Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 28

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 28
Tóbakið getur orðið óiæddum börnum að bana Ný, alvarleg áminning til barnshafandi kvenna. Reykingar mega ekki eiga sér stað meðal þungaðra kvenna. Ef þær reykja 5—10 eða 20 sígarettur á dag, er ekki einungis hætta á, að barnið fæðist of létt og vanþroska, heldur þegar verst gegnir, að það fál ban- væna eitrun fyrir fæðinguna. Af hverjum 10 konum, sem reykja og hafa misst fóstur eða fætt andvana börn, er talið, að hverjar tvær hefðu getað átt heilbrigð, fullburða börn, ef þær hefðu ekki reykt. Þessar skuggalegu tölur eru nýlega tilfærðar í vísindaþætti brezku blaðanna eftir prófess- or Scott Russel við háskólann í Sheffield. Hann og samstarfsmenn hans við fæðing- ardeildir á spítölum borgarinnar sýndu fram á, að reykingar ófrískra kvenna or- saka væga eitrun, sem dregur úr vexti fóstursins. Og þessari fyrstu áskorun til kvenna að reykja ekki á meðgöngutíman- um, fylgir nú önnur enn þyngri á metun- um. Sé barnið, sem ófrísk kona gengur með, pasturslítið frá upphafi, geta síga- retturnar valdið dauða þess. Einni mörk of létt Brezku vísindamennirnir hafa með aðstoð spurningalista komizt að fjöldamörgu sem varðar hundruð ófrískra kvenna og um af- drif barnanna, sem þessar konur ólu. Aðal- niðurstaða rannsóknanna er sú, að börn kvenna, sem reykja reglulega 5—-10—20 sígarettur á dag, eru einni mörk of létt við fæðinguna án tillits til þess, hvort þau fæð- ast fyrir tímann eða ekki, eða hvort um dreng eða stúlku er að ræða. Til þess að meta afleiðingar hinnar lækkuðu vigtar, Yfirleitt mun flutt lítið inn af plastleik- föngum á vegum verzlana, og þau sem gerð eru hér eiga að vera algerlega hættu- laus. Það mun hins vegar algengt að fólk láti kaupa fyrir sig, eða kaupi barnarúm er- lendis, sem langoftast eru hvítmáluð. Þeir sem það gera ættu að vera vel á verði, því börnin naga og sleikja rimlana og rúm- stokkana, en þannig geta þau fengið í sig hættulegt magn af blýi, sé málningin of menguð af því. Geysilegur fjöldi íslendinga leggur orðið leið sína til útlanda ár hvert og fer um fjölmörg lönd. Sennilega kaupir yfirgnæf- andi meirihluti þessara ferðalanga eitthvað af barnaleikföngum, til þess að gleðja sín og annarra börn er heim kemur. Plastleikföng eru mjög í tízku og vegna hins hagstæða verðs, sem er á austurlenzk- um vörum, eru þær, nú orðið, algengar á evrópumarkaðinum. Það er því áríðandi að gæta þess að lenda ekki á hinum ill- ræmdu plastleikföngum þaðan austanað, sem sagt er frá að framan, og vitanlega rennur fólk blint í sjóinn með hvað það fær í hendurnar er það kaupir þesskonar vöru erlendis, nema fengnar séu öruggar upplýsingar um ósaknæmi þeirra, þar sem kaupin fara fram. Sama máli gegnir um máluðu leikföngin, eins og kubba til að byggja úr, sem börnunum veitist auðvelt að naga málninguna af. Blýeitrun er mjög alvarlegur sjúkdómur og í sumum tilfellum banvænn, enginn skyldi því bjóða honum heim. Bj. Bj. 54 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.