Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 10

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 10
efni til rannsókna. Hinders og Owen hafa þó komizt á snoðir um, að þegar til lengd- ar lætur nýtist fínmalað fóður miður vel í meltingarfærum jórturdýra, sem hafa vambar-keratose. Þegar umræddur annmarki hefur ríkt til lengdar er nokkur hætta á að horn- kenndir húðsepar í innra borði vambar verði fyrir árásum baktería svo að þeir falli af og þar myndast sár, sem gróa seint og illa. Við of lágt sýrustig er þá alltaf hætta á magasárum og þá ec enn opin leið til bakteríustarfsemi, sem síðan getur færst yfir í blóðið og beinzt að lifr- inni og valdið þar ígerðum. Slík fyrirbæri eru algeng í sambandi við vambar-keratose. Hvað af því getur hlot- izt er of flókið mál að túlka fyrir almenna lesendur, en hitt þurfa menn að vita, að hér er alvara á ferðum. Efnaskiptatruflanir Hér skal ekki gerður að umtalsefni nokk- ur kafli í greininni, sem fjallar um þembu, orsakir hennar og auðkenni. Þess ber þó að geta, að höfundurinn segir hiklaust, að þær skepnur, sem bera í sér hulinn (ekki sýnilegan) keratose, séu stöð- ugt í hættu og fái miklu frekar þembu en þær, sem eru lausar við annmarkann. Aftur á móti er eðlilegt að fara nokkrum orðum um þá hlið, sem varðar óeðlilega efnanýtingu og efnaskiptaárangur þegar um ræðir þá annmarka, sem að framan eru greindir og tengdir eru notkun fín- malaðs fóðurs. Sjálfsagt er og að geta þess, að trufl- anir af umræddu tagi koma alltaf fyrst fram í afurðabreytingum. Það þarf ekki að túlka hér í smámunum, að samsetning fóðurs getur haft áhrif til lækkunar fitu í mjólkinni og aukið í þess stað fitusöfnun líkamsvefja. Af ásettu ráði er hægt að vinna að þessu, t. d. ef búa skal grip undir slátrun og gera kjöt hans verðmeira með nokkurri fitusöfnun. Hinsvegar þarf að vera ljóst, að með efnaskiptabreytingum er hægt að stuðla að byrjunarkvilla, sem getur orðið langvinnur. Af því, sem hér hefur verið rakið, er rétt að undirstrika, að svo lengi sem notað er gott hey í hæfilegum mæli handa jórt- urdýrum er enginn hætta á ferðum. Vand- inn berzt að höndum þegar gróffóðrið er of lítið eða þegar farið er að nota fín- malað gróffóður. Það er rétt, sem sagt er, að vandann má fyrirbyggja meo því að nota bíkarbónat eða natríumacetat og gefa annað eða bæði þessi sölt með eða í fóðrinu í hæfilegum mæli, eða þá að gefa malaða fóðrið nógu oft og lítið í einu. Með því að fóðra oft og nota jöfnum höndum natríumbíkarbón- at er ef til vill engin hætta á ferðum, með tilliti til of mikillar sýrumyndunar. Og þegar notað er natríumacetat hækkar fitumagnið, það segir reynslan. Hvort þessar ráðstafanir hindra einnig vambar- keratose og þá kvilla, sem í kjölfar hans vilja sigla, þarf að rannsaka betur og nánar. Hins er vert að minnast, að fóðrun jórt- urdýra með heyi veldur ekki vandræðum, en fóðrun með nýtízku iðnaðarvörum sem fóður kallast, það er nokkur vandi. Eftirskrift. Svo sem getið er við upphaf greinar þessarar er hún aðeins að nokkru þýdd, að nokkru endur- sögð og stytt verulega.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.