Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Síða 13

Freyr - 15.01.1971, Síða 13
Kýrnar standa óbundnar, slá er fyrir framan og keðja fyrir aftan svo að annaðhvort verður að losa til þess að þær geti farið af básum. Hreyfanleg- ar milligerðir eru milli básanna. Ryhólm-kerfi í öðru lagi má geta rannsókna með svo nefnt Ryhólm-kerfi, sem hefur hlotið nafn eftir bóndabæ á Skáni, sem heitir þessu nafni. Kerfið er byggt upp þannig, að hver kýr stendur á sínum bás, hreyfanlegar milli- gerðir eru milli kúnna, en það er talið hindra júgurskemmdir og spenastig. Kýrn- ar eru ekki bundnar á básum, en framan við þær er slá, sem hindrar að þær gang'i fram úr básum og keðja er strengd aftan við svo að þær komast ekki af básum nema keðjan sé fjarlægð. En lausu milli- gerðirnar gera það að verkum, að hreyf- ingarskilyrði eru langtum meiri en þegar kýrbönd eru notuð, en milligerðirnar hind- ra það, að hver kýr troði á annarri. Þegar kemur að mjöltum er keðjan aftan við kýrnar dregin til hliðar þannig að milligerðirnar koma með, en það leiðir aftur til þess, að kýrnar standa skáhallt á básnum í 40 gráða horni við gang. í þeirri stöðu er mjaltamanni auðvelt að hagræða mjaltabúnaði en staðan er raunar eins og í síldarbeinakerfi mjalta- staðar hjarðfjósanna. Myndin, sem hér með fylgir sýnir hvernig auðveldað er mjaltastarfið með því að hækka og lækka grindina, sem annars myndar flór, en að- staða mjaltamannsins verður ákjósanleg þegar flórinn (ristin) hefur verið lækk- aður. Svo er sagt, að Ryhólmskerfið megi nota í venjulegum básafjósum, þar sem stéttir og fóðurgangar hafa nægilega vídd til þess að hagræða hlutunum eftir þessu kerfi, en það er nauðsynlegt þegar afurðasælar skepnur eru í fjósum, er gefa þeim mun betri nytjar sem betur er um þær hirt. Þetta er raunar einnig þekkt í fjósum af flestum eða öllum gerðum, er hér verið að færa til enn meiri hagræðingar en þegar hefur verið mótuð. Kýrnar standa í mjaltaröð með 40 gráða hornstöðu. Aðstaða fyrir mjaltamann er þægileg á lægra þrepi. * * * F R E Y R 39

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.