Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 22
66
PREYR
með olíu, sem varnar ryðmyndun og notuð
er aðallega við stillingar og eftirlit á olíu-
dælum. Dæla þarf síðan þessari olíu út
um olíudælurnar og alla leið út um elds-
neytislokann, en það er auðveldast með
því að láta vélina ganga, þar til olían
hefur örugglega farið gegnum eldsneytis
lokann.
Næst er að byrja á því að fjarlægja raf-
hlöðuna og koma henni í hleðslu við fyrsta
tækifæri. Ef vel á að vera, þarf að hlaða
hana öðru hverju, meðan á geymslu stend-
ur, svo bezt er að geyma hana þar sem
hægt er að koma slíku við.
Renna þarf smurolíunni af vélinni, helzt
á meðan hún er heit. Gott er svo að hella
ryðvarnarolíu inn í brunaholið og snúa
vélinni nokkra snúninga, til þess að hún
komist inn á strokkana, en loka síðan op-
unum aftur, með því að festa eldsneytis-
lokann á sinn stað. Önnur aðferð er þó
betri, en hún er sú að hella ryðvarnarolíu,
sem sérstaklega er til þess gerð, á vélina,
eftir að búið er að tæma hana og láta
hana ganga í 3—5 mín. Þegar taka á svo
vélina aftur í notkun, þarf ekki annað
en renna þessari olíu af henni og láta þá
olíu á aftur, sem nota á. Tæma þarf
vatnið af vatnskassa og vél, ef ekki er á
kerfinu frostlögur.
Ekki er nauðsynlegt að tæma olíuna af
gír eða drifi.
Til þess að vernda gegn ryði hina fjöl-
mörgu vélaparta, sem ekki eru málaðir, er
gott að smyrja þá með ryðvarnarolíum.
Þær mynda himnu, sem varnar því að ryð-
blettir komi fram eftir geymsluna.
SMJÖRBIRGÐIR
Arferðið ræður alltaf miklu um afurðamagn skepn-
anna. Veðráttan um heyskapartímann ræður miklu um
sprettuna og nýtingu heyjanna, en fóðurbirgðir vetrar-
ins og gæði þeirra eru undirstaða þess hve auðveit
reynist að fóðra skepnurnar til afurðaframleiðslu.
Og svo ræður sumarveðráttan alltaf nokkru um t. d.
hvernig kýrnar mjólka að sumrinu.
Það þótti ekki álitlegt fyrir svo sem þrem árum
síðan, er nokkrar birgðir smjörs söfnuðust fyrir, en ekki
leið á Iöngu unz þær birgðir þrutu og það svo hastar-
lega, að keyptar voru um 100 lestir af smjöri erlendis
til þess að fullnægja þörf þjóðarinnar þannig um stund.
Það fer ekki hjá því, að alltaf verða framleiðslusveifl-
ur svo að nauðsynlegt er að hafa alltaf smjör til nokk-
urra mánaða sem birgðir.
Þessi saga er svo sem ekkert sérstök fyrir okkur Is-
lendinga. Erlendis er þetta einnig talið sjálfsagt og þar
eru birgðir stundum meiri en menn kæra sig um, því
miklar birgðir kosta mikið í geymslu og svo er alltaf um
einhverja rýrnun að ræða. í aðalframleiðslulöndum
smjörs safnast stundum miklar birgðir. I 11 Evrópulönd-
um hafa þær mest komizt upp í 210 þúsund lestir ný-
lega og þykið það mikið.
Árið 1959 námu birgðir á sama svæði mest 207.500
lestum og hafði þá þau áhrif, að smjörverð lækkaði
nokkuð. Það eru tiltölulega fá lönd Evrópu, sem selja
smjör á erlendum mörkuðum, en mörg kaupa, og nátt-
úrlega ræður kaupgeta hinna mörgu hve mikils þær
þjóðir neyta af smjöri og er það breytilegt frá einum
tíma til annars.
Markaðssveiflur hafa leitt til þess, að f sumum út-
flutningslöndunum hefur verið gripið til þeirra ráða að
veita útflutningsverðlaun af opinberu fé, en það er eins-
konar meðgjöf. Sem dæmi um þetta skal nefna nýlegar
fréttir er segja, að Belgía sé að selja smjör til Italíu
og fái fyrir það sem svarar um 26 íslenzkum krónum,
en til þess að þetta megi verða borgar belgíska ríkið
sem svarar 43 íslenzkum krónum fyrir hvert kg til við-
bótar, svo að framleiðenlur beri ekki skarðan hlut frá
borði.
Holland hefur einnig selt smjör til Austur-Evrópu og
borgað sem svarar um 16 krónum með hverju kg og við
sölu til Ítalíu varð að borga sem svaraði 23 íslenzkum
krónum með hverju kg smjörs. Það eru fleiri en Islend-
ingar, sem verða að gera sér að góðu að greiða út-
flutningsuppbætur með framleiðslu sinni, þegar selja
skal hana erlendis.