Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1959, Page 34

Freyr - 01.04.1959, Page 34
128 PRE YR Grænmeti. Það orkar varla tvímælis, að ástæða væri til að neyta grænmetis í langtum stærra mæli en raun er á. Bezti C-vitamíngjafinn er grænmeti og ávextir og þegar þessar fæðutegundir eru takmarkaðar eða alls ekki í fæði fólksins, er alltaf hætta á C-vitamínskorti. Erlendis, þar sem rniklu meira er borðað af nefndum mat- vælum en hér, hafa rannsóknir staðfest, að oft er skortur á C-vitamíni og veldur það þreytu, kvefsælni og öðrum vanheilindum meðal fólks- ins. Á haustin er lítil hætta á C-vitamínsko:’ti, því að þá borðum við nýjar kartöflur, og í þeim er þá mikið af vitamíni þessu, og svo gul- rcfur-, en þær eru ennþá auðugri C-vitamín- lind. En síðari hluta vetrar og á vorin er skort- ur auðsær ef ekkert er að gert. Væ.i viðeig- andi að rækta hér sólber og sulta þau og nota sem C-vitamíngjafa á þessum tíma árs, því að af vitamíni þessu eru þau mjög auðug. Kræki- ber og bláber, varðveitt sultuð frá sumrinu áð- ur, munu og geyma nokkuð af vitamíni þessu og því vel kjö.in heilsulind. Grænkál er einnig gott í þessu skyni, svo og hvítkál og silluræt- ur. Fiskur. Og svo er það fiskurinn. Feitur fiskur hefur ævinlega þótt kjarnafæða og er það lika. í fitunni eru A- og D-vitamínin og þeirra er þörf í ríkum mæli. Hrogn og lifur eru hreinustu heilsulindir, því að þessi innyfli geyma svo mikið magn nefndra efna og hrogn auk þess B-vitamín. Sérstök ástæða er til að minna á, að síldin er, fyrir allra hluta sakir, ágætis fæða, sem neytt er hér í langtum minna mæli en vera ber. Próteinið í fiskinum er því nær eins gildis- auðugt og í kjöti og svo eru verðmæt sölt í fiski. Hann er því alhliða fæða og af honum eru margar tegundir, sem einatt er hægt að velja í milli, einkum í verstöðvunum. Þetta er nú sitt af hverju um matvælin. en hvernig á að nota þau og hverju á að hafna til þess að Nonni og Sigga litla fái það, sem þau réttilega þurfa og þeim er nauðsynlegt? Með hverju á að auka lyst þeirra, ef spara skal sykur, eða eru önnur bragðefni, sem auka löngun þeirra í þann mat, sem þau eiga helzt að borða? Um þetta mætti margt segja, en í fyrstu röð ber að minnast þess, að börn haga sér alltaf fyrst og fremst eins og þau sjá að fullorðna fólkið gerir, og ekki síður í matvenj- um en í öðrum hlutum. Þessvegna er alveg víst, að Nonni verður matvandur ef pabbi hans er það og Siggu þykir bezt það, sem mömmu hennar og stórum systrum þykir bezt. Þetta er oftast reglan, meðal heilbrigðra barna, þó að frávik geti verið einhver. Önnur atriði í þessu sambandi eru samsetn- ing fæðunnar, sjálfar máltíðirnar, og að þeim er þá bezt að víkja. Tvær milljónir svína í niðiirsuðiuiósir er nú markmið það er Danir liafa framundan og er talið að þeir muni ná fljótlega. Tvter ntilljónir svínaskrokka á ári í dósir — það verða ntargar dósir, en Danir telja markaðinn fyrir niðursoðið svína- kjöt sívaxandi. Hvað um íslenzkt lambakjöt sem dósamat á erlend- um markaði? Mun ekki sá markaður framundan? Hefur sú markaðsleið verið prófuð? Laust starf Starf fulltrúa við fræöslustarfsemi Búnaðarfélags íslands, m. a. við ritstjórn Freys, er laust; verður maður ráðinn til þess starfs á kom- andi hausti. Umsóknir um starf þetta sendist til Búnaðarfélags íslands fyrir 1. júlí n.k. Reykjavík í marz 1959. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.