Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1959, Qupperneq 17

Freyr - 01.04.1959, Qupperneq 17
Á áratugnum 1947—1977 jólist heyfengur landsmanna um rúmlega 1,2 millj. hestburða, eða 60%. hefði fjölgað á þessu tímabili úr 454 285 upp í 769.777, eða um 69,5%, en hrossum hefði á hinn bóginn fækkað um rúm 12.000 niður í 33.930 og væri þaö 26,4% fækkun. Framleiðslan. Ræðumaður rakti ýtarlega þróunina í búvöruframleiðslunni, en þar hefur orðið stórfelld aukning. Mjólk. Innvegin mjólk til mjólkurbúanna jókst á tímabilinu 1947—1957 úr 29,5 millj. í 69,2 millj. kg, eða um 134,2%. Seld mjólk var 1947 16,1 millj. kg, en var 1958 30,2 millj. kg, eða 87,3% aukning. Sala rjóma jókst á sama tíma um 23,1%, smjörframleiðslan um hvorki meira né minna en 451,5%, osta- framleiðslan um 201,0% og framleiðsla skyrs um 99,0%. Kjötframleiðslan. Mikil aukning hefur orðið á kjötfram- leiðslunni. 1957 var slátrað á sláturhúsum 309.000 fleiri kindum en 1947, eða alls 644,- 000 kindum. Er það 93% aukning. Kjöt- magnið hefur hins vegar aukizt um 4.400 smálestir eða sem næst 80%. Hér er heima- slátrun ekki talin með. Sveinn sagði, að árið 1947 hefðu veriö fluttar út 955 lestir af dilkakjöti, en um 2.700 lestir af framleiðslu ársins 1957. Innanlandssala á kjöti af 1957 árs fram- leiðslu hefði orðið svipuð og öll slátrunin var 1947, eða um 5.603 lestir. Ræðumaður taldi erfitt að segja fyrir um hve mikið muni seljast af því mikla kjötmagni, sem kom í haust, en nokkrar líkur væru fyrir því, að salan muni aukast verulega innan- lands á þessu ári, vegna hinna miklu niður- greiðslna, sem kjötsalan nýtur nú. Afurðasalan innanlands. Þá sagði Sveinn, að sala búvaranna inn- anlands hefði aukizt mjög mikið á þessum áratug, enda hefði neytendum í landinu fjölgað milli 30 og 40 þúsund á þeim tíma. Augljóst væri, að framleiðsla mjólkur þurfi að aukast um 3—4% árlega til þess að full- nægt verði eðlilegri eftirspurn neytenda, miðað við aðstæður á síðustu árum. Verðmiðlun á mjólk og kjöti. í erindi sínu vék Sveinn Tryggvason að verðmiðlun mjólkur og kjöts, er hann kvað hafa verið allmikið deilumál, fyrst og fremst vegna þess, að þau mjólkursamlög, sem fara með meginhluta mjólkurinnar til

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.