Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1971, Qupperneq 11

Freyr - 15.01.1971, Qupperneq 11
fíýr í vögnum og Ryholmkerfi Það eru ekki neinar líkur til þess, að við getum hagnýtt þá nýjung, sem Alfa-Laval er að prófa um þessar mundir á tilrauna- búi sínu — HAMRA — utan við Stock- hólm. Þeir kalla það UNICAR en það þýðir eiginlega ein kýr í vagni og er sannmæli, því að svo er til hagað, að þegar mjalta skal er sá háttur viðhafður, að hverri kú er ekið á vagni að mjaltabúnaði. Hver bás er eins konar vagn og það er hann ásamt kúnni, sem fluttur er frá sínum stað í fjós- inu til mjaltastöðvar — á stöðul mætti víst segja. En það er meira. Kúnni er ekið þangað sem hún á að meðtaka fóðrið sitt og þar sem hreinsa skal áburðinn, er fellur í gegn um rist í vagninum og í geymsluhólf undir ristinni. Hér er því farið öfugt að miðað við venjulega starfsháttu, hér er það kýrin, sem flutt er, áður var það mjólkin, fóðrið og áburðurinn. Hver kýr er í sínum lokaða vagni og vagnarnir mynda lest. Á ákveðn- um stað leiðarinnar opnast geymsluhólf áburðarins undir ristum hans og þar tæm- ist það niður um op í gólfi fjóssins. Sjálf- virkur búnaður sér fyrir því að hver kýr fái sinn ákveðna og afveg'na skammt af kraftfóðri og annað er eftir þessu. Og svo eru það mjaltirnar. Svo er sagt, að með þessum umbúnaði geti mjaltamaður mjaltað 120 kýr á venjulegum vinnudegi, já, því er haldið fram að hann geti mjaltað allt að 180, en það mál er ósannað enn. Áhöfn og allur búnaður er miðað við 300 kýr og talið er óvíst, að svo fjárfrekt fyrirtæki, sem hér hér um ræðir, komi til greina þar sem færri kýr eru í fjósi, en svo stórar áhafnir eru ekki óvíða í sam- vinnufjósum Austur-Evrópu. Það sem hér um ræðir er því naumast eða ekki við hæfi venjulegs búskapar eins og við þekkjum, en hér er það fjármagnið í byggingum og búnaði, sem leysa skal af hólmi heilmikið vinnuafl, því að óneitan- lega er hverjum starfsmanni ætlað að leysa af hendi miklu meira hlutverk en gerist í þeim fjósum, sem nú eru í notkun, enda væri fjármagninu illa varið ef það skapaði ekki slík skilyrði. Alfa-Laval hef- ur ekki upplýst neitt um hvað mikil um- rædd fjárfesting er og niðurstöður tilraun- anna eru enn ekki tilkynntar enda er að- eins um ár síðan búskapurinn komst í notkun. En varla er það nokkuð fyrir okkur, svo sem fyrr er sagt, en þetta er frétt eigi að síður. Úr hjarðfjósinu koma kýrnar og: stíga í mjaltavagnana, sinn vagninn fyrir hverja kú færist umhverfis mjaltagróf og úr vögnunum fara kýrnar eins og myndin sýnir. Mjaltavél er fyrir hverja kú og nytin er tæmd eftir vigtun í tankinn t. v. F R E Y R 37

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.