Freyr - 15.01.1971, Page 27
Eftir: Fréttabréf um heilbrigðismál
---•><*><•—-
Blýeitranir
í börnum
Mánaðarrit brezka heilbrigðismálaráðu-
neytisins hefur nýlega skýrt frá alvarleg-
um vanda sem komið hefur upp í Englandi
og er þar mörgum áhyggjuefni. Það má
heita með ólíkindum að Englendingar
berjist framvegis einir við þann vanda, og
ekki kæmi mér það á óvart að hann skyti
einnig upp kollinum hér á landi, sé hann
þá ekki þegar búinn að gera það.
Á fimm ára tímabilinu 1958—1962 er
talið að 310 börn undir 15 ára aldri hafi
verið lögð inn á enska spítala vegna blý-
eitrunar. En það sem þykir ískyggilegast
er, að 120 af þessum eitrunum áttu sér
stað á árinu 1962, á móti 40—50 að meðal-
tali öll hin árin. Dauðsföll af völdum blý-
eitrunar á þessu tímabili voru 9. Af 3
tilfellum sem voru tilkynnt nefndinni er
rannsakar vofeifleg dauðsföll og slys í
heimahúsum, var eitt banvænt, en orsök
eitrunarinnar ekki tilgreind, en hin 2 stöf-
uðu af miklu blýmagni í málningunni á
rúmum barnanna. Síastliðið ár kom ýmis-
legt í ljós sem skýrði málið frá fleiri hlið-
um.
Plastleikföng, sem flutt voru inn frá
Hong Kong, voru blönduð 2600 hlutum af
blýi á móti 1 milljón af plasti, eða 0,26%.
Samkvæmt niðurstöðum efnarannsóknar-
stofnunar ríkisins þótti sannað að örlítið
af blýi losnaði úr leikföngunum þegar
börnin sjúga þau og sleikja.
Af þessum ástæðum fengu innflytjend-
ur fyrirmæli um að gæta þess að plast-
leikföng, sem flutt væru inn í landið, væru
sem allra minnst blýblönduð, og magnið
mætti aldrei fara fram úr 0,025%, eða með
öðrum orðum, yrði að vera rúmlega 10
sinnum minna en í leikföngunum frá Hong
Kong. Skömmu eftir að þessi fyrirmæli
voru birt, kom skýrsla frá Paddington
spítalanum að þangað hefðu komið 12
börn með blýeitrun á síðastliðnum þrem
árum og ein þeirra banvæn. Börnin voru
á aldrinum eins og hálfs til fimm ára. Rétt
seinna kom tilkynning um að rannsóknir
hefðu leitt í ljós 10,5% blýmagn í máln-
ingu á leikfangakubbum til að raða saman
og byggja úr. Þegar þetta hafði verið stað-
fest af efnarannsóknarstofnun ríkisins,
voru gefin út ströng fyrirmæli um að blý-
magn í málningu á barnaleikföngum mætti
aldrei fara fram úr 1,1% og lögð við þung
viðurlög ef út af því væri brugðið. Áður
hafði verið treyst á samkomulag við máln-
ingarverksmiðjurnar um hið leyfilega blý-
magn.
í skýrslu ráðuneytisins segir, að þó mikill
fjöldi fólks sé nú orðið vel á verði, síðan
þessi tíðindi voru kunngerð, sé þó engin
vafi á að vítaverð vanræksla og sinnuleysi
vissra foreldra eigi, meðal annars, sök ó
því hvað mörg börn verða blýeitruninni
að bráð, og að ekki verði komizt hjá að
taka þetta mál föstum tökum og til ræki-
legrar endurskoðunar.
Blýeitrun er sennilega mjög fátíð í börn-
um hér á landi og ekki hefur tekizt að fá
neinar upplýsingar um slík tilfelli fram að
þessu. Til dæmis hefur ennþá ekki komið
barn með blýeitrun á barnadeild Landspít-
alans. Svo virðist sem ekki ætti að vera
mikil hætta á eitrun frá máluðum hlutum
eða plastvörum, sem eru framleiddar hér.
Samkvæmt upplýsingum frá efnafræð-
ingi málningarverksmiðjunnar Hörpu, er
svo lítið magn af blýi í þeirri málningu
sem blönduð er hér á landi, að með ólík-
indum má telja að hún valdi eitrunum.
F R E Y R
53