Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1971, Side 9

Freyr - 15.01.1971, Side 9
í þeim er bólga. Vegna þessa losnar hornið frá blöðunum, klaufirnar þorna, rifna og aflagast. Þegar þetta gerist smátt og smátt verða menn helzt varir mismyndana. Nú er það svo, að aðrar ástæður geta einnig valdið sárindum í klaufum. Þegar þungar skepnur standa á hörðu gólfi getur það valdið laminitis. Þegar svo ber við er ráðið gegn vandanum að gera gólfið mjúkt og hirða klaufirnar á viðeigandi hátt. Eiginlegur 1 a m i ni t i s (forfangenhed) stafar af því, að viss amínefni, sérstaklega histamín, myndast við gerjun í miklum mæli í kepp og vömb skepnunnar þegar hún hefur nærst af miklu magni auðgerj- aðs fóðurs. Amínefnin myndast við starf baktería, sem kljúfa prótein. Þegar hista- mín berst inn í blóðið í verulegum mæli þá víkka æðar, einkum hinar minni, þess- ara áhrifa gætir sérstaklega í leðurhúð og þá ekki sízt þar, sem verulegur þungi hvílir á, svo sem er á klaufunum, og þar safnast svo vökvi. En um leið og æðar víkka yfirleitt minnkar mótstaðan og blóð- þrýstingur lækkar. Óeðlileg gerjun í umræddum hlutum melt- ingarfæranna hefur því sérlegar og óheppi- legar afleiðingar. Við hægfara og lang- vinn fyrirbæri af þessu tagi getur svo far- ið, að húðþekjurnar á innra borði líffær- anna verði hornkenndar og valdi varan- legum veilum. Keratose Hornkenndar myndanir í innra borði um- ræddra líffæra eru gjarnan auðkenndar á útlendum málum með heitinu keratose.1) Hér skal ekki farið inn á byggingu vefj- anna, sem klæða þessi líffæri innan né hvað skeður við snertingu hinna ýmsu efna fóðursins og svo hins, er gerist við hag- ræðingu þess til notkunar og næringar. Það er of flókið efni fyrir almenna les- endur, sem gjarnan þurfa að vita skil á afleiðingunum fyrst og fremst. 1) íslenzkt heiti mun ekki til. Þegar jórturdýr er fóðrað með fínmöl- uðu fóðri er hreyfing í kepp og vömb minni en skyldi og um leið minnkar munn- vatnsframleiðslan. Við það truflast eðlilegt sýrustig og pH lækkar. Trénisgerjandi gerlar starfa naumast eða ekki við sýru- stig undir pH 5,5 enda mun það oftast vera í kring um 6,0 í umræddum líffærum, þegar fóðrað er með venjulegu gróffóðri. Nú er það vitað, að hversdagslega er enginn að mæla eða meta sýrustig í inn- yflum skepna sinna eða í hugleiðingum um hvort þar sé nægilegt magn trénis, svo að það sé við hæfi jórturdýrs, til þess að eðlilegt magn rokgjarnra sýra myndist. Enginn getur heldur fylgst með því frá degi til dags hvort klæðvefir á innra borði líffæranna séu að verða hornkenndir. Keratose í vömb verður því ekki greindur fyrr en mikið kveður að honum svo að auðkenni annmarkans verði uppgötvuð. Ekki er heldur létt að gera sér grein fyrir hvort hann myndast vegna of mik- illar sýru eða af of litlu sliti húðþekjunnar. Sumir ætla, að of lítil starfsemi og of lítil hreyfing í kepp og vömb sé um að kenna, þannig, að of lítið af grófu efni strjúki um fellingar innra borðsins. Hitt er þó líka sannað, að of lágt sýrustig á þarna nokkra sök. Með vaxandi hornmyndun vilja felling- arnar loða saman og mynda samfellda sigg- hnúða. Venjulegar fellingar eru mjúkar og tevgianlegar. Ýmsir vísindamenn hafa fengið sannanir þess, að hornkennt og sigg- bykkt innra borð þessara líffæra veldur því, að óeðli verður í allri starfsemi þeirra, og skulu ekki rakin hér einstök fyrirbæri þeirra staðreynda. Gróft fóður er lengur á leiðinni í gegn um meltingarfærin en það, sem malað er og fínmalað. Þó er ekki almennt ætlað, að nýting malaðs fóðurs þurfi að vera lakari þess vegna, en athuganir í því efni hafa yfirleitt verið gerðar um stutt skeið. Hvernig það er þegar til lengdar lætur er ekki vitað með vissu, og væri það verk- F R E Y R 35

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.