Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1971, Qupperneq 7

Freyr - 15.01.1971, Qupperneq 7
KVILLAR I NAUTPENINGI vegna gerðar fóðursins IEftirfarandi grein, eftir P. M. RIIS, dr. med. vet., dósent við dýralæknadeild Búnaðar- a háskólans í Kaupmannahöfn, er hér að W nokkru þýdd og: að nokkru endursögð eftir U grein höfundarins í Ugeskrift for agronomer í) nr. 19, 1970. V Má telja eðlilegt og sjálfsagt að þetta efni Vi komi á vettvang af því, að þessi harðindaár V hjá okkur hefur kraftfóður og annað fóður, v sem illa er fallið til jórturs, verið notað í X stærra mæli en venjulega og af því orðið Á nokkur vandkvæði vegna þess, að fólk var X ekki vant notkun slíks fóðurs nema í litlum 'j mæli. Hérlendis hafa hlotizt veikindi og jjj dauðsföll í húfé þess vegna. Ritstj. U Nautpeningur telzt til þess hóps í dýra- ríkinu, sem hefur þannig byggð melting- arfæri, að hann getur notfært sér fóður þeirra tegunda, sem aðrar skepnur geta naumast eða ekki nærzt af. Fyrir jórtur- dýrin er þetta kostur að vissu leyti, en við það loða einnig vissir ókostir. Líf og heilsa ásamt afurðahæfni jórturdýra er ævinlega háð því, að meltingarfæri þeirra hafi gróffóður að vinna með, að vissu marki að minnsta kosti. Stundum kemur það fyrir, að torvelt reynist að fullnægja þeirri þörf enda þótt nægilegt magn nær- ingarefna sé til umráða. Meltingarfæri jórturdýra krefjast þess, að í þeim sé hæfi- legt magn fóðurs, sem fyllir þau, og af þeirri gerð, að lífeðliskröfum sé fullnægt. Og þegar um ræðir jórturdýr er það svo, að nokkur hluti fóðursins verður að vera gróffóður, sem getur jórtrast enda þótt miklar afurðir geri kröfu til þess, að nær- ingargildi alls fóðursins sé miklu meira en rúmast getur í meltingarfærunum af gróðfóðri einu saman. Gróffóður er venju- lega af þeirri gerð, að í því er mikið af tréni og það krefst mikils rýmis, enda eru meltingarfæri jórturdýrs við því búin og til þess gerð að rúma mikið. Eftir hverja fóðrun eykst smálífverugróð- ur í vömb jórturdýrsins og starfsemi hans getur valdið framleiðslu vissra óhollra efna, ef of mikið er af auðleystum kol- vetnum í fóðrinu. Kraftfóðureitrun Umrætt fyrirbæri getur orðið til þegar svo ber við, að gerjun fóðursins í melting- arveginum truflast. í vömbinni myndast mjólkursýra ef allt er eðlilegt og síðan reikular sýrur, þar eð vissar bakteríur kljúfa mjólkursýru. Þá myndast m. a. própionsýra. Yið öra mjólkursýrumyndun lækkar sýrustigið í vömbinni og getur pH orðið svo lágt þar, að starfsemi gerlana lamist og própiónsýruframleiðslan stöðv- ist. Getur þá svo farið, að eðlileg gerjun trénisins stanzi af því að viðeigandi bakt- eríur hafa ekki starfsskilyrði. Verða mjólkursýrugerlar þá einráðir og mikil sýrumyndun. Ef sýrudeyfandi efni (stödpuder) skortir er vandi á ferðum. Með munnvatninu kemur eðlilega talsvert bíkarbónat með fóðrinu í vömbina og temprar sýrustigið meðan á gerjun stendur, en framleiðsla munnvatns er að mestu háð sjálfvirkum eiginleikum, framkölluðum af snertingu fóðursins við frumuþekju munns, vélindis og vélindiskepps. Þegar sýrumagnið vex F R E Y R 33

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.