú eigi að bjóða öllum ófrískum konum upp á skimpróf fyrir litningagöllum. Flestar velja að enda meðgönguna „Það er mjög líklegt að tíðni fæddra barna með Downs-heilkenni fari niður á við en samt getum við ekki nákvæmlega sagt til um það þar sem það eru svo fá tilfelli á íslandi en í ár hefur að minnsta kosti eitt barn með þennan litningagalla fæðst," segir Hulda Hjart- ardóttir læknir á kvennadeild Landspítalans - háskólasjúkrahúsi. „Heildartíðnin er 1 af hverj- um 800 börnum en talan dreifist milli ára, eitt árið fæðast engin en næsta kannski tíu," segir Hulda og bætir við að fyrir tveimur vikum hafi Landlæknir sent frá sér dreifi- bréf um að nú eigi að bjóða öllum ófrískum konum upp á skimpróf fyrir litningagöllum. Áður hafi ein- ungis verið skylt að bjóða konum 35 ára og eldri upp á litningarannsókn. Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hafi hins vegar verið boðið upp á skimpróf í leit að litningagöllum í 8 ár og síðast fiðin 5 ár hafi það ver- ið opið öllum ófrískum konum sem hafi óskað eftir því. Hulda útskýr- ir að fyrst sé boðið upp á skimpróf þar sem leitað sé eftír þeim konum sem séu í áhættuhópi og þeim síð- an boðið upp á litningapróf með legvatns- eða fylgjuástungu. Allar konur sem gangist undir skimprófið eigi að vera búnar að fá fræðslu um að hverju sé verið að leita, hvernig prófið sé framkvæmt og hverjar lík- urnar séu á að gallinn sem verið sé að leita af finnist Áhætta fylgir legvatnsstungu „Með skimprófinu er verið að leita eftir þáttum sem auka líkurn- ar á að fóstrið sé með þrístæðu 21 sem veldur Downs-heilkenni, þrí- stæðu 13 og 18 sem valda afar al- varlegum litningagöllum og Tur- ners-heilkenninu þar sem annan kvenlitninginn vantar. Þeim konum sem fá auknar líkur er kynnt niður- staðan og þeim boðið upp á litn- ingapróf sem gefur örugga niður- stöðu um litningafjöldann. Það er því ekki þannig að konum sé boð- in fóstureyðing á grundvelli þess að líkur séu auknar úr skimprófinu, aðeins þeim sem eru með staðfest- an litningagalla samkvæmt fylgjvi- sýni eða legvatnsástungu. Yfirgnæf- andi meirihlutí kvenna sem kemst að því að fóstrið sem þær ganga með sé með litningagalla velja að binda enda á meðgönguna en þó ekki allar. Þó nokkuð er líka um að konur ákveði að fara ekki í litninga- próf þó svo að skimprófið sýni fram á aulöia áhættu á litningagalla. Rétt- ast væri að fara ekki í litningaprófið ef þú ætlar ekki að nota niðurstöð- una því þú setur fóstrið í hættu með legvatnsstungunni en því fýlgir 1% hætta á missi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.