Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006
Fréttir DV
Það hefur oft haustað í sálu Jóhönnu Guðbrandsdóttur í gegnum tíðina. Fyrir fjórtán árum missti hún son
sinn úr blóðkrabbameini og ellefu árum síðar greindist hún sjálf með brjóstakrabbamein. í margra ára bar-
áttu Ólafs Hjartar sonar hennar við hvítblæði máttu hún og fjölskylda hennar þola komu vátíðinda, alltaf á
haustin þegar krabbinn lét á sér kræla á ný.
Erfiðast að horfa á sorg-
ina í augum ættingjanna
Olafur Hjörtur Stefánsson var einungis tæplega nítján ára
þegar maðurinn með ljáinn ákvað að sækja hann. Eftir
ijögurra og hálfs árs baráttu við hvítblæði gafst líkami
hans upp á fallegum janúardegi í faðmi móður sinnar. Lífsglaður
ungur maður var tekinn frá ástríkri fjölskyldu sinni og skildi stórt
skarð eftir.
Elsti sonur Jóhönnu Guðbrands-
dóttur og Stefáns Ólafssonar greind-
ist með hvítblæði haustið eftir að
hann fermdist. Ólafur Hjörmr var
eins og hver annar ungur dreng-
ur, stundaði íþróttir, spilaði á gítar í
hljómsveit og átti sér þann draum að
feta í fótspor föður síns sem rafvirki.
Ólafur flutti til Stykkishólms með
foreldrum sínum þegar hann var sjö
ára ásamt fjögurra ára bróður sínum
og ársgamalli systur. Þar átti hann
hamingjuríka ævi þar til dauðinn
sótti hann þann 18. janúar 1992.
„Jæja, pabbi minn, núna er ég
alveg búinn"
Síðustu orð Óla Hjartar voru til
pabba hans þegar komið var að
kveðjustundinni. „Óli var búinn að
vera í fanginu á Eyva bróður sínum
allan daginn og um kvöldmatar-
leytið sofnaði hann og vaknaði ekki
meir. Ég get ekki lýst því hvernig mér
leið því þetta er það erfiðasta sem
nokkur manneskja gerir og eitthvað
sem maður á ekki að þurfa að gera,
að missa barnið sitt," segir Jóhanna
og getur ekki hamið tárin sem trilla
niður kinnarnar þegar hún rifjar upp
þessa átakanlegu stund fyrir fjórtán
árum síðan.
Greindist 14ára
Ólafur Hjörtur var ekki nema fjór-
tán ára þegar hann greindist með
hvítblæði. „Við fengum niðurstöð-
umar úr blóðprufunum þann 21.
ágúst, á afmælisdegi föður hans, en
allt sumarið var hann búinn að vera
slappur, með hita og verkjaði í alla
liði og vöðva. Læknanemar í Stykk-
ishólmi voru búnir að greina hann
með eitthvað allt annað en þegar
hann var lagður inn á spítala og síðar
fluttur til Reykjavíkur kom í ljós hvað
raunverulega var að," segir Jóhanna.
Hún segir að þegar hún fékk að
vita hvað var að honum hafi henni
fundist heimurinn hrynja og lífið
vera búið. „Ég gerði mér grein fyrir
hversu alvarleg þessi veikindi voru
og fannst þetta vera dauðadómur
yfir honum. Þá vissi ég ekki mikið
um hvítblæði og áttaði mig ekki á því
að hann gæti lifað í fimm ár í viðbót,
eins og hann gerði."
Annað áfall
Óli Hjörtur fór í tveggja ára lyfja-
meðferð sem tók mikið á fjölskyld-
una. „Ég flutti með honum á spítal-
ann þegar hann fékk lyfjagjafirnar og
var sem verstur. Á meðan sá Stebbi
um hin bömin og með hjálp fjöl-
skyldunnar og vina hafðist þetta,"
segir Jóhanna. Hún segir að eftir þetta
tveggja ára tímabil hafi þau haldið að
hann væri læknaður því hann átti eitt
ár þar sem allt virtist eðlilegt.
„Við stimpluðum okkur út af spít-
alanum og ætluðum ekki þangað
aftur. En svo kom annað áfall þegar
hann greindist aftur með hvítblæðið
en þá var hann rétt nýbyrjaður í Iðn-
skólanum. Mér dauðbrá og fannst
„Ég hélt í vonina fram
á síðustu stundu og
gerði mér grein fyrir
því seinna hversu sterk
vonin erþví ég trúði því
fram á andlátsstundina
að það væri hægt að
bjarga honum."
allt hrynja á ný en svo kom vonin aft-
ur því okkur var sagt að hann gæti
hugsanlega læknast með því að fara í
mergskipti," segir Jóhanna.
Vonin sterk
„Þegar maður er í sjokki er mað-
ur lamaður og sér ekkert. En svo
birti heilmikið til og vonin um að
hann gæti læknast var svo sterk. Ég
hélt í vonina fram á síðustu stundu
og gerði mér grein fyrir því seinna
hversu sterk hún er því ég trúði því
fram á andlátsstundina að það væri
hægt að bjarga honum," segir Jó-
hanna. Hún segir að Óli Hjörtur hafi
sjálfur tekið þá ákvörðun að hann
ætlaði sér að læknast. „Hann var
svo duglegur og alltaf glaður. Hann
hjálpaði okkur heilmikið að komast
í gegnum þetta því það er mjög erf-
itt að vera nánasti ættingi þess sem á
við alvarleg veikindi að stríða.
Óli var aldrei reiður út í veikindi
sín og sagði alltaf að það væri ekk-
ert betra ef einhver annar hefði feng-
ið veikindi hans. Hann vildi heldur
ekki tengjast of mikið öðrum börn-
um með sömu veikindi því það væri
svo sárt fyrir hann þegar þau myndu
deyja en hann gerði aldrei ráð fyr-
ir því að hann myndi sjálfur deyja,"
segir Jóhanna og blaðamaður sér
á glampanum í augum hennar og
ástríðunni í frásögn hennar hversu
stolt hún er af drengnum sínum.
Fær merg úr bróður sínum
Eftir að Óli greindist aftur með
blóðkrabbann fór hann í lyfjameð-
ferð og síðan til Svíþjóðar þar sem
hann gekkst undir mergskipti. Það
var Eyjólfur bróðir hans, sem var þá
þrettán ára, sem gaf honum merg.
„Við vorum í Svíþjóð í þrjá mánuði
og allt gekk mjög vel. Harm átti mjög
gott sumar eftir mergskiptin og við
vorum sannfærð um að hann væri
læknaður," segir Jóhanna.
Óli spilaði á þessum tíma í hljóm-
sveitinni Busunum sem síðar breytt-
ist í Vini vors og blóma og hann
spilaði með þeim í nokkur ár á Bind-
indismótinu í Galtalæk. Eftir sumar-
ið byrjaði hann aftur í Iðnskólanum
því hann var staðráðinn í að læra raf-
virkjun og vinna með pabba sínum
við það.
Haustar á ný
Um haustið árið 1991 veiktist Óli
Hjörtur aftur og í nóvember talaði
Jóhanna Guðbrandsdóttir
meömyndafóla .Maöur ,_.U
reiknaralltafmeöþvíað
börnln manns lifi mann.“
>V*V r
j J '• v \ $ v
WiiilfííífW
Jóhanna við lækninn hans og spurði:
„Er þetta þá allt búið?" Og hann
sagði: „Já." Jóhanna segir að þegar
hún fékk þessar fréttir hafi hún farið
í feluleik við staðreyndimar og hafn-
að þeim. „Vonin var óttanum yfir-
sterkari og við gripum í síðasta hálm-
stráið, sem var vonin. Við héldum að
kannski myndi vísindunum fara fram
og lækning fyrir Óla firmast. Það væri
ekki búið að leggja þetta allt á okkur
ef þetta væri allt búið. Þetta var vont
en Óli kom heim af spítalanum og
fékk að vera heima síðustu jólin sín.
Hann var að berjast fýrir lífi sínu og
það kom ekki annað til greina en að
berjast með honum. Hann vildi lifa
lífinu lifandi og við ákváðum að gera
það með honum þótt okkur liði illa
innra með okkur," segir Jóhanna. Hún
segir að bæði fjölskylda Óla og hann
sjálfur hefðu vitað vel í hvað stefndi
og að harm ætti ekki langt eftir ólif-
að en hann ræddi það ekki við þau og
þau kusu að virða það við harm.
Hélt tónleika á gamlárskvöld
Jólum og áramótum 1992 varði Óli
Hjörtur með fjölskyldu sirmi og var
þá orðirm mikið veikur og með háan
hita. „Hann spilaði á áramótaballinu
hér í Stylckishólmi með hljómsveit-
inni sinni Busunum. Það var mjög
erfitt fyrir hann en hann ætíaði sér
að spila á þessu balli og það var hans
Júnsta ósk. Eftir áramótin gafst hann
sjálfur upp og við fórum með hann
á spítalann í Reykjavík. Samt ætíaði
hann sér að gera hitt og þetta og með-
al annars að fara með vinum sínum
í bíó, sem þeir plönuðu daginn áður
en harm dó. Maður reiknar alltaf með
því að bömin manns lifi mann. Það er
ekkert sem rnaður vill ekki fórna fyrir
bamið sitt og ég óskaði þess að geta
skipt við hann og taka þennan sárs-
auka afhonum," segir Jóhanna.
Enn eitt reiðarslagið
Jóhanna segir að fyrstu tvö til þrjú
árin eftir að Óli dó hafi liðið í hálf-
gerðri þoku. Hún segist ekki muna
eftir mörgu sem gerðist á þeim tíma
og hafa verið dofin. Þau hjónin störf-
uðu á þeim tíma mikið með Styrkt-
arfélagi krabbameinssjúkra bama og
það var þeim til góða.