Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1971, Side 24

Freyr - 15.01.1971, Side 24
áttu, til þess að handsama hið þroskaða fræ. I framhaldi af frásögninni um heim- sóknir á þessar mikilvægu stöðvar bænda- samtakanna má svo geta þess, að Fælles- kjöpet hefur fóðurblöndunarstöð mikla hér á Heiðmörk, en hún er á Stange. Þar eru síló mikil og þar er blandað og selt meira fóður en notað er á öllu íslandi. Þar var fóðurvörukaupmaður áður en bændasam- tökin keyptu, fyrir um það bil 20 árum, sonur kaupmannsins gerðist þar fram- kvæmdastjóri og ríkir þar enn sem slíkur með miklum ágætum. Þarna, mitt í víðri sveit, er heil verksmiðja með nýtízku tækj- um og búnaði öllum og þaðan aka búlk- bílarnir fóðri til bænda alla virka daga ársins, en birgðastöð héraðsins er á Hamri, fáa km frá Stange. Þar er varðveitt mann- eldiskorn, fóðurkorn og sáðvörur í sílóum Kornverzlunarinnar. Skygfjnst um á Rogalandi Á ársfundi hjá Norges Bondelag, sem haldið var í Kristianssand að þessu sinni, var hlustað á umræður um félags- við- skipta- og verðlagsmál norskra bænda og fleiri þætti dagskrár fundarins. Var þar sitthvað eftirtektarvert en eink- um þó umræðurnar um aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu. Hefur Stórþingið óskað eftir aðild að bandalaginu, svo sem kunnugt er, en bændur eru því alveg mót- fallnir enda fór svo við atkvæðagreiðslu á ársfundinum, að öll atkvæði voru greidd gegn en aðeins eitt með aðild, en þarna voru samankomnir 2—300 fulltrúar úr öllum héruðum landsins. * * * Eftir tveggja daga dvöl og mikla gest- risni í Kristianssand lá leiðin til Stafang- urs. Aðalstöð bænda á Rogalandi, til við- skipta og samskipta, er í Stafangri. Þar eru einnig hafnarsíló Kornverzlunar ríkisins og skammt frá bænum er sláturhús bænda, nýtt og veglegt og er til frásagnar í sér- stökum þætti. Á Jaðrinum hefur gerst gömul saga og ný, sem ýmsir íslendingar hafa tjáð frá þeim tímum, er þeir sem ungir piltar stunduðu bústörf og sóttu frama í ýmsum greinum á Jaðar í Noregi. Sá tími er að baki en minningarnar lifa og ómæld eru þau áhrif, sem dvölin og árangur hennar hefur mótað úti á íslandi, fyrir tilstilli hinna mörgu sveina, sem á ýmsum tímum unnu hjá Gausland og öðrum á þessum slóðum. Þegar komið er út í sveitina leynir það sér ekki, að á þessari slóð hefur væta úr lofti verið meiri en austan fjalla svo að áhrifa hitans hefur ekki gætt til skræln- unar gróðri, heldur til aukins vaxtar. Á flatlendi lítur því vel og ágætlega út með eftirtekju og lokið er víða fyrri slætti til heyöflunar. Það er auðskilið, að hér er það sjávarloftið, sem streymir inn yfir strönd- ina og upp í sveitina, færandi hæfilegan raka, enda tjáð, að þoka hafi stundum byrgt sólarsýn að morgni undanfarna hita- daga. Og kornið er komið það vel á veg, að það bylgjast á ökrunum fyrir hægum blænum og er ekki nauðskriðið vegna of- þurrka eins og austanfjalls. Álíka gerðist í ofþurrkunum 1969 þegar rótarávextir brugðust á þurrkasvæðunum. Þá gátu bændur á Rogalandi selt kartöflur í stórum mæli til annarra byggða og einkum til þeirra hluta Svíaríkis, sem uppskerubrest- ur varð þá stórfelldur. Hér eru horfur góðar og hér eru áreiðanlega góðir bændur. Við ökum byggðina. Það er ekki ofsögum af því sagt, að hér hafi verið stórfellt grjótnám þegar landið var tekið til rækt- unar. Það votta garðarnir, sem hlaðnir hafa verið, og að víða hefur verið gengið nærri lendum og löndum sem marka nú skil milli akurlendis og beitilanda, má auðveldlega greina þar sem nautpeningur er á beit á grýttum högum en grasi vöxn- um, svo grýttum, að jafnvel grjótpálar Rogalands hafa ekki treyst sér við bálk- 50 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.