Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 42

Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 42
íslendingabyggðum, og á hverri sýningu klæddist hún íslenzka skauthúningnum. Fór orð af því, hve kærkominn gestur hún hafði verið vestanhafs. Tóvinnuskólinn á Svalbarði. Aftur snéri Halldóra heim í fallega bæinn við Eyjafjörö. Árið 1940 kaupir hún lítið býli .,Mó- land“ í Glerárþorpi, við Akureyri. Nóg er að starfa, áhugamálin hin sömu. Að 5 árum liðnum stofnar hún Tóvinnuskólann á Svalbarði og fær Rannveigu H. Líndal, í lið með sér. Var hún merk kona og fjölhæf. Smávegis styrk fékk hún frá ríkinu, gat skólinn tekið 8—10 nemendur. Það var gaman að koma í skólann á Svalbarði, það minnti á gömlu stórbýlin. Ungu stúlkurnar keppt- ust við tóskapinn og allur heimilisbragur var ram- íslenzkur. íslenzki heimilisiðnaðurinn hafði ávallt staðið henni hjarta nær, enda var hún ráðunautur þjóðarinnar í heimilisiðnaði á árunum 1922—1957. Hún vissi hvað hún söng, íslenzka ullin var frá- bært hráefni til margskonar iðnaðar. UHin hafði klætt þjóðina um aldaraðir og forðað henni frá því að frjósa í hel. Tóvinna mátti ekki gleymast, og þvx barðizt hún með oddi og egg fyrir því, að opna augu fólks fyrir nauðsyn þess að gleyma ekki þeim menningararfi, — heimilisiðnaðinum — sem okkur hafði verið færður í hendur. Hún safn- aði sýnishornum um allt land, og sýningarnar, sem hún heimtaði að settar væru upp á hverjum sam- bandsfundi, urðu henni giftudrjúgar. Þar sá hún hvað unnið var á heimilunum og gat valið úr marga fallega og merkilega muni, sem hún safnaði saman og konurnar gátu lært af. Skólinn á Sval- barði starfaði í 9 ár. Þá var forstöðukonan 82 ára og kennarinn 10 árum yngri. Ákvað hún þá að hætta og fluti til Blönduóss. Hefur hún síðan búið á Héraðshælinu þar. Ritverk auk Hlínar. Halldóra hefur gefið út fleiri rit en Hlín. Á Akur- eyri gaf hún út „LJÓÐ OG LEIKIR“ skemmtilega litla bók, sem okkur krökkunum þótti vænt um Þá er ÍSLENZKA VEFNAÐARBÓKIN, sem fyrst var fylgirit Hlínar, Halldóru verk ásamt S i g r ú n - ar P. Blöndal, skólastjóra á Hallormsstað, en Sigrún var mikill vinur hennar og samherji. Vefn- aðarbókin var prentuð í heild 1948 og hefur síðan verið notuð við vefnaðarkennslu í skólum lands- ins, þar sem vefnaður er kenndur. Þá má ekki gleyma fallegu bókinni hennar VEFNAÐUR Á ÍSL. HEIMILUM Á 19. ÖLD OG FYRRI HLUTA 20. ALDAR, sem Menningarsjóður gaf út 1966, mjög merkileg bók. Þá hafa síðustu árin komið pistlar frá henni í „Heima er bezt“. Mjög gömul mynstur lét hún prenta og þar með varðveita frá gleymsku. 468 Þótt vefstólar væru misjafnir að gæðum og gerð- um þurfti alltaf húsrými fyrir þá, því að þeir hlutu að standa uppi tímum saman er mikið skyldi vefa. Viðurkenningar. Eins og að líkum lætur hefur Halldóra hlotið ýmsar viðurkenningar, svo sem Fálkaorðuna og hún er heiðursfélagi Búnaðarfélags íslands, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir nokkrum árum ánafnaði hún B.i. ýmsa merka muni úr eigu sinni, sem komið var fyrir í húsakynnum félagsins í Bænda- höllinni. Síðan við sáumst fyrst, haustið 1908, hefur hún verið mér tryggur vinur, og öll okkar samskipti hafa orðið mér til góðs. Fyrir nokkru sendi ég henni línu og spurði, hvað hefði glatt hana mest í lífinu og hvað hefði verið erfiðast. Svarið kom fljótt: „Margt merkilegt hefur á dagana drifið — allt gott. Ég er ánægð með lífið, þessvegna er ég komin á þennan aldur. Alltaf ánægð og glöð. Guði sé lof að hafa fengið að Iifa öll þessi ár“. Þarna var Halldóru rétt lýst. Mér duttu í hug orð klerksins er hann lýstri merkri vinkonu sinni: Hún er einhver sú merkilegasta manneskja á himni og jörð, og þá víðar væri leitað“. Enn logar eldurinn á arni Halldóru. Ég bið Guð að launa henni allar velgjörðir við mig og mína, og vona að hún verði sem lengst glöð. F R E Y R J

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.