Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 22

Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 22
Kýr meS ungkálf í Alaska. Ljósm.: Lars Áby. sauðnautanna vegna, og líka að fóður þeirra beri ekki með sér sníkjudýr þeirra fyrrnefndu. Villt sauðnaut ættu helzt að vera á svæðum, þar sem búpeningur geng- ur ekki að ráði. Á tilraunastöðvunum hefur orðið lítil- lega vart við veikindi, sem stafa af lungna- eða magaormum, en þau hafa alltaf horfið eftir að venjulegum lyfjum og læknisað- gerðum var beitt. Eitt sauðnaut í Vermont ríki í Bandaríkjunum dó af haemonchosis. Þess má og geta, hvað snertir Vermont, að þar eru nautgripir nærri girðingu þeirri, sem sauðnautin eru í, enda er mjólkur- framleiðsla aðal landbúnaðaratvinnuvegur í ríkinu. Alvarlegasti sjúkdómur frá sníkjudýrum hefur verið Corynebacterium pyogenes, sem fram kom í Alaska. Þetta olli meinum í hausasárum nauta, og drap nokkur þeirra. Nokkrir ungir kálfar dóu úr nudd- eða legusárum á Alaska-búinu, en þetta stafaði af óaðgæzlu umsjónar- manns og hefur ekki komið fyrir aftur. Actinomycosis, lýsir sér á sárum í munni dýranna, sem koma af því að slímhúðin er særð vegna þess að þau hafa étið refa- skottsbrodda (foxtail, kemur stöku sinnum fyrir). Þetta má þó auðveldlega lækna með meðölum. Eitt tilfelli af mastitis kom ný- lega fyrir á Alaska-búinu, en það fer batn- andi vegna læknisaðgerða. Ein kýr dó ný- lega við burð, en þetta er sjaldgæft og nær aðeins 0.6%. Tvö naut drápust ekki alls fyrir löngu vegna meiðsla, sem þau fengu við að stangast, og þrjú ung dýr hafa látizt eftir afhornun. Eins og allir geta séð er rekstur tilrauna- stöðva allmikið öðruvísi en verða mundi rekstur sjálfstæðra sauðnautabúa. Hvernig farið verður að á býlum, sem rekin eru á sjálfstæðan hátt, hlýtur að fara að nokkru eftir aðstæðum og umhverfi í hverju landi, og á hverjum stað. Aðaláherzla hlýtur þó að verða lögð á það, hvar sem er, að halda niðri vinnukostnaði við búreksturinn. Hin- ar mörgu vigtanir mundu leggjast niður að miklu leyti, þó að það ætti að gera einstaka sinnum. Fóðrun um vetrarmán- uðina verður að minnka, eða leggjast af með öllu, vegna kostnaðar. Á stöðinni í Alaska er einn umsjónarmaður með hverj- um 60 gripum; efalaust gæti hann séð um fleiri, en þá þyrfti að fá aukahjálp á vorin meðan burður og ullarsöfnun stendur yfir. Af þessu leiddi, að það yrði minni snerting á milli gripanna og sauðnauta bóndans, heldur en nú tíðkast. En reynsla í Ver- mont hefur sýnt, að þegar sauðnautin hafa tamist, þá halda þau áfram að vera töm og róleg þó að engin umgangist þau í langan tíma. Á sumum búum væri senni- lega eðlilegast að sauðnautin gengju laus og færu þar sem þau vildu, ef um nóg landrými væri að ræða. Á öðrum býlum yrði að hafa þau í girðingum. Reynslan er sú, að venjulegar gaddavírsgirðingar halda gripunum vel. Villt sauðnaut eru, frá nátt- úrunnar hendi, kyrrstæð og rása lítið. Þau bera sig og ekki til eftir árstíðum eins og margir villtir grasbítar gera, það er því fullt eins heppilegt að hafa þau á ógirtu landi eins og sauðfé. Að lokum þetta: Það er til þess að gera lítill munur á sauðnautabúskap og öðrum kvikfjárbúskap. Allmikil reynsla er fyrir hendi um sauðnautahald hjá INAR frá til- raunahjörðum þeirra í Bandaríkjunum, Kanada og Noregi. Ef til þess kemur að sauðnaut verði flutt til íslands er það efa- lítið að hægt verður að byggja á þessari reynslu. 448 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.